Auga_kassi_með_grænmeti

Klappir hefja samstarf við Auga Group, einn stærsta framleiðanda lífrænna matvæla í Evrópu

Klappir hafa hafið samstarf með Auga Group, einum stærsta framleiðanda lífrænna matvæla í Evrópu.

Samstarfið er mikil gleðitíðindi fyrir okkur hjá Klöppum og aldeilis skemmtileg áskorun. Auga Group vill halda utan um rekstur sinn með nákvæmu rauntíma-umhverfisbókhaldi og mæla losun á gagnsæjan og sjálfvirkan hátt.

Á meðal þess, sem við mælum fyrir Auga, verður eldsneytisnotkun bílaflota samsteypunnar og annars búnaðar, úrgangsmyndun, notkun á rafmagni og vatni, hitun, áburði – og, síðast en ekki síst, mykju.

Auga fyrirtækjasamsteypan hefur bækistöðvar í Litháen, ræktar um 38.000 hektara af lífrænt vottuðu landi og þróar landbúnað sinn með allra nýjustu tækni. Meðal afurða eru alls kyns grænmeti, mjólkurafurðir, egg, kjúklingur og sveppir. Fyrirtækið selur mat bæði beint til neytenda og eins til stærri kaupenda. Flestir ættu að kannast við Auga-merkinguna á matvælaumbúðum, en vörur samsteypunnar eru seldar vítt og breitt um Evrópu.

Með því að taka orkunotkun félagsins föstum tökum með fyrrnefndum hætti fæst nákvæm yfirlitsmynd af umhverfisfótspori Auga Group.

Við fögnum samstarfinu og hlökkum til að sjá hvert það leiðir okkur.

DEILDU ÞESSARI GREIN

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on print
Share on email

Eldri greinar

Close Menu