ESGRating

Landsbankinn og Landsbréf innleiða UFS reitun, samstarfsverkefni Klappa, Reitunar og Þrastar Olaf Sigurjónssonar

Klappir hafa í samstarfi við Reitun og Þröst Olaf Sigurjónsson, dósent við Háskóla Íslands, unnið að spennandi samstarfsverkefni sem lýtur að UFS-reitun (e. ESG rating). Verkefnið miðar að því að byggja upp og þróa UFS reitun fyrir innlendan markað, en mikill vöxtur hefur verið í slíkum reitunum erlendis við fjárfestingarákvarðanir og innlendir fjárfestar tileinkað sér þær hratt.

Það er því fagnaðarefni að Landsbankinn, Landsbréf og Reitun hafa skrifað undir þjónustusamning um kaup Landsbankans og Landsbréfa á framkvæmd UFS reitunar á útgefendum hlutabréfa og skuldabréfa í stýringu félaganna. Þetta er í samræmi við stefnu Landsbankans og Landsbréfa um ábyrgar fjárfestingar sem taka mið af umhverfislegum og félagslegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS).

Með UFS reitun má leggja mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að UFS og greina jafnt styrkleika þeirra sem veikleika. Eins má gera samanburð við önnur fyrirtæki. Þjónusta Reitunar byggist á stafrænum lausnum, sem við hjá Klöppum höfum haft hönd í bagga með, og hefðbundinni greiningarvinnu.

Ólafur Ásgeirsson, stofnandi og eigandi Reitunar ehf., segir að samningurinn sé afar ánægjulegur og að það sé jákvætt að Landsbankinn og Landsbréf stígi nú þetta skref með Reitun.

„Við höfum lengi talið að þörf væri á þjónustu sem þessari hér á okkar heimamarkaði og hlökkum til samstarfsins. Við munum leggja okkur sem best fram um að stuðla að því að bankinn og Landsbréf nái settum markmiðum með samningunum.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, og Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segja samninginn vera mikilvægt skref í þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð varðandi ábyrgar fjárfestingar.

„Við settum okkur metnaðarfulla stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar strax á árinu 2013 og höfum síðan þá innleitt þá stefnu í fjárfestingarákvarðanir. Þessum þjónustusamningi er ætlað að gera þá vinnu skilvirkari og faglegri miðað við nýjustu viðmið á hverjum tíma.

DEILDU ÞESSARI GREIN

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on print
Share on email

Eldri greinar

Ný stafræn afladagbók Klappa

Rafræni dagbókarhluti SeaMaster hugbúnaðarlausnar Klappa hefur nú verið efldur með nýrri afladagbók sem fiskiskip geta notað óháð stærð eða veiðum. Afladagbókin er viðbót við vöruframboð Klappa af rafrænum rekstrar- og umhverfisdagbókum sem þróaðar hafa verið á undanförnum árum og njóta alþjóðlegrar útbreiðslu.

Lesa meira »
Close Menu
en_USEnglish
is_ISÍslenska en_USEnglish