Go to frontpage

Klappir hf.: Endanleg dagskrá og tillögur til hluthafafundar 5. nóvember 2025

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. hefur boðað til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 5. nóvember 2025 kl. 15:00 með rafrænum hætti.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig á fundinn eigi síðar en fyrir kl. 15:00 þann 31. október 2025. Skráning hluthafa og umboðsmanna þeirra á fundinn fer fram hér og fá þeir sendan hlekk á fundinn.

Fundarboð með nánari upplýsingm um endanlega dagskrá hluthafafundar ásamt tillögum stjórnar má finna í meðfylgjandi viðhengjum.