Sjálfbærnilausn KlappaSnjöll leið að sjálfbærni
Stafræn umhverfisstjórnun sem veitir þér rauntíma yfirlit yfir kolefnisspor rekstursins
Notendavænt og nákvæmtFylgdu sjálfbærni reglum og stöðlum
Með Sjálfbærnilausn Klappa safnar þú og vinnur úr rauntíma UFS gögnum sem ná yfir virðiskeðju fyrirtækis þíns til að auðvelda gagnsætt sjálfbærnibókhald og skýrslugerð.
Betri sjálfbærni frammistaða
Með aðgengi að sjálfbærni raungögnum getur þú brugðist við og bætt það sem betur má fara.
Minni áhætta
Þú getur fylgst með kolefnisfótspori þinna samstarfsaðila, gert sjálfbærniskýrslur sem eru gagnsæjar og uppfylla alla staðla og reglugerðir og deilt skýrslum með hagsmunaaðilum.
Minni kostnaður
Með því að fylgjast með gögnunum getur þú brugðist við óþarfa sóun strax og dregið úr kostnaði.
Tengdu þig við virðiskeðjuna
Tengdu þig við virðiskeðjuna
Stafrænt vistkerfi Klappa er samtengd samfélagstæknilausn sem aðlagast að þörfum notenda. Vistkerfið gerir félögum kleift að vinna saman, styðja hvert við annað og láta gott af sér leiða fyrir samfélagið í heild.
Sjálfbærnilausn KlappaFylgdu sjálfbærniskýrslustöðlum ESB (ESRS)
Með Sjálfbærnilausn Klappa verður leikur einn að uppfylla nýjar kröfur ESRS. Á næstu árum verður evrópskum fyrirtækjum gert skylt að hátta umhverfisbókhaldi sínu og sjálfbærniskýrslugerð í samræmi við nýja Evrópska Sjálfbærniskýrslustaðla (ESRS). ESRS-staðlarnir miða að þvíl að gera sjálfbærnibókhald og skýrslugerð innan Evrópu nákvæmari, samkvæmari, samanburðarhæfari og staðlaðari, rétt eins og fjárhagsbókhald og skýrslugerð.
21%
minnkun að meðaltali losunar í umfangi 1 og 2 á hverja rekstrareiningu hjá viðskiptavinum Klappa frá árinu 2018
300%
aukning á kolefnisjöfnun með skógrækt hjá viðskiptavinum Klappa frá árinu 2018.
83%
meðaltalsbæting í gæðum og bókunum á sjálfbærni (GHL) gögnum.
47%
Bæting á skipagögnum sem streymt er frá skipum sem koma í íslenska höfn.
Ummæli viðskiptavinaSögur frá viðskiptavinum
Fyrirtæki og stofnanir úr öllum greinum atvinnulífsins nota Sjálfbærnilausn Klappa til að ná markmiðum sínum og oftar en ekki gott betur.
Ég hef verið í viðskiptum við Klappir síðan 2017. Ég hef nýtt mér þjónustu þeirra í þremur starfsgreinum, smásölu, innflutningi og tækniþjónustu og tel umhverfislausnir Klappa þær bestu sem í boði eru til að skilja þau umhverfisáhrif sem fyrirtæki hafa. Að auki spara Klappir fyrirtækjum óþarfa útgjöld. Árangurssögu Orgio má finna hér!Jón Björnsson, Origo