Go to frontpage
Go to frontpage

Snjöll leið að sjálfbærni

Stafræn umhverfisstjórnun sem veitir þér rauntíma yfirlit yfir kolefnisspor rekstursins

Notendavænt og nákvæmtGögn, úrvinnsla, yfirsýn - allt á einum stað

Sjálfbærnilausn Klappa veitir fyrirtækjum stuðning og aðgang að verkfærum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og kostnaði – allt á einum stað. Þú færð samstundis heildaryfirsýn yfir kolefnisfótsporið og þær áskoranir sem fram undan eru.

Minni áhætta

Þú getur fylgst með kolefnisfótspori þinna samstarfsaðila, gert sjálfbærniskýrslur sem eru gagnsæjar og uppfylla alla staðla og reglugerðir og deilt skýrslum með hagsmunaaðilum.

Minni kostnaður

Með því að fylgjast með gögnunum getur þú brugðist við óþarfa sóun strax og dregið úr kostnaði.

Minni losun

Með því að fygjast með kolefnislosun í rauntíma getur þú minnkað kolefnisfótspor fyrirtækisins og um leið lagt þitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvandann.

Vistkerfið okkarSamvinna fyrirtækja eflir samfélagið

Deildu upplýsingum með samstarfsaðilum og viðskiptavinum með Sjálfbærnilausn Klappa.

Vinnum saman að sjálfbærniTölurnar tala sínu máli

Sameiginlegt átak er eina leiðin til að ná árangri í umhverfismálum. Deildu upplýsingum með samstarfsaðilum og viðskiptavinum gegnum Sálfbærnilausnir Klappa. Samvinna allra eykur sjálfbærni.

21%

minnkun að meðaltali á losun í umfangi 1 og 2 á hverja rekstrareiningu hjá viðskiptavinum Klappa frá árinu 2018

300%

aukning á kolefnislosun með skógrækt hjá viðskiptavinum Klappa frá árinu 2018

90%

skipa sem sigla á Íslandsmiðum deila umhverfisgögnum í gegnum Sjálfbærnilausn Klappa.

74%

meðallækkun á nettóútstreymi viðskiptavina Klappa í umfangi 1 og 2 frá árinu 2018

flowerpot

Ummæli viðskiptavinaSögur frá viðskiptavinum

Fyrirtæki og stofnanir úr öllum greinum atvinnulífsins nota Sjálfbærnilausn Klappa til að ná markmiðum sínum og oftar en ekki gott betur.

Ég hef verið í viðskiptum við Klappir síðan 2017. Ég hef nýtt mér þjónustu þeirra í þremur starfsgreinum, smásölu, innflutningi og tækniþjónustu og tel umhverfislausnir Klappa þær bestu sem í boði eru til að skilja þau umhverfisáhrif sem fyrirtæki hafa. Að auki spara Klappir fyrirtækjum óþarfa útgjöld. Árangurssaga Orgio má finna hér!
Jón Björnsson, Origo