Go to frontpage
Go to frontpage

Störf í boði

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2013. Fyrirtækið hefur þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni.

Klappir var í upphafi stofnað til þess að hanna stafrænar lausnir á sviði umhverfismála fyrir haftengdan iðnað. Sýn fyrirtækisins var að nýta umfangsmikil gögn, sem verið var að safna í pappírsformi, og rafvæða lögbundna skráningarferla. Fljótlega byrjaði gagnasöfnunin að teygja sig víðar og nær nú utan um flest allt sem snertir umhverfismælingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Klappir hafa því markvisst unnið að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til þess að mynda sjálfbært vistkerfi.

Við erum að stækka og erum ávalt að leita að hæfileikaríku starfsfólki til að bæta við frábæran hóp sérfræðinga okkar í sjálfbærnimálum.

Starfsmannastefna

Við virkjum starfsmenn okkar í að takast á við samfélagsleg málefni og umhverfismál sem skipta máli fyrir fyrirtækin og samfélögin sem við störfum í. Við tökum einnig þátt í og ​​hvetjum til opinnar umræðu um umhverfismál meðal starfsmanna þeirra fyrirtækja og stofnana sem við þjónum. Við stefnum að því að gefa starfsfólki okkar tækifæri til að auka færni sína bæði hvað varðar starfið sjálft og hvað varðar aukna þekkingu á umhverfismálum almennt. Við ráðningar leitast Klappir við að laða að fólk sem sýnir mikinn áhuga á sjálfbærni- og umhverfismálum, gagnastjórnun og greiningar, umhverfisstjórnun og hugbúnaðarþróun.

Starfsmannastefna (EN)

Lausar stöður

General application

customer support

Almenn umsókn

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur og sérð ekki auglýst störf hér á síðunni eða stöðu sem hentar þinni reynslu eða hæfi, ekki hika við að sækja um með því að senda okkur almenna umsókn með tölvupósti á jobs@klappir.com. Vinsamlega mundu að hengja við póstinn ferilskrá og kynningarbréf og ef hentugt starf gefst munum við hafa samband við þig.

No open positions at the moment

Engar lausar stöður í augnablikinu

Það eru engar lausar stöður hjá Klöppum í augnablikinu. Öll störf birtast hér þegar þau eru auglýst. Við tökum ávallt við almennum umsóknum.

Fólkið okkar

Við erum fjölbreyttur hópur með sameiginlegt markmið, að breyta heiminum

Við erum skapandi

Þau sem nota sjálfbærnilausn Klappa eru þáttakendur í stafrænu sjálfbærni vistkerfi þar sem yfirsýn og utanumhald um sjálfbærni er raunhæfur möguleiki.

Háþróaðar lausnir Klappa auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum um sjálfbærni með nýjum og skapandi hætti.

Við erum fagleg

Við nálgumst viðskiptavini og viðfangsefni af fagmennsku og virðingu.

Okkur er ekki sama

Okkur er mjög umhugað um viðskiptavini okkar og hjálpum þeim að setja sér háleit markmið um sjálfbærni.