Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

1. mars 2022 Árangurssaga

Arion Banki, áhersla á umhverfis- og félagsþætti

Arion banki leggur ríka áherslu á umhverfis- og félagsþætti í sinni starfsemi og góða og vandaða stjórnarhætti (UFS). Það hvernig bankar stýra fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang sjálfbærrar þróunar í hverju landi fyrir sig og á heimsvísu og því eru mestu áhrif bankans fólgin í lánveitingum og fjárfestingum fyrir hönd viðskiptavina.

Klappir

Arion banki þjónar heimilum, fyrirtækjum og fjárfestum á þremur þjónustusviðum; viðskiptabankasviði, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði og mörkuðum. Dótturfélögin Stefnir og Vörður auka enn frekar þjónustuframboð bankans. Stefnir er eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og Vörður tryggingar býður upp á skaða- og líftryggingar og er það tryggingafélag á Íslandi sem er í hröðustum vexti.

Af hverju Klappir?

Gögn um umhverfisáhrif Arion banka eru unnin í samstarfi við Klappir. Gögnum er streymt í flestum tilfellum beint frá þjónustuaðilum í Sjálfbærnilausn Klappa, sem var lykilatriði í ákvörðuninni um að velja Klappir sem þjónustuaðila. Þar sem gagnastreymi er ekki tiltækt eru bókhaldsgögn notuð. Ennfremur, sem aukatrygging, eru gögnin yfirfarin af sjálfbærnisérfræðingum Klappa til staðfestingar.

Vandinn sem Arion banki stóð frammi fyrir var skortur á yfirsýn yfir helstu umhverfisþætti. Nokkrar vísbendingar voru til staðar í hinum ýmsum deildum innan bankans og þá í mörgum kerfum. Vandamálið var sú vinna sem tók að sameina gögn til skýrslugerðar. Arion banki þurfti góðan grunn (e. baseline) og þegar grunnurinn var fundinn þá mætir lausnin þörfinni um stöðugar mælingar með viðurkenndri aðferðafræði.

Klappir uppfylltu öll ofangreind skilyrði við mælingar og umfang umhverfisáhrifa. Sjálfbærnilausn Klappa gerir Arion banka kleift að bæta, laga og einbeita sér að sjálfbærni- og umhverfismálum. Vegferðin er ferðalag stöðugra umbóta bæði hjá Klappum og innan Arion banka. Klappir hafa veitt Arion banka þau tæki sem þarf til að sameina öll umhverfisgögn á einn stað.

Árangur

Arion banki hefur greint frá árangri varðandi stöðu og aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum frá árinu 2016. Grunnár umhverfisuppgjörs bankans er árið 2015 og stefnt er að því að losun frá starfsemi bankans minnki um 55% fyrir árið 2030. Helstu atriði af sjálfbærniuppgjöri 2021 má sjá hér.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá eigin rekstri, þ.e.a.s. frá ökutækjum og atvinnuhúsnæði, hefur minnkað um 37,6% frá árinu 2015 (umfang 1 og 2). Þar af dróst heildarlosun frá ökutækjum saman um 64,8% og frá atvinnuhúsnæði um 12,8%.

Ummæli

„Frá árinu 2015 hefur Arion banki unnið farsællega með Klöppum. Þegar unnið er að umhverfisuppgjöri bankans er mjög gagnlegt að nota nákvæm rauntíma gögn frá þjónustuaðilum. Það styrkir áreiðanleika og traust gagnanna. Það eru spennandi tímar framundan. Við erum að vinna með Klöppum að því að mæla kolefnisfótspor allra lána okkar til að skilja viðskiptavini okkar betur.“

Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka.

Umhverfisuppgjör

Umhverfisuppgjör 2021

Takmörkuð ábyrgð (e. limited assurance)

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
ÞG Verk byggingarfyrirtæki með áherslu á sjálfbærni
Íslandsbanki, hreyfiafl til góðra verka
Húsasmiðjan, stöðugar umbætur í umhverfismálum

Klappir1. mars 2022

Deila grein