Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

21. mars 2022 Árangurssaga

Eimskip: Flutningafyrirtæki á sjálfbærnissiglingu

Eimskip notar sjálfbærnilausn Klappa til að gera ársfjórðungs umhverfisskýrslur og árlegar sjálfbærniskýrslur. Með sjálfvirkri söfnun gagna er hægt að rekja uppruna gagna til birgja.

Klappir

Frá stofnun Eimskips árið 1914 hefur fyrirtækið gegnt lykilhlutverki í íslensku viðskiptalífi. Þegar fyrirtækið var stofnað átti tæplega 17% íslensku þjóðarinnar hlut í því. Frá miðjum níunda áratugnum hefur Eimskip opnað fjölda alþjóðlegra skrifstofa.

Eimskip tengir Ísland við umheiminn með flutningskerfum sínum. Eimskip er staðráðið í að stýra kolefnisfótspori sínu þar sem efnahagsstarfsemi heimsins færist hratt í átt að sjálfbærni, ábyrgri nýtingu auðlinda og gagnsæi UFS-skýrslna.

Sem einn af burðarstólpum íslensks atvinnulífs er Eimskip í fararbroddi í stafrænni vegferð hvort sem er um borð í skipum sínum eða á landi. Fyrirtækið hefur metnað til að taka upp háþróaða tækni til að fylgjast með og gefa skýrslur um CO2-losun sem og sjálfbærnimarkmið.

Áskorunin: Tímafrek og ónákvæm gagnasöfnun

Þar sem Eimskip er alþjóðlegt fyrirtæki þurfa áhafnir að skrá margvíslegar upplýsingar samkvæmt alþjóðalögum. Að safna gögnum handvirkt með pappír og penna í margar dagbækur er tímafrekt og óhagkvæmt og erfitt að deila milli skips og lands.

Mikilvæg lausn á vandanum er að gera dýrmæt gögn úr þúsundum skýrslna aðgengileg og tiltæk til greiningar og um leið spara þann tíma sem fer í að sinna heimsóknum eftirlitsaðila.

Jafnframt leitaði Eimskip að lausn sem myndi veita fyrirtækinu alhliða yfirsýn yfir orkunotkun og kolefnisfótspor. Slíkt myndi tryggja að skipin uppfylltu staðbundnar, svæðisbundnar og alþjóðlegar siglingareglur og dýrmæt rekstrargögn og skrár yrðu aðgengileg.

Lausnin kom frá Klöppum

Klappir hafa verið leiðandi í stafrænni umbreytingu á gagnaöflun og sjálfvirkri miðlun upplýsinga milli skipa og hafnar. Árið 2014 var Eimskip eitt af fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að innleiða Sustainable Shipping viðbótina í Sjálfbærnilausn okkar.

Fyrirtækið tók í notkun Klappir Sustainablility Platform, eða sjálfbærnilausn Klappa fyrir UFS-skýrslur og Sustainable Shipping (á landi) fyrir orkunýtingu og LogCentral (um borð) fyrir stafrænar dagbækur fyrir Marpol viðauka I-VI, MRV og DCS skýrslugerð.

Þessi stafræna heildarlausn fyrir allar rafrænar færslur gerir sjálfvirka miðlun stafrænna upplýsinga milli skipa og lands mögulega.

Gögnum er streymt frá upprunastað til gagnageymslu þar sem hægt er að vinna úr þeim áreiðanlegar upplýsingar sem sýna orkunotkun og gefa umhverfislega svipmynd af allri starfsemi fyrirtækisins.

Sjálfbærnilausn Klappa styður við ákvarðanatöku á öllum stigum og gerir Eimskip kleift að veita hagsmunaaðilum gagnsæjar og áreiðanlegar umhverfisupplýsingar, svo sem um kolefnisfótspor og koltvísýringslosun.

Eimskip hóf útgáfu UFS skýrslna árið 2016.

„Hugbúnaðarlausn Klappa býður upp á rauntíma eftirlit með rekstrarframmistöðu og afhjúpar umhverfisáhrif fyrirtækisins. Það skilgreinir ófjárhagslega þætti sem hafa áhrif á fótspor virðiskeðjunnar. Okkur tókst að draga úr losun, minnka úrgang og auka sjálfbærni allrar starfseminnar, þökk sé Sjálfbærnilausn Klappa.“

Eyþór H. Ólafsson @ Eimskip

Eimskip notar sjálfbærnilausn Klappa til að gera ársfjórðungs umhverfisskýrslur og árlegar sjálfbærniskýrslur. Með sjálfvirkri söfnun gagna er hægt að rekja uppruna gagna til birgja.

„Við teljum að Ísland eigi að vera í fararbroddi og taka framsækna nálgun í umhverfismálum. Íslenska ríkið gaf gott fordæmi þegar Umhverfisstofnun samþykkti stafrænar færslubækur Klappa árið 2018 og við erum stolt af því að vera meðal fyrstu flutningafyrirtækja í heiminum til að nota stafrænar færslubækur. Að auðvelda skjótan og greiðan aðgang að rekstrargögnum er brýnt umhverfismál.“

Falasteen Abu Libdeh @ Eimskip

Frábær árangur hingað til, en ferðin er rétt að byrja

  • Eimskip er meðal fyrstu flutningafyrirtækja í heiminum til að taka í notkun stafrænar færslubækur.
  • Milli 2015 og 2021 minnkaði kolefnisfótspor Eimskips um 18%, sem er bein afleiðing af markvissu átaki til að draga úr losun, þar á meðal stafrænni skráningu um borð og standast lögbundnar kröfur.
  • Sjálfvirkir ferlar koma í veg fyrir villur, gera áreiðanlegt birgðabókhald mögulegt og veita stöðugt upplýsingar um frammistöðu.

Sjálfbærniuppgjör
Sjálfbærniuppgjör 2021 (EN)
Sjálfbærniuppgjör 2020 (EN)
Sjálfbærniuppgjör 2019 (EN)
Sjálfbærniuppgjör 2018 (EN)

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
ÞG Verk byggingarfyrirtæki með áherslu á sjálfbærni
Íslandsbanki, hreyfiafl til góðra verka
Húsasmiðjan, stöðugar umbætur í umhverfismálum

Klappir21. mars 2022

Deila grein