Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

12. desember 2022 Grein

Getur virkilega verið auðvelt að safna UFS-gögnum og vinna með þau?

Gögn og gott samstarf er leiðin fram á við í grænum umskiptum. Klappir hefur nú komið sér vel fyrir í Danmörku með lausn sína, og hjálpar þar fyrirtækjum og stofnunum að vinna með UFS-gögn fyrir umhverfisbókhaldið og að gefa út sjálfbærnuppgjör.

Isabelle Broddén

Elnaz Ehsani, yfirmaður loftslags- og sjálfbærnimála hjá Bygma í Danmörku var kynnt fyrir hugbúnaðarlausn Klappa af samstarfsmanni sínum hjá Húsamiðjunni (Bygma á Íslandi). „Við þurfum ekki lengur að hugsa um hvernig við söfnum sambærilegum UFS-gögnum fyrir allt móðurfyrirtækið, jafnvel þvert á landamæri. Þegar okkur vantar gögn frá nýjum birgja bætum við honum við virðiskeðjuna okkar og Klappir sjá um að gögnin komi inn með nákvæmlega útreiknuðum losunarþáttum. Það þýðir að við getum byrjað á úrbótum í einstaka verslunum og gert öllu fyrirtækinu kleift að taka þátt í sjálfbærnivegferð okkar,“ segir Elnaz Ehsani.

Húsasmiðjan hefur notað Sjálfbærnilausn Klappa frá 2019 til að safna gögnum fyrir 14 verslanir sínar og gefa skýrslu til móðurfélagsins Bygma Group A/S. Til þess að aðlaga skýrslugerðina og fá aðstoð við gagnasöfnun byrjuðu Bygma í Danmörku og Svíþjóð að nota hugbúnað Klappa. Það hefur gert þeim auðvelt að fá yfirsýn yfir gögn, setja viðmið og finna hentugar lausnir fyrir verslanir sínar þvert á landamæri.

Allt samfélagið tekur þátt
Framtíðarsýn Klappa er að nýta mikið magn viðeigandi gagna skv. reglum um útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda (e. GhG Protocol), sem flest fyrirtæki nota til að bæta rekstur og skýrslugerð skv. tilskipun ESB. Gögn sem áður var safnað handvirkt hafa nú verið gerð stafræn skv. lagalegum skilyrðum um skráningu sem sífellt fleiri fyrirtæki falla undir.

Klappir var stofnað 2013 sem lausn til að hjálpa siglinga- og sjávarútvegsfyrirtækjum við að draga úr kolefnislosun og kostnaði í rekstri sínum. Með miklum stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja við Parísarsáttmálann 2015 jókst eftirspurn eftir stafrænum lausnum sem gætu hjálpað fyrirtækjum og stofnunum á sjálfbærnivegferð þeirra. Það var byrjunin á stafræna vistkerfinu sem í dag býður upp á auðveldar leiðir til að deila gögnum þvert á samfélagið.

„Við höfum prófað leiðirnar á Íslandi, litlu samfélagi þar sem opinberir og einkaaðilar eru hluti vistkerfisins. Líkanið virkar á Íslandi. Nú erum við að ná góðri fótfestu á danska markaðnum með líkanið og viðskiptavinir draga okkur inn á nýja markaði, þar sem fyrirtæki sækjast eftir sömu þjónustu,“ segir Isabelle Broddén, viðskiptaþróunarráðgjafi hjá Klöppum í Danmörku.

Einfaldur aðgangur að UFS-gögnum
Gagnasöfnun Klappa hefur aukist hratt fyrir allar gerðir fyrirtækja og stofnana og nær til allra flokka innan umfangs 1, 2 og 3, sem skilgreind eru í GhG bókuninni. Í vistkerfi Klappa eru nú 1200 fyrirtæki sem deila gögnum.

Hugbúnaður Klappa safnar saman öllum viðeigandi gögnum frá viðskiptavinum og birgjum og veitir nákvæma yfirsýn um CO2 útblástur þeirra, orkunotkun og aðrar breytur þar sem fyrirtækið hefur áhuga á að bæta stöðuna og fá skýrslur sem sannreyna má um starfsemi sína.

„Við sjáum um að öll viðeigandi gögn sem á þarf að halda séu aðgengileg á einum stað. Sjálfbærnistjórar og aðrir sem vinna með þessa hluti þurfa ekki lengur að sitja með Excel skjöl að kortleggja sjálfir gögn um notkun á t.d. rafmagni, vatni, hita og eldsneyti hjá 40 dótturfélögum víðsvegar um heim,“ segir Isabelle Broddén.

Kosturinn við virknimiðuð gögn
Klappir aðskilja sig frá öðrum UFS-lausnum með því að vera virknimiðað í stað þess að vera eyðslumiðað. Það gefur skv. GHL nákvæmari tölur, sem geta lýst umhverfisáhrifum fyrirtækisins á nákvæmari og ítarlegri hátt.

„Aðrar lausnir sem eru eyðslumiðaðar notast við fjárhagslegar lykiltölur af reikningi. Ákveðin upphæð sem fer í ákveðið eldsneyti samsvarar ákveðnum útblæstri. En það er ekki mjög áreiðanleg aðferð, vegna þess að hún er t.d. viðkvæm fyrir verðbreytingum. Ef þú hefur fengið 40% afslátt verður útblástur þinn auðvitað ekki þar með 40% lægri. Í staðinn lítum við á nákvæma notkun þína og raunverulega starfsemi. Þess vegna getum við tengt starfsemi þína við einstakar aðgerðir þannig að þú fáir yfirsýn yfir t.d. hvernig bílar eða fasteignir verði löguð út frá þeim viðmiðum, sem vistkerfið og hugbúnaðurinn geta veitt þér,“ segir Martin Kahl yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Klöppum.

Birgjar eru mikilvægir samstarfsaðilar
Markmið Klappa er að vinna náið með birgjum viðskiptavina. Birgjarnir eru mikilvægur hluti af vistkerfinu og eru álitnir mikilvægir samstarfsaðilar Klappa. „Þegar við fáum nýjan viðskiptavin inn í kerfið fáum við líka birgja hans inn og við greinum þær vörur sem þeir senda kúnnanum. Ef um eldsneytisbirgi er að ræða, könnum við t.d. hve mikið lífefni er í vörum viðkomandi til þess að sjá losunarþætti eins nákvæmlega og auðið er. Þegar þessari grunnvinnu er lokið eru virknigögnin sótt til þess að reikna út CO2,“ útskýrir Martin Kahl.

Kraftur í grænu umskiptunum
Fjölskyldan að baki Klöppum hefur enn ákvarðanavald í fyrirtækinu, en Klappir er skráð á Nasdaq First Nordic og gjaldinu til að nýta kerfið er viljandi haldið lágu. Það er mikilvægt fyrir Klappir að kerfið höfði til sem flestra mögulegra fyrirtækja og fjárfesta, sem geri sér grein fyrir kostum samstarfs um þau tól sem til þarf þannig að stofnanir og atvinnulíf geti í sameiningu sett kraft í grænu umskiptin með sjálfbærum fyrirtækjum.

Grein birt í Berlinske 29.11.2022

Isabelle Broddén12. desember 2022

Deila grein