Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

17. mars 2022 Frétt

2021 var frábært ár hjá Klöppum. Helstu tölur og niðurstöður ársreiknings.

Árið 2021 gekk mjög vel á öllum sviðum - notendum fjölgaði verulega eða um 50% á árinu sem er virkilega góður árangur og starfsemin öll orðin mjög skilvirk. Áfram verða okkar mikilvægustu verkefni að fjölga notendum hratt, styrkja innviði félagsins og tryggja fjármagn til vaxtar.

Klappir

“Frá upphafi hafa Klappir markvisst unnið að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til þess að halda utan um sjálfbærni og mynda stafrænt sjálfbærni vistkerfi. Á árinu 2021 fjárfestum við verulega í vöruþróun og markaðsmálum. Farið var í að endurhanna vörumerkið og byggja upp sérstakt markaðssvið sem kemur til með að leggja áherslu á stafræna markaðssetningu.

Við höfum einbeitt okkur að því að fjölga notendum í Danmörku, því þar er kominn góður grunnur til vaxtar. Frá Danmörku er ætlunin að fara inn í hin Norðurlöndin í áföngum eftir því sem þeir markaðir opna sig fyrir samvinnu við Klappir. Byggt á góðum viðtökum við lausn Klappa í Danmörku, var unnið að því að opna skrifstofu í Danmörku, Klappir Nordic, sem mun sjá um sölu og markaðsstarf á Norðurlöndunum.

Til að styrkja innviði félagsins var hafist handa við að innleiða ISEA 3000 kerfi sem heldur utan um starfsemina að hluta til, tæknina sem við þróum og öryggismál en ætlunin er að fá úttekt á kerfinu 2022. Einnig var alþjóðlega sjálfbærnifyrirtækið ISS-ESG fengið til að gera úttekt á starfsemi Klappa og staðfesti það að hún sé græn. Matið byggir á því að yfir 90% af tekjum fyrirtækisins kemur frá hugbúnaði þess, Sjálfbærnilausninni, sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Er þetta í fyrsta skipti sem sambærileg starfsemi hlýtur slíka staðfestingu frá viðurkenndum aðila líkt og ISS-ESG og því ljóst að um er að ræða mikla viðurkenningu fyrir Klappir.

Klappir þurfa að hafa aðgang að grænu vaxtarfjármagni í formi hluta-, skulda- og lánsfjár svo að tryggja megi langtímavöxt félagsins. Því settum við upp nýjan grænan fjármögnunarramma. ISS-ESG hefur gefið jákvætt ytra álit á þessum nýja græna fjármögnunarramma en þetta er í fyrsta skipti sem ISS-ESG gerir slíkt hér á landi. Grænn fjármögnunarrammi mun gera Klöppum kleift að sækja sér grænt fjármagn frá fjárfestum og lánastofnunum til að fjármagna starfsemi og vöxt fyrirtækisins. Þessi græni fjármögnunarrammi Klappa er mikilvægt skref í að opna aðgang að grænu vaxtarfjármagni hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Grænt vaxtarfjármagn gefur Klöppum tækifæri til að vinna áfram að grænni og sjálfbærari framtíð, vaxa og sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum.

Í dag eru Klappir drifkraftur í sjálfbærnimálum á Íslandi. Hundruð fyrirtækja og mörg sveitarfélög ásamt opinberum aðilum vinna með stafrænar sjálfbærnilausnir Klappa og nýta þær til að ná árangri í sjálfbærni. Þá teygir stafrænt vistkerfi Klappa sig út fyrir landsteinana og erlendir aðilar byrjaðir að tengjast innviðunum, nota hugbúnaðarlausnirnar og/eða að prófa sig áfram með reynsluaðgang.

Tækifæri Klappa til að vaxa erlendis eru mikil þar sem aðferðafræði Klappa er alþjóðleg og mikil vöntun er á stafrænum sjálfbærnilausnum til að halda utan um sjálfbærni hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Á komandi mánuðum og árum verður allt lagaumhverfi í kringum sjálfbærnimál styrkt, aukið eftirlit og kröfur til áreiðanleika, rekjanleika og gagnsæis uppgjöra verða hertar verulega. Auknar kröfur og skýr lagaumgjörð í kringum sjálfbærni hvetja fyrirtæki og sveitarfélög til að staðla gagnasöfnun, úrvinnslu á gögnum, greiningar og skýrslugjöf til hagaðila í gegnum Sjálfbærnilausn Klappa“.

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa

Lykilstærðir

 • Fjöldi notanda 6.000
 • Rekstrartekjur voru 380,1 mkr.
 • EBITDA af reglulegri starfsemi var 72,8 mkr. (19,2%)
 • Afskriftir og niðurfærsla voru 64,1mkr.
 • Hagnaður tímabilsins nam 6,8 mkr.
 • Heildareignir voru 504,8 mkr.
 • Heildarskuldir voru 83,3 mkr.
 • Eiginfjárhlutfall var 83,5%
 • Veltufjárhlutfall var 5,3
 • Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var 20

  Rekstur

Notendum fjölgaði um 50% á milli ára eða úr 4.000 á árinu 2020 í 6.000 notendur á árinu 2021.

EBITDA af reglulegri starfsemi samstæðunnar hækkaði úr 25,1 mkr. á árinu 2020 í 72,8 mkr. á árinu 2021. Rekstrartekjur samstæðunnar hækkuðu um 18,1% á milli ára eða úr 321,8 mkr. árið 2020 í 380,1 mkr. á árinu 2021.

Rekstrargjöld lækkuðu um 14,5% á milli ára eða úr 351,8 mkr. árið 2020 í 307,2 mkr. á árinu 2021.

Hagnaður samstæðunnar jókst um 117,9% á milli ára eða úr -37,6 mkr. árið 2020 í 6,8 mkr. árið 2021.

Efnahagur

Heildareignir voru 504,8 mkr. og eigið fé nam 421,5 mkr. Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 83,3 mkr.

Samþykkt ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Klappa grænna lausna hf. þann 17. mars 2022.

Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, Deloitte og er hann aðgengilegur á heimasíðu Klappa hf. undir Fjárfestar.Tengdar greinar:
Klappir 2021 Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021
Grænn fjármögnunarrammi
Stefnur og stjórnarhættir
Um okkur

Klappir17. mars 2022

Deila grein