Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

12. nóvember 2019 Grein

GHG reglurnar: skipulagsmörk

Þetta er önnur greinin í greinarflokki um fyrirtækjastaðal um losun gróðurhúsalofttegunda (e. GHG Emission Corporate Standard) og aðferðafræðina sem liggur að baki.

Klappir

Þetta er önnur greinin í greinarflokki um fyrirtækjastaðal um losun gróðurhúsalofttegunda og aðferðafræðina þar að baki. Fyrstu greinina má finna hér

Að setja skipulagsmörk

Að setja skipulagsmörk fyrir GHG Protocol Corporate Standard er hugsanlega mikilvægasta skref fyrirtækja í kolefnisbókhaldi og skýrslugerð um losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækjastaðallinn tiltekur tvær ólíkar aðferðir til að skilgreina skipulagsmörk sem notuð eru til að sameina og reikna út losun gróðurhúsalofttegunda. Nauðsynlegt er að velja þá aðferð sem best hentar rekstri fyrirtækis þar sem taka þarf tillit til lagaumhverfis.

Hafa skal í huga að báðar aðferðirnar geta átt við í ákveðnum tilvikum. Engu að síður er ráðlegt að velja aðra og halda sig við hana. Það skapar samræmi við birgðahald og skýrslugerð um losun gróðurhúsalofttegunda.

Rekstur getur falið í sér:

  • Hverskonar starfsemi í einkaeigu
  • Samrekstur
  • Dótturfélög
  • Annað

Í fyrstu greininni útskýrðum við í stuttu máli GHG Protocol Corporate Standard, kjarninn í fyrirtækjastaðlinum er losunarskrá gróðurhúsalofttegunda. Með því að skilgreina skipulags-, rekstrar- og tímamörk fyrir losunarskrá gróðurhúsalofttegunda á fyrstu stigum kemur í ljós hvaða losunaruppsprettur þarf að auðkenna og rekja nákvæmlega.

Skipulagsmörk geta þróast þegar fyrirtæki stækka. Nýlegt dæmi um þetta er Google sem stofnaði móðurfyrirtæki, Alphabet, árið 2015. Fyrirtækið Google varð dótturfélag fyrirtækisins Alphabet. Google hélt áfram að einbeita sér að rekstri leitarvélar (og auglýsingum), Chrome og Android, en Alphabet gat stofnað ný dótturfyrirtæki fyrir metnaðarfyllri verkefni, svo sem sjálfkeyrandi bíla, gervigreind og snjalllinsur.

Árið 2019 skilaði Google, sem þá var aðskilið frá Alphabet og dótturfyrirtækjum þess, sjálfbærniuppgjöri og skýrslum fyrir allt Alphabet fyrirtækið. Google hefur haft stöðuga skipulagsmörkun síðan 2013.

Að velja aðferð

Hlutdeildaraðferðin er skilgreind með hlutfalli af eigin fé fyrirtækis til að reikna út hlutdeild í losun gróðurhúsalofttegunda.

Önnur leið til að skoða þessa aðferð er að efnahagslegir hagsmunir stofnunar, eða umfang réttinda til áhættu og ávinnings sem myndast í rekstri, ráði því hlutfalli gróðurhúsalofttegunda sem stofnunin ber ábyrgð á gagnvart heildinni. Hlutdeildaraðferðin gæti kallað á samvinnu við bókhalds- eða lögfræðideild fyrirtækisins til að ákvarða hvaða hlutfall skuli miða við í hverju verkefni.

Stjórnunaraðferðin skilgreinir skipulagsmörk með nokkuð einfaldari hætti; stofnunin ber ábyrgð á allir losun (100%) gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sem hún hefur stjórn á eða hagnast á. Í stjórnunaraðferðinni eru hins vegar tveir valkostir; fjárhagsstjórn og rekstrarstjórn.

Fjárhagsstjórn skýrir sig sjálf – stofnun getur beitt fjárhags- og rekstrarstefnu til að hagnast á verkefni. Þess vegna á stofnunin að gera grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá umræddu verkefni.

Rekstrarstjórn er ólík, stofnun getur ákveðið og innleitt rekstrarstefnu í verkefni, en eignarhald er sameiginlegt. Svo vísað sé aftur í dæmið um Google, þá er Alphabet opinbert fyrirtæki með milljónir hluta í eigu milljóna einstaklinga. Stofnunin sem innleiðir rekstrarstefnu ætti að bera ábyrgð á allri losun (100%) gróðurhúsalofttegunda, þar sem hluthafar eftirláta stofnuninni stjórnina.

Ráðleggingar um bestu nálgunina: Þegar ákveða þarf hvaða nálgun skuli nota þegar skipulagsmörk eru sett er best að íhuga hvaða losun stofnunin ætti að bera ábyrgð á. Á þessu stigi er skynsamlegt að fá faglega aðstoð þar sem um gríðarlega mikilvæga ákvörðun er að ræða. Fyrirtæki sem fjárfesta í tíma og faglegri aðstoð við að velja rétt og nákvæm skipulagsmörk uppskera síðar í tíma- og vinnusparnaði, þurfa ekki að eyða tíma í endurmörkun og á fá nákvæmari gögn og mælingar.

Í leiðbeiningum um skipulagsmörk segir að „fyrirtæki gætu þurft að gera grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota bæði hlutdeildar- og stjórnunaraðferðir“ en slíkt fer eftir mismunandi markmiðum með birgðaskýrslum. Þetta á aðallega við stofnanir sem eiga mörg dótturfyrirtæki og þurfa að ákvarða bestu aðferðina til að sameina gögn um gróðurhúsalofttegundir.

Tvítalning er þegar tvö eða fleiri fyrirtæki vinna saman að verkefni en nota ólíkar aðferðir við að sameina gögn. Tvítalning skiptir kannski ekki máli þegar fyrirtækjum eða stofnunum er í sjálfsvald sett að gera grein fyrir losun, en slíkt verður að forðast í viðskiptakerfum og skýrslum sem lúta ákvörðunum stjórnvalda. Nánar verður fjallað um tvítalningu í næstu grein í þessum greinarflokki um skipulagsmörk, en þá verður kafað dýpra í hin þrjú ólíku svið skipulagsmarka.

Klappir grænar lausnir

Sjálfbærnilausn okkar er sérstaklega hönnuð til að vinna með og úr gögnunum og gera nákvæmar skýrslur sem standast alla GHG Protocol staðla. Hjá okkur starfar hópur frábærra ráðgjafa um kolefnisbókhald og skýrslugerð. Við aðstoðum þig við að setja skipulagsmörk með fræðslu og leiðbeiningum um val á viðeignadi aðferð til að halda kolefnisbókhald og gera skýrslur um losun gróðurhúsalofttegunda.

Hafðu samband í dag og fáðu skoðunarferð um sjálfbærnivettvanginn og við segjum þér nánar frá því hvernig við getum aðstoðað þig við að uppfylla GHG staðla.

Klappir12. nóvember 2019

Deila grein