Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

26. október 2022 Grein

Greenhouse Gas Protocol útskýrt og hvernig vinna skal með Umfang 3

Evrópusambandið hefur í auknum mæli lagt áherslu á sjálfbærni og samtímis þróað nýjar tilskipanir og reglugerðir til að sameina skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda. Evrópusambandið leitast við að samræma reglugerðir til að tryggja samanburðarhæfar skýrslur, þar sem ekki er aðeins tekið tillit til losunar fyrirtækjanna heldur einnig virðiskeðju þeirra.

Isabelle Broddén

Hvað er GHGP ? - Umfang 1, Umfang 2 og Umfang 3

Samkvæmt viðurkenndustu útreikningsaðferðinni fyrir losun, Greenhouse Gas Protocol (hér eftir kölluð GHGP), ættu fyrirtæki að skipta losun sinni í þrjú umföng. Líta má á útreikninga sem gerðir eru í samræmi við GHGP sem úttekt á losun til að skilja hvað í atvinnustarfsemi hefur mest áhrif á losun í rekstrinum.

Scopes_sm.jpg

Umfang 1: Nær yfir beina losun frá fyrirtækinu og felur í sér notkun á eldsneyti til að knýja áfram farartæki eða vélar, losun Bein losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá einingum/upptökum sem eru í eigu eða undir stjórn fyrirtækisins, t.d. bein losun s.s. eldsneyti á ökutæki fyrirtækis, losun frá iðnaðarferlum, rafstöðvum o.s.frv.

Umfang 2: Um er að ræða óbeina losun frá notkun orku sem framleidd er utan starfsemi fyrirtækisins, svo sem rafmagn, hitaveita, gas og gufa. Umfang 2 nær yfir orku sem fyrirtækið neytir og getur stýrir notkun á - en á ekki og framleiðir ekki sjálft. Losun í Umfangi 2 á sér stað á framleiðslustað (virkjun) þar sem orkugjafinn er framleiddur.

Umfang 3: Þetta Umfang nær yfir óbeina losun og er því skipt í 15 flokka. Umfang 3 mun líklega ná til 75-95% af heildarlosun fyrirtækisins. Flokkunum 15 í Umfangi 3 er ætlað að færa fyrirtækjum kerfisbundinn ramma til að mæla, stýra og draga úr losun yfir alla virðiskeðjuna. Flokkunum er stillt upp þannig að þeir útiloki hvern annan sem mun tryggja að ekki sé tvítalið í losun Umfangs 3 fyrir hvert fyrirtæki. Losun innan Umfangs 3 tengist bæði aðstreymi (upstream) og frástreymi (downstream) í virðiskeðjunni.

Hér að neðan má sjá flokkana 15 í Umfangi 3. Þar eru nokkur dæmi um starfsemi sem tilheyrir hverjum flokki og telst ekki vera losun skv. Umfangi 1 eða 2.

1. Aðkeypt vara og þjónusta:

 • Innkaup á skrifstofuvörum, mat fyrir mötuneyti, vörum til sölu til notenda eða efni til framleiðslu eins og timbur.
 • Kaup á gagnageymslu, hreingerningarþjónustu og annarri þjónustu.

2. Fastafjármunir (e. Capital goods):

 • Kaup á búnaði, vélum, byggingum, aðstöðu/rýmum og farartækjum sem notuð eru til að framleiða vörur eða veita þjónustu.

3. Eldsneyti og orkutengd starfsemi:

 • Kolavinnsla
 • Hreinsun á bensíni
 • Flutningur og dreifing á jarðgasi
 • Framleiðsla á lífeldsneyti.

4. Aðkeyptur (e.upstream) flutningur og dreifing:

 • Öll aðkeypt flutnings- og dreifingarþjónusta.
 • Flutningur á keyptum vörum frá aðal birgjum.

5. Sorp:

 • Úrgangur sem fellur til við daglegan rekstur eins og lífrænn úrgangur, almennur (óflokkaður) úrgangur, plast, pappi o.fl. Þar að auki flokkast hér losun frá meðhöndlun sorps, þ.e. losun vegna urðunar, brennslu, endurvinnslu eða annars.
 • Frárennsli frá rekstri.

6. Viðskiptaferðir:

 • Vegalengd sem starfsmenn ferðast með mismunandi samgöngutækjum eins og flugvélum, bílum, lestum o.s.frv. - þ.e. vinnutengdar ferðir.

7. Ferðir starfsmanna í og úr vinnu:

 • Vegalengd sem starfsmenn fara milli vinnu og heimilis á hjóli, með almenningsfarartækjum, í einkabíl o.fl.

8. Leigðar eignir:

 • Leigt skrifstofuhúsnæði og leigðir fyrirtækjabílar.

9. Notkun á Flutningur og dreifing sem tilheyrir frástreymis hluta (e. downstream):

 • Samgöngur viðskiptavina til og frá verslunum fyrirtækis.
 • Útakstur með vörur til viðskiptavina (e. last mile delivery).

10. Vinnsla eða meðferð seldrar framleiðslu:

 • Vinnsla á gleri (milliafurð) til að búa til vínflöskur (lokaafurð).

11. Notkun á seldri vöru:

 • Áætluð losun vegna rafmagnsnotkunar seldra raftækja á áætluðum líftíma þeirra.
 • Áætluð losun vegna eldsneytisnotkunar seldra ökutækja á áætluðum líftíma þeirra.

12. Meðferð seldrar vöru við lok líftíma hennar (e. end-of-life treatment):

 • Glerkrukkan er endurunnin en plastmiðinn fer í brennslu.

13. Útleigðar eignir í frástreymishluta (e. downstream):

 • Orkunotkun í byggingum sem leigðar eru öðrum fyrirtækjum.
 • Eldsneytisnotkun ökutækja sem eru leigð til annarra fyrirtækja.

14. Sérleyfishafar:

 • Sérleyfisgjafar eiga að greina frá losun sérleyfishafa í Umfangi 1 og 2.

15. Fjárfestingar:

 • Ef fyrirtæki fjárfestir 10% í öðru fyrirtæki er það ábyrgt fyrir 10% af losun fyrirtækisins sem fjárfest var í.
 • Fjármálastofnanir þurfa að auki að taka til sín (í sitt uppgjör) losun frá viðskiptalánum, húsnæðislánum, verkefnafjármögnun o.s.frv.

Fyrirtæki hafa almennt mikinn áhuga á því að vinna með Umfang 3 þar sem þar verður jú til stór hluti af losun þeirra. Það er þó skynsamlegt að byrja á því að reikna út Umfang 1 og Umfang 2 áður en byrjað er á því að vinna með Umfang 3 því að Umfang 3 krefst oft mun meiri vinnu og getur verið ansi flókið að vinna með. Þegar fyrirtækið hefur náð stjórn á eða yfirsýn yfir losun í Umfangi 1 og 2 er hægt að taka nokkur skref sem hjálpa til við að hefja vinnuna með Umfang 3.

Hvernig takast skal á við Umfang 3:

1. Skilningur á mikilvægustu losuninni í Umfangi 3: Byrjaðu á því að fara í gegnum hvern flokk í Umfangi 3. Áttaðu þig á því hvaða flokkar tengjast starfsemi fyrirtækisins og skrifaðu þá niður.

2. Gerðu forgangslista: Flokkunum ber að raða í forgangsröð til að skilja mikilvægi þeirra. Það er æskilegt að raða flokkunum með því að meta gróflega CO2 losun þeirra og það er gott að gera með kostnaðar miðuðu aðferðinni/útreikningi (e. Spend based method) s.s. mati á keyptu vörumagni/einingum og margfalda það með CO2 stuðlum gerir að hægt er að raða þeim í samræmi við hlutfall þeirra af heildar CO2 losun fyrirtækisins. Hins vegar, ef þú þekkir ekki þessa aðferð, þá er einnig hægt að meta flokkana með nokkrum öðrum breytum til að fá yfirsýn yfir mikilvægi þeirra; eins og magn keyptra eininga, hvaða áhrif það hefur á reksturinn, áhættuna sem það hefur í för með sér eða einfaldlega dýrustu flokkarnir í þínum rekstri. Þegar þú veist hverjir stærstu eða mikilvægustu flokkarnir eru muntu eiga auðveldara með að ákveða hvaða flokkum skal byrjað á. Þú vilt að þetta skref leiði til uppstillingar á forgangslista varðandi áhrifa losunar í Umfangi 3 og gefi þér hugmynd um hagkvæmni þess að safna gögnunum.

3. Ákveddu aðferðafræðina: Mismunandi aðferðir þarf sennilega til að safna gögnum í flokkunum í Umfangi 3. Aðferðirnar sem þú velur fara eftir framboði og gæðum gagna og þeirri nákvæmni sem óskað er eftir. Þú skalt almennt séð byggja nálgun þína á því hvort þú viljir meiri gæði og nákvæmara bókhald, eða látir nægja að hafa kostnaðarmiðuð gögn (e. Spend based) sem byggjast meira á mati en er jafnframt auðveldara að meðhöndla og safna. Ákvörðunin ætti að byggjast á tímaramma gagnasöfnunar og því hversu marga flokka þú vilt taka fyrir.

4. Búðu til vegvísi: Þegar þú hefur skýra mynd af flokkunum þínum þarftu að ákveða hvort þú viljir einbeita þér að stærsta flokknum fyrst, eða fara í einfaldari nálgun. Almennt er ráðlagt að einbeita sér að einum eða nokkrum flokkum í einu og gera vegvísi fyrir hvaða flokka þú vilt taka með í næstu skýrslu. Skynsamlegt væri fyrir banka að einbeita sér eingöngu að flokki 15. - fjárfestingum - þar sem þær geta myndað 90% af losun fyrirtækisins. Ef að stærsti flokkurinn krefst mikillar vinnu og takmarkaður tími er til gagnaöflunar getur hins vegar verið skynsamlegt að byrja á nokkrum minni og auðveldari flokkum. Þó að smærri flokkar bankans gætu leitt til aðeins 10% af heildarlosun í bili, gæti vinnan með þá flokka verið gott tækifæri að læra hvernig á að nálgast mismunandi gerðir útreikninga fyrir skýrslugerð næsta árs og því einnig góð byrjun. Að reyna að gera allt í einu gæti leitt til slæmra gagna eða of mikið vinnuálags.

5. Hafðu gagnsæi í skýrslugerð: Ef þú ert ekki með öll gögn sem þarf, eða ef það eru einhverjar efasemdir um gögnin sem safnað er, þá er best að gera athugasemdir við þetta og segja sannleikann. Það er í lagi að þú gerir skýrslu gerða með kostnaðarmiðuðu aðferðinni, eða að þú hafir aðeins getað safnað gögnum um sumar vörur og þjónustu sem þú hefur keypt. Hins vegar verður þú að vera heiðarlegur með þetta í skýrslu þinni og láta lesendur vita um umfang og gæði gagna sem safnað er.

Rétt gagnastjórnun getur hjálpað þér að hefja GHGP bókhald þitt eða betrumbæta það. Klappir hefur mikla reynslu af því að safna, greina og búa til skýrslur úr hátíðni gögnum um losun koltvísýrings.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira.

Grein birt á vef Dansk Industry 18.10.2022 (DK)

Isabelle Broddén26. október 2022

Deila grein