Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

14. janúar 2022 Árangurssaga

Hagar, leiðandi afl á íslenskum dagvörumarkaði

Hagar eru fjölskylda af fyrirtækjum sem að starfa á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Öll fyrirtæki Haga hafa það markmið að veita framúrskarandi þjónustu, selja gæða vörur á sanngjörnu verði og hafa um leið eins jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag og mögulegt er.

Klappir

Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki sem starfar á íslenskum dagvöru- og eldsneytismarkaði og rekur 38 verslanir innan 2 matvöruverslanakeðja auk 2 vöruhúsa. Ennfremur reka Hagar í gegnum Olís 26 bensínstöðvar um allt land auk 43 ÓB-stöðva. Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæðar einingar og hafa því fjölbreytt rekstrarlíkön og menningu. Kjarnastarfsemi Haga er í dagvörugeiranum og á félagið tvö af stærstu dagvöruverslunum landsins, Hagkaup og Bónus, auk þjónustufyrirtækja á sviði innkaupa og dreifingar. Auk þess reka Hagar sérvörusvið innan Hagkaups og ZARA fataverslun í Smáralind.

Af hverju Klappir?

Hagar og dótturfélög hafa um langt árabil verið meðal fremstu fyrirtækja landsins þegar kemur að umhverfismálum. Í verslunarkeðjum Haga er unnið að því að draga úr matarsóun, auka sorpflokkun, minnka plastnotkun og minnka orkunotkun almennt. Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman á árinu en öll losun sem stafar bæði beint og óbeint af rekstri félagsins er kolefnisjafnaður í samstarfi við Kolvið og Landgræðsluna.

Árið 2018 ákváðu Hagar að byrja að einbeita sér að umhverfisþáttum innan starfseminnar en skorti eins og mörg önnur fyrirtæki yfirsýn yfir alla losunarþætti innan starfseminnar. Eins og önnur fyrirtæki í greininni vildu Hagar vita hvernig þau gætu dregið úr umhverfisáhrifum sínum til að geta bætt úr þeim.

Í kjölfarið voru sett ný markmið fyrir rekstur félagsins en þau tengjast mikilvægustu hagsmunaaðilum þess, þ.e. viðskiptavinum sem Hagar lofa að muni alltaf skila meiru fyrir minna, starfsmenn til að skapa eftirsóknarverðan vinnustað og hluthafa sem vilja fá sanngjarnan arð af fjárfestingu. Að lokum voru sett markmið um að starfsemi Haga stuðlaði að betra samfélagi í víðum skilningi, allt frá umhverfisfótspori og samstarfi við birgja og framleiðendur.

Að þurfa að bæta eitthvað sem er óljóst er krefjandi, en þar koma Klappir inn í myndina, Sjálfbærnilausn Klappa veitir stuðning og aðgang að verkfærum, sjálfvirkri söfnun gagna frá þjónustuaðilum, s.s. úrgangi, eldsneyti, hita, vatni og fleira. Alltaf er litið á fyrsta árið sem grunnár og síðan geta endurbæturnar hafist af alvöru. Í kjölfarið hafa Hagar nú birt sjálfbærniyfirlýsingar sínar fyrir árið 2019 og 2020.

Árangur

Hagar hafa metnað til að vera áfram öflugur aflvaki betra samfélags.

Á síðustu tveimur árum hafa Hagar stigið afgerandi skref til að skilgreina samfélagslegar áherslur Haga nánar, einkum í tengslum við ábyrga neyslu, sjálfbærni, eflingu nýsköpunar og jafnréttis, en Hagar fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Heildarkolefnisfótspor Haga samstæðunnar fyrir árið 2020 er 4.402,2 tonn af CO2 (ígildum) samanborið við 4.535,8 tonn af CO2 (ígildum) árið 2019, sem jafngildir 2,9% samdrætti á milli ára.

Hagar kolefnisjafnar rekstur samstæðunnar í annað sinn, alls 4.402,2 tonn af CO2, m.a. með gróðursetningu 20.222 trjáa. Mótvægisaðgerðir með skógrækt eru unnar í samvinnu við Kolvið og hafa allar rekstrareiningar samstæðunnar, að Olís undanskildum, samið við Kolvið um jarðvegsbindingu og auðgun gróðurvistkerfa með skógrækt. Mótvægisaðgerðir Olís eru unnar í samvinnu við Landgræðsluna og hófst sú samvinna fyrst árið 1992.

Ummæli

"Hagar hafa notað mælingar frá Sjálfbærnilausn Klappa síðan 2018 með frábærum árangri. Lausnarpallurinn gerir okkur kleift að safna þeim upplýsingum sem við þurfum til að birta NASDAQ UFS leiðbeiningarnar á öruggan og einfaldan hátt, en ennfremur er Sjálfbærnilausn Klappa grunnurinn fyrir okkur að setja mælanleg markmið þegar kemur að því að draga úr sóun í rekstri, td sóun á orku, vatni, hita eða eldsneyti. Samstarf okkar við Klappir hefur gengið vel og þjónustan er til fyrirmyndar."

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga hf.

Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör Haga 2020

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
Arion Banki, áhersla á umhverfis- og félagsþætti
Íslandsbanki, hreyfiafl til góðra verka
Húsasmiðjan, stöðugar umbætur í umhverfismálum

Klappir14. janúar 2022

Deila grein