Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

10. mars 2022 Árangurssaga

Húsasmiðjan, stöðugar umbætur í umhverfismálum

Húsasmiðjan á sér yfir hálfrar aldar langa viðskiptasögu á Íslandi og er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjan veitir Íslendingum alhliða þjónustu á byggingavörumarkaði og starfsemi hennar nær til landsins alls.

Klappir

Húsasmiðjan býður upp á breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði um allt land og rekur 14 verslanir undir merkjum Húsasmiðjunnar. Auk þess eru starfræktar 10 verslanir Blómavals, Ískraft, heildverslun HGG og eru þessar verslanir samtals 30 á landsvísu.

Húsasmiðjan er hluti af BYGMA

Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.100 manns í meira en 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingavörukeðjum í Danmörku.

Af hverju Klappir?

Húsasmiðjan notar Sjálfbærnilauns Klappa til að safna sjálfvirkt gögnum í rauntíma frá þjónustuaðilum. Þar á meðal eru gögn um förgun úrgangs og notkun á rafmagni, eldsneyti, hita og vatni. Húsasmiðjan notar lausn Klappa til að meta frammistöðu verslana í sjálfbærni og koma auga á tækifæri til að bæta og draga úr sóun.

Húsasmiðjan áformar að auka við kolefnisbókhald sitt fyrir árið 2021 þannig að það nái yfir fleiri svið og bæta við í umfangi 3, ss. flutning á innfluttum vörum. Lykillinn að velgengni þeirra er þáttaka starfsmanna. Húsasmiðjan hefur veitt verslunarstjórum takmarkaðan aðgang að Sjálfbærnilausninni, þar sem þeir geta séð hvernig verslun þeirra stendur sig miðað við aðrar verslanir. Með þessu vonast Húsasmiðjan til að skapa vinnustað þar sem starfsmenn leitast við að ná enn meiri árangri í umhverfismálum, sérstaklega endurvinnslu og lágmörkun á sóun.

Árangur

Á milli 2019 og 2021 náði Húsasmiðjan lækkun á:

  • Losun gróðurhúsalofttegunda: Heildarlosun Húsasmiðjunnar var 880 tCO2ig. árið 2021. Í umfang 1 og 2 nam losun 513 tCO2íg. Heildarlosun Húsasmiðjunnar hefur minnkað um 16% frá árinu 2019. Miðað við tekjur hefur losun gróðurhúsalofttegunda dregist saman um 40% frá árinu 2019.
  • Losun úrgangs hefur minnkað um 18% frá grunnári (2019).
  • Kolefnisjöfnun: Húsasmiðjan hefur jafnað losun á umfangi 1 og 2 með jöfnunaraðgerðum í skógrækt og endurheimt votlendis í gegnum Kolvið og Votlendissjóð. Heildar kolefnisjöfnunarráðstafanir Húsasmiðjunnar námu 513 tCO2íg.

Ummæli

“Húsasmiðjan vinnur eftir föstum stefnum sem heyra undir sjálfbærni. Við vinnum eftir formlegri umhverfisstefnu, formlegri mannauðsstefnu, erum með jafnlaunavottun og leggjum áherslu á jafnrétti kynjanna, ásamt því að hafa ákveðin leiðarljós og kjarnagildi. Húsasmiðjunnar. Við hlúum vel að fólkinu okkar, umhverfinu og framtíðinni sem allt helst í hendur við rekstrarhagnað. Við erum stöðugt að leita leiða til að spara orku, draga úr sóun og vinna í sem mestri sátt við umhverfi fyrirtækisins. Húsasmiðjan hefur um nokkurra ára skeið verið í samstarfi við Klappir um mælingar á orkunotkun starfseminnar og sorpförgun á starfsstöðvum. Sjálfbærnilausn Klappa safnar rauntímagögnum beint frá þjónustuaðilum okkar og reiknar einnig út kolefnisfótspor starfseminnar. Og það er ánægjulegt að segja frá því að Húsasmiðjan hefur bætt sig í flestum þessum þáttum síðan mælingar hófust.“

Jón Þórir Þorvaldsson, verkefnastjóri, ESG ábyrgð hjá Húsasmiðjunni ehf.

Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör 2021 (EN)

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
ÞG Verk byggingarfyrirtæki með áherslu á sjálfbærni
Kópavogur, gagnadrifin nálgun að sjálfbærni
January 14, 2022 Árangurssaga Hagar, leiðandi afl á íslenskum dagvörumarkað

Klappir10. mars 2022

Deila grein