Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

12. apríl 2022 Grein

Hvers vegna er tímabært að huga að CSRD?

CSRD er tilskipun sem ESB mun innleiða á næstu árum í stað NFRD tilskipunarinnar. Með tilskipuninni verða fleiri fyrirtæki skyldug til að skila ítarlegum og víðtækum sjálfbærniskýrslum.

Isabelle Broddén

Hvað er CSRD og hvers vegna er það mikilvægt?

CSRD stendur fyrir Corporate Sustainability Reporting Directive. CSRD er tilskipun frá Evrópusambandinu sem á að tryggja að fyrirtæki skili sjálfbærniskýrslum sem uppfylla rétta staðla. CSRD leysir af hólmi NRFD (Non-Financial Reporting Disclosure), um skýrslugjöf með ófjárhagslegum upplýsingum, sem er núgildandi tilskipun um sjálfbærniskýrslur/uppgjör í ESB fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærð. Nýja tilskipunin mun fela í sér umhverfis-, félags- og stjórnarþætti (UFS) til að ná yfir stefnu, áhættuþætti og áhrif á jörðina og samfélagið.

European Financial Reporting Advisory Group (EFRAG) gerði drög að nýja staðlinum og gert er ráð fyrir að Evrópuþingið og aðildarríkin komist að niðurstöðu um endanlegan lagatexta fyrir mitt ár eða í lok árs 2022. Tilskipunin mun taka gildi árið 2024 og ná til reikningsársins 2023. Því er mikilvægt að kynna sér tilskipunina hið fyrsta.

Þörf fyrir nýja tilskipun

Í dag eru ákveðnir vankantar á upplýsingagjöf fyrirtækja og staðfestingu á sjálfbærniskýrslum. Þar af leiðandi geta hagsmunaaðilar, neytendur og fjárfestar ekki aflað fullnægjandi upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að taka upplýstar ákvarðanir. Sem dæmi má nefna að fjárfesta skortir áreiðanlega yfirsýn yfir þá áhættu sem fyrirtæki kunna að taka varðandi sjálfbærni, en slíkt hefur áhrif á viðleitni fjárfesta til að byggja upp sjálfbært eignasafn.

Tilgangurinn með nýrri tilskipun er að skýrslur verði samræmdar, áreiðanlegar og samanburðarhæfar. CSRD er ætlað að skipa sér í röð með öðrum frumkvæðisverkefnum ESB, einkum reglugerðinni um sjálfbærni fjármagns Sustainable Finance Disclosure Regulation (SFDR) og Taxonomy Regulation, þannig að allar tilskipanir og löggjöf ESB um sjálfbærni séu einróma. Rétt er að benda á að mikil áhersla er lögð á aukna nákvæmni og áreiðanleika í sjálfbærniskýrslum. CSRD verður fyrsta tilskipunin sem krefst fullgildingar þriðja aðila á upplýsingum um sjálfbærni.

Hverjum er skylt að framfylgja CSRD?

Nýja tilskipunin mun ná til 49.000 fyrirtækja, en einungis 11.000 fyrirtæki lúta nú NFRD. CSRD mun því ekki aðeins gera meiri kröfur heldur einnig ná yfir fleiri fyrirtæki.

Fyrirtækin sem falla undir CSRD:

Öll skráð fyrirtæki (þar á meðal lítil og meðalstór fyrirtæki)
Öll fyrirtæki sem uppfylla tvö af þremur skilyrðum:

  • Heildarefnahagsreikningur er 20 milljónir evra (eða hærri)
  • Hreinar tekjur eru 40 milljónir evra (eða hærri)
  • Yfir 250 starfsmenn (eða fleiri)

Fyrirtæki sem teljast stór samkvæmt nýrri flokkun skulu haga skýrslugjöf samkvæmt tilskipuninni árið 2024, en gert er ráð fyrir að lítil og meðalstór fyrirtæki uppfylli tilskipunina árið 2026. Til að minnka álag á lítil og meðalstór fyrirtæki verður þeim heimilt að tilkynna samkvæmt einfaldari stöðlum en gilda um stór fyrirtæki.

Hefur tilskipunin áhrif á þitt fyrirtæki?

Einfalda svarið er já, en eftirfarandi dæmi sýnir mikilvægi tilskipunarinnar.

Eftir því sem tilskipanir, kröfur og áhugi á sjálfbærni eykst, eykst þörfin til að fylgja þróun markaðarins. Fyrirtæki sem ekki eru tilkynningarskyld samkvæmt CSRD geta verið útilokuð frá fjárfestingarsöfnum nema þeim takist að tilkynna sjálfbærni sína með öðrum fullnægjandi hætti.

Ef ófjárhagsleg upplýsingagjöf fyrirtækja er ekki fullnægjandi getur skapast gjá milli fyrirtækja og samfélags varðandi ábyrgð. Traust og eftirspurn minnka sem og ánægja neytenda. Skortur á gagnsæi og ábyrgð veldur meiri áhættu í fjárfestingum og virðiskeðju og hindrar aðgang að fjármagni og fjárstreymi sem er sérsniðið að sjálfbærniviðleitni. Þróun nýrra tilskipana mun því hafa óbein áhrif á öll fyrirtæki, stofnanir og ríkisstofnanir innan ESB og EES.Tengdar greinar:
Stafrænar lausnir sem stuðla að sjálfbærni
Sjálfbærni þróun og umræða 2022

Isabelle Broddén12. apríl 2022

Deila grein