Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

21. júní 2022 Grein

Hvers vegna skipulagsheildir ættu að meta virðiskeðju sína

Skipulagsheildir geta fylgst með virðiskeðju sinni með því að senda út sjálfbærnimat á aðila í keðjunni. Með því geta þær líka beitt áhrifamætti sínum, á góðan og jákvæðan hátt og geta í framhaldi valið úr virðiskeðju sinni þau félög sem eru fýsilegust fyrir reksturinn þegar kemur að UFS þáttum.

Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir

Starfsemi fyrirtækja og stofnana er sífellt að færast í átt að aukinni áherslu á umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Stafar þetta meðal annars af þrýstingi frá neytendum og fjárfestum en sýnt hefur fram á að orðsporsáhætta hafi mikið að segja um afkomu fyrirtækja í dag. Jafnframt kemur þrýstingur frá löggjafarvaldinu um aukna áherslu í sjálfbærni.

Ný löggjöf frá Evrópusambandinu á sjóndeildarhringnum
Evrópusambandið hefur ákveðið að herða núverandi löggjöf í kringum UFS upplýsingagjöf strax í janúar 2023 sem mun hafa áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. SFDR löggjöfin skyldar stjórnendur fjármálastofnana meðal annars til að upplýsa um áhættur sem snúa að sjálfbærni og hvernig tekið er tillit til þess í fjárfestingaferlinu, hvaða UFS mælikvarða eru notaðir og hvernig fjárfestingaákvarðanir eru metnar sem hafa mögulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér þegar kemur að sjálfbærni. EU Taxonomy hefur það að markmiði að leiðbeina mögulegum fjárfestingum í átt að starfsemi sem stuðlar að kolefnishlutleysi. Að huga að UFS þáttum er þar af leiðandi góð leið til að kortleggja langtíma afkomu fyrirtækis og farsæld þess í viðskiptaumhverfi sem þarf sífellt að huga betur að loftslagstengdri áhættu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.

Skipulagsheildir eru flestallar háðar sambandi sínu við önnur félög. Til að mynda eru fyrirtæki sem starfa í heildsölu og smásölu mikið til háð samstarfi við aðra birgja og fjármálastofnanir treysta á góðan rekstur þeirra félaga sem þau velja að fjárfesta í. Þar af leiðandi getur áhætta stafað af því að fylgjast ekki með virðiskeðju sinni á grundvelli UFS þátta, það þýðir að ekki er verið að fylgjast með mögulegri áhættu í ytra umhverfi fyrirtækis. (Með virðiskeðju er átt við þau félög sem hafa bein eða óbein áhrif á starfsemi fyrirtækisins.)

Hvernig hægt er að fylgjast með virðiskeðjunni
Skipulagsheildir geta fylgst með virðiskeðju sinni með því að senda út sjálfbærnimöt. Þannig beita þær líka því valdi sem þær hafa með góðu móti og geta í framhaldi valið úr virðiskeðju sinni þau félög sem eru fýsilegust fyrir rekstur sinn þegar kemur að UFS þáttum. Jafnramt getur það að senda út sjálfbærnimöt til fyrirtækja haft hvetjandi áhrif á þau sem eru styttra á veg komin í að setja sér markmið um að gera betur og halda í við keppinauta sína. Að huga að sjálfbærniþáttum fyrirtækis síns og þeirra þátta sem hafa bein eða óbein áhrif á starfsemi þess er þar af leiðandi mikilvæg áhættustýring og jafnframt góður og siðlegur rekstur.

Tengdar greinar:
Hvers vegna er tímabært að huga að CSRD?
Sjálfbærni þróun og umræða 2022

Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir21. júní 2022

Deila grein