Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

4. apríl 2022 Árangurssaga

Íslandsbanki, hreyfiafl til góðra verka

Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri.

Klappir

Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.

Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ.

Afhverju Klappir?

Það eru þrjú ár síðan bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu og kynnti í kjölfar hennar nýja stefnu þar sem yfirlýst hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka. Sjálfbærnilausn Klappa var innleidd árið 2019 og Íslandsbanki hefur unnið með Klöppum síðan og sjálfbærniyfirlýsingar Íslandsbanka eru byggðar á gögnum beint úr hugbúnaði Klappa.

Íslandsbanki leitast við að skapa jákvætt fordæmi með því að vera aðgerðadrifinn og öðlast þannig og viðhalda trausti viðskiptavina. Bankinn er í virkum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila um ábyrga viðskiptahætti sem er eitt af lykilatriðum þess að Íslandsbanki sé jákvætt hreyfiafl í samfélaginu.

Til að geta skilið sjálfbærni stöðu bankans og haldið áfram þurfti Íslandsbanki að fá yfirsýn yfir alla UFS-þætti og Sjálfbærnilausn Klappa uppfyllti öll skilyrði í valferlinu. Þar var annars vegar átt við grunnstarfsemi bankans, að taka við sparnaði og lána til arðbærra og verðmætaskapandi verkefna, en einnig var átt við aukna sjálfbærni í allri starfsemi bankans. Sjálfbærnilausn Klappa aðstoðar bankann bæði í daglegum rekstri og langtímasýn bankans.

Árangur

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda Íslandsbanka var 723,1 tCO2íg. árið 2021. Losun í umfangi 1 og 2 nam 110,9 tCO2íg. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sambærilegra þátta dróst saman um 20% úr 475 árið 2020 í 381 tCO2íg. árið 2021.

Kolefnisjöfnun: Íslandsbanki hefur jafnað starfsemi sína að fullu með vottuðum kolefniseiningum frá CDM sem og jafnað með endurheimt votlendis.

Meðhöndlun úrgangs: Heildarlosun frá úrgangi sem til fellur í rekstri dróst saman um 44%, aðallega vegna hækkunar á hlutfalli endurunninnar úrgangs sem fór úr 59% í 70%.

Ummæli

„Þetta er kannski svolítil klisja, en sjálfbærni er vegferð. Við erum alltaf að læra meira og fá betri gögn, mælingar og samanburð og setja markið hærra,“ segir Kristrún. „En út frá umhverfismálum hefur rekstur bankans verið kolefnishlutlaus síðan árið 2019 og í fyrra tókum við ákvörðun um að stefna að fullu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, ekki bara í rekstri, heldur líka í útlánum og fjárfestingum.

Við erum nýbúin að klára mælingar á kolefnisspori lána- og eignasafnsins og út frá því vitum við að kolefnisfótspor þess á einum degi er svipað og kolefnisfótspor reksturs bankans á heilu ári. Þetta undirstrikar það sem við vissum, að það eru tækifæri til að vera raunverulegt hreyfiafl og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri á þeirri eigin sjálfbærnivegferð."

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka

Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör 2021
Takmörkuð ábyrgð, (e. limited assurance)

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
Arion Banki, áhersla á umhverfis- og félagsþætti
Hagar, leiðandi afl á íslenskum dagvörumarkaði
Origo er leiðandi norrænt upplýsingatæknifyrirtæki

Klappir4. apríl 2022

Deila grein