Deila grein
Klappir Nordic stofnað og opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn
Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir grænar lausnir hefur stofnað dótturfélagið Klappir Nordic ApS og opnað skrifstofu í Kaupmannahöfn. Tveir starfsmenn hafa þegar verið ráðnir á skrifstofu Klappa Nordic sem er í fallegri byggingu við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.
,,Við höfum fengið góðar viðtökur í Danmörku síðustu mánuði og því var ákveðið að stofna Klappir Nordic. Þar eru nú starfandi tveir starfsmenn félagsins, þau Martin Kahl og Isabelle Broddén, sem munu þjónusta Norðurlöndin. Þau hafa hafa bæði víðtæka reynslu í þessum geira. Við bindum miklar vonir við að styrkja stöðu okkar enn frekar á Norðurlöndunum með stofnun Klappa Norcic," segir Anton Sigfússon, framkvæmdastjóri vaxtar og sjálfbærni hjá Klöppum.
Grænar lausnir Klappa miða meðal annars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum að byggja upp innviði á sviði upplýsingatækni til að takast á við miklar áskoranir sem framundan eru í umhverfismálum, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr mengun. Þar er Parísarsamkomulagið áhrifamikið en það er fyrsti lagalega bindandi alþjóðasamningur sem gerður hefur verið til að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda og hægja á hlýnun jarðar.
,,Klappir starfa á markaði sem mun vaxa verulega á komandi árum og er hnattrænn. Grænar lausnir Klappa eru leiðandi hvað varðar tækni og fjölbreytileika og munu því verða eftirsóttar um allan heim í hratt vaxandi markaði og tækifærin til vaxtar verða því mörg. Viðskiptastefna okkar er skýr og eins leiðarljós okkar inn í framtíðina. Klappir munu dreifa hugbúnaðarlausnum sínum á alþjóðlegum mörkuðum í samstarfi við samstarfsaðila sem hafa þekkingu og reynslu af mörkuðum sem eru annars vegar svæðisbundnir og hins vegar bundnir atvinnugreinum," segir Jón´Agust Þorsteinsson, forstjóri Klappa.
Mynd: Martin Kahl og Isabelle Broddén starfsmenn Klappa Nordic í Kaupmannahöfn.
Tengdar greinar:
Hvers vegna er tímabært að huga að CSRD?
Klappir flytja í Kópavoginn
2021 var frábært ár hjá Klöppum. Helstu tölur og niðurstöður ársreiknings
Deila grein