Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

24. nóvember 2020 Frétt

Klappir og Iskraemeco vinna til verðlauna

Í gegnum tíðina hafa borgir verið drifkraftur breytinga og nýsköpunar. Í dag gegna þær einu mikilvægasta hlutverkinu í baráttunni við loftslagsvandann, með því að nýta lausnir sem draga úr vandanum og hjálpa þeim að verða kolefnishlutlausar.

Anton Birkir Sigfússon

Borgin Ljubljana, ásamt CER, samstarfi um sjálfbært hagkerfi, skipulögðu loftslagsmót til að leita eftir og kveikja hugmyndir til að takast á við alþjóðlegar umhverfisáskoranir. Viðburðurinn fór fram dagana 10.–13. nóvember 2021 og var haldinn undir regnhlíf Global Climathon í 145 borgum.

Hugmyndavinnan hófst á því að skoða þarfir borgarinnar, íbúa og annarra hagsmunaaðila og greina ítarlega. Hvernig geta íbúar og fyrirtæki hjálpað borginni að draga úr neyslu og koltvísýringslosun? Hvernig er hægt að kveikja áhuga á að auka orkunýtingu og á umhverfismálum? Hvernig er hægt að hvetja einstaklinga til að breyta venjum sínum?

Með því að sameina þekkingu og skilning á sjálfbærum lausnum fundu Klappir og Iskraemeco leið til að takast á við alþjóðlegar umhverfisáskoranir og mögulega virkja íbúa og fyrirtæki til að skapa kolefnishlutlausa borg í sameiningu. Hugmyndin um Grænu mörgæsina fæddist.

Græna mörgæsin (e. Green Penguin) byggir á notkun starfrænnar tækni í leikjavæðingu (e. gamification) til að auka umhverfis- og sjálfbærnilæsi barna og með því draga verulega úr CO2-fótspori borgarinnar.

Hugmyndin bar sigur úr býtum í keppninni og er nú tilnefnd til Global Climathon verðlaunanna.

Klappir þakka Iskraemeco fyrir samstarfið og óskar hinum góða hópi sérfræðinga sem vann dag og nótt við verkefnið innilega til hamingju.

Tengdar greinar:
Klapp­ir hljót­a sjálf­bærn­i verð­laun Fram­kvæmd­a­stjórn­ar Evróp­u
Loftslagsþing Grunnskóla Reykjavíkur

Anton Birkir Sigfússon24. nóvember 2020

Deila grein