Fara á forsíðu
Go to frontpage

Deila grein

30. júní 2022 Frétt

Klappir semja um græna fjármögnun við Nordic Environment Finance Corporation

Klappir og Nefco (Nordic Environment Finance Corporation) komist að samkomulagi um grunndrög að lánaskilmálum á grænu láni sem ætlað er til að styðja við vöxt Klappa erlendis.

Ólöf Ásta Ólafsdóttir

Alþjóðlega sjálfbærnifyrirtækið ISS ESG hefur gert úttekt á starfsemi Klappa grænna lausna hf. og staðfest að hún sé græn. Matið byggir á því að yfir 90% af tekjum fyrirtækisins kemur frá hugbúnaði þess sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Slík starfsemi er tilgreind sem græn í flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy Regulation) sem hefur verið tekin upp í EES samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 151/2022. Samhliða mati sínu hefur ISS ESG gefið jákvætt ytra álit á grænum fjármálaramma Klappa.

Á grunni græna fjármálarammans hafa Klappir og Nefco (Nordic Environment Finance Corporation) komist að samkomulagi um grunndrög að lánaskilmálum á grænu láni sem ætlað er til að styðja við vöxt Klappa erlendis. Þegar lánið er frágengið yrði það með breytirétti í hlutafé en skilmálarnir fela í sér að Klappir munu gefa út áskriftarréttindi til Nefco. Boðað verður til hluthafafundar í haust þar sem tillaga til breytinga á samþykktum félagsins í samræmi við lánaskilmála verður lögð fyrir hluthafa til samþykktar.

Nálgast má upplýsingar um grænan fjármálaramma Klappa á:
https://www.klappir.com/is/graenn-fjarmognunarrammi

Nálgast má upplýsingar um Nefco á:
https://www.nefco.int/wp-content/uploads/2021/03/Nefco-Strategy-2021-25.pdf

Ólöf Ásta Ólafsdóttir30. júní 2022

Deila grein