Deila grein
Rafrænn aðalfundur Klappa Grænna Lausna hf. 27. apríl 2022
Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 16:00 með rafrænum hætti.
Fundarboð með nánari upplýsingum um dagskrá aðalfundar ásamt tillögum stjórnar og starfskjarastefnu má finna hér að neðan.
Vakin er athygli á því að samkvæmt fyrri auglýsingu átti fundurinn að fara fram 5. apríl 2022.
Hluthafar sem skráðir eru fá sendan hlekk á fundinn þegar þar að kemur. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað þar sem hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og tekið þátt í fundinum.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu félagsins eigi síðar en kl. 16:00 þann 25. apríl 2022.
Hluthafar skulu greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Atkvæði skulu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið investors@klappir.com eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 þann 22. apríl 2022.
Tilkynning til Kauphallar 05.04.2022
Skjalasafn
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Aðalfundarboð
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Ályktunartillögur stjórnar
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Starfskjarastefna (gildandi - óbreytt)
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Framboðseyðublað 2022
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Article of Association (PDF)
- Klappir Grænar Lausnir hf. - Board Rules of Procedure (PDF)
Tengdar greinar:
2021 var frábært ár hjá Klöppum. Helstu tölur og niðurstöður ársreiknings
Klappir Nordic stofnað og opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn
Klappir 2021 Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021
Deila grein