Deila grein
Rafrænn hluthafafundur Klappa Grænna Lausna hf.
Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður með rafrænum hætti föstudaginn 18. nóvember 2022. Fundurinn hefst kl. 15:00.
Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður með rafrænum hætti föstudaginn 18. nóvember 2022. Fundurinn hefst kl. 15:00.
Dagskrá fundarins:
- Ávarp stjórnarformanns.
- Tillaga um útgáfu áskriftarréttinda, heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar og kaupa á eigin bréfum.
- Tillaga um nýjar samþykktir félagsins.
- Önnur mál löglega fram borin.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál tekin fyrir á fundinum ef gerð hefur verið skriflega eða rafræn krafa þar um. Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá fundarins skal slík beiðni hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið investors@klappir.com eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 15:00 þann 8. nóvember. Slíkri kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir fundinn eða fyrir kl. 15:00 þann 11. nóvember.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar 11. nóvember til samræmis við samþykktir félagsins.
Skráning hluthafa á fundinn fer fram á heimasíðu félagsins (skáningu lokið) og fá þeir þá sendan hlekk á fundinn. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað þar sem hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og tekið þátt í fundinum.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu félagsins eigi síðar en kl. 15:00 þann 16. nóvember.
Hluthafar skulu greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Atkvæði skulu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið investors@klappir.com eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 15:00 þann 13. nóvember.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafund verður að finna hér:
Ályktunartillögur stjórnar Klappa Grænna Lausna hf. (IS-only)
SAMÞYKKTIR FYRIR KLAPPIR GRÆNAR LAUSNIR HF.
Kópavogur, 20. október 2022 Stjórn Klappa Grænna Lausna hf.
Deila grein