Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

3. janúar 2022 Grein

Sjálfbærni þróun og umræða 2022

Sjálfbærni er tvímælalaust eitt mikilvægasta málefni samtímans. Þrýstingur frá hagsmunaaðilum er næstum áþreifanlegur þar sem aukin krafa er á fyrirtæki að verða sjálfbærari. Nú er svo komið að fyrirtæki, samtök og stofnanir verða að huga að sjálfbærnimálum til að vaxa og dafna og á endanum auka samkeppnishæfni sína.

Lára Sigríður Lýðsdóttir

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á fyrirtæki um allan heim, haft áhrif á ákvarðanatöku sem og heilsu og öryggi; en umhverfismálin eru að ryðja sér til rúms, sérstaklega um sjálfbærni.

Miklar væntingar voru fyrir COP26, sem haldin var í Glasgow árið 2021, en árangur ráðstefnunnar var ekki eins afgerandi og vonast var eftir. Hins vegar beindi viðburðurinn kastljósinu á loftslagsbreytingar, sjálfbærni og ábyrgði í umhverfismálum. Sjálfbærni mun gegna lykilhlutverki árið 2022, þrátt fyrir að áhyggjur af COVID-19 séu enn til staðar.

Sjálfbærniskýrslur er mikilvægt tæki fyrir stofnanir af öllum gerðum, sem gerir þeim kleift að sýna fram á og sannreyna sjálfbærni sína. Hins vegar þurfa smærri fyrirtæki ekki að gera þessar skýrslur. Sjálfbærniáætlanir og skýrslur geta verið stefnumótandi, jafnvel þegar fyrirtæki eru ekki skyldug til að gera þær. Fjárfestar gera meiri kröfur þar sem þeir verða sífellt sjálfbærni meðvitaðri í dag. Sýnileg umhverfisstefna ásamt staðfestingu á því að fyrirtæki sé sjálfbært mun efla orðspor fyrirtækisins og leiða til bættrar veltu með aukinni samkeppnishæfni. Að fylgjast með og bregðast við þróun í sjálfbærni getur veitt fyrirtækinu þínu samkeppnisforskot þegar þú sýnir viðskiptavinum þínum að fyrirtækið þitt er að taka á brýnum UFS málum.

Við getum ekki spáð fyrir um framtíðina, en við getum deilt smá innsýn í þróun sjálfbærniskýrslna sem við búumst við að sjá árið 2022.

1. Að nýta algenga mælikvarða

Sjálfbærni skýrslugerð í dag skortir sameiginlega mælikvarða og sameinaða skýrslugerðar staðla. Samanburður á mismunandi skýrslum og fyrirtækjum hefur verið nánast ómögulegur vegna margvíslegrar skýrslugerðaraðferða. Einnig hefur verið litið á sjálfbærniskýrslur sem ónákvæmar þar sem lesendur eru oft efins um áreiðanleika gagna sem þær innihalda. Óvissa um sjálfbærniskýrslur og gögn mun leysast í náinni framtíð þar sem algengar mælikvarðar í sjálfbærni tengdum reikningsskilum verða settir fram af nýstofnaðri Alþjóðlegu Sjálfbærni Staðlaráði. Tæplega 50.000 fyrirtæki um allan heim verða að uppfylla nýju staðlana frá janúar 2023. Snemmbúin innleiðing þessara nýju staðla árið 2022 gæti gefið fyrirtækinu þínu forskot í gagnsæjum sjálfbærniskýrslum .

2. Aukin skuldbinding stjórnenda varðandi skýrslugerð um sjálfbærni

Sjálfbærnifjárfesting mun halda áfram að gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Fjöldi rannsókna sýna að langtímafjárfestingar í sjálfbærni geta í raun aukið arðsemi sumra fyrirtækja. Meiri áhersla á græn gildi getur gert fyrirtæki meira aðlaðandi fyrir breiðari hóp fjárfesta. Fjöldi fyrirtækja sem skila sjálfbærniupplýsingum á frjálsum grundvelli mun aukast þar sem þau vilja ekki verða útilokuð frá fjárfestinga tækifærum.

3. Loftslagsbreytingar munu halda áfram að hafa áhrif á heiminn

Forvarnir gegn loftslagsbreytingum verða áfram aðalatriðið þar sem heimurinn berst við að finna leið til kolefnishlutleysis. Ríkisstjórnir, fjárfestar og íbúar í heild sýna vaxandi áhuga á upplýsingagjöf sem tengist umhverfisáhrifum samhliða vottuðum sjálfbærniskýrslum.

4. Gagnsæi mikilvægara en nokkru sinni fyrr

Gagnsæi fyrirtækja er að verða mikilvægara. Auðvelt er að nálgast upplýsingar vegna stafrænnar þróunnar. Rangar eða ónákvæmar upplýsingar geta eyðilagt orðspor stofnunar á mjög stuttum tíma. Fyrirtæki sem skilja ekki mikilvægi gagnsæis gætu verið sökuð um grænþvott, þ.e. að reyna að sýnast sjálfbærari en þau eru í raun. Beita verður gagnsæi frá efsta lagi fyrirtækja og niður; nálgun stjórnenda gegnir lykilhlutverki í farsælum samskiptum varðandi gagnsæi. Ytri úttektir eiga líka eftir að verða vinsælli; sem er áhrifarík leið til að sannfæra hagsmunaaðila um að fyrirtæki sé að gefa út heiðarleg og áreiðanleg sjálfbærnigögn.

5. Notkun tækni til að skilja UFS gögnum

Notkun viðeigandi tækni mun veita okkur tækifæri til að greina og skilja sjálfbærnigögnin sem við búum yfir. Eftir því sem upplýsingaflæðið eykst og gagnagreining verður flóknari krefjast hagsmunaaðilar meiri upplýsinga. Ný tækni og háþróuð greiningartæki geta gert flókin gögn skiljanlegri.

Árið 2022 mun líklega halda áfram að hafa erfið og krefjandi þemu, sérstaklega í kringum lýðheilsu og loftslagsbreytingar. UFS (Umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) (e. ESG - Environmental, Social and Governance) er skammstöfun sem mun verða víðar notuð þar sem við sjáum vaxandi áhyggjur af tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og meiri áherslu á hringrásar hagkerfið. Sjálfbærniskýrslur geta hjálpað fyrirtækjum að bæta orðspor sitt. Það getur einnig hjálpað stjórnendum og starfsmönnum að bæta umhverfisvitund sína. Sannarlega sjálfbær stofnun verður að búa yfir sjálfbærni í stefnu fyrirtækisins.

Lára Sigríður Lýðsdóttir3. janúar 2022

Deila grein