Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

16. maí 2020 Grein

Sjö ástæður til að sinna umhverfisstjórnun og skýrslugjöf

Klappir aðstoða viðskiptavini sína við að einfalda umhverfisstjórnun og meta árangur með umhverfis- og sjálfbærnirýni og ESG skýrslum. Við höfum orðið vitni að margvíslegum ávinningi okkar viðskiptavina. Stofnanir huga í auknum mæli að sjálfbærni og fyrir því eru margar ástæður. Hér má lesa um sjö þær mikilvægustu.

Anton Birkir Sigfússon

Þú dregur úr umhverfisáhrifum þínum Að draga úr neikvæðu framlagi fyrirtækisins til loftslagsbreytinga og heildaráhrifum þeirra á umhverfið er mikilvægasta ástæðan til að beita umhverfisstjórnun. Baráttan gegn loftslagsbreytingum er ábyrgð okkar allra og hún krefst þess að við tökum höndum saman og stefnum að sameiginlegu markmiði.

Þú lækkar rekstrarkostnað Rafmagns-, eldsneytis- og vatnsnotkun, úrgangur og flugferðir kosta fyrirtæki peninga. Snjöll umhverfisstjórnun dregur úr eyðslu, ekki einungis til hagsbóta fyrir umhverfið heldur einnig fyrir fjárhag fyrirtækisins.

Þú laðar að fjárfesta Fjárfestar innleiða í auknum mæli sjálfbærni í fjárfestingaráætlanir sínar. Fyrr á þessu ári skrifaði forstjóri Blackrock, stærsta fjárfestingarsjóðs heims, í bréfi til forstjóra víðsvegar um heiminn „grundvallarbreytingar á fjármálum eru að eiga sér stað“ og vísaði þar til loftslagsvandans. Hann sagði jafnframt að sjálfbærni yrði útgangspunktur í fjárfestingum Blackrock. UFS skýrsla um umhverfis-, félags- og stjórnarhætti sýnir fjárfestum og hluthöfum að fyrirtæki þitt hafi umhverfis- og samfélagsleg gildi að leiðarljósi.

Þú tryggir að farið sé að lögum Fjöldi reglugerða sem skylda fyrirtæki til að standa skil á framlagi sínu til umhverfismála hefur aukist mikið á undanförnum árum. Þungar losunargreinar svo sem sjó- og flugiðnaður eru nú þegar undir miklu eftirliti og þurfa að uppfylla reglugerð ESB um eftirlit, skýrslugerð, sannprófun og gagnasöfnunarkerfi IMO. Annars konar kröfur til fyrirtækja eru einnig að verða algengar. Sem dæmi má nefna tilskipun Evrópusambandsins um ófjárhagslega upplýsingagjöf sem skyldaði skráð fyrirtæki, banka og stofnanir sem starfa í almannaþágu til að setja ófjárhagsleg uppgjör inn í ársskýrslur sínar frá og með árinu 2018.

Þú hefur jákvæð áhrif á vörumerkið þitt Hvort sem þú ert á fyrirtækja- eða neytenda markaði, þá eru viðskiptavinir þínir næstum örugglega meðvitaðir um sjálfbærni. Reyndar gera æ fleiri fyrirtæki grein fyrir óbeinni losun, þ.e. kolefnisspor vöru og þjónustu. Með því að minnka fótspor fyrirtækisins og þar með vörum þess, nærðu samkeppnisforskoti.

Þú laðar að þér hæfileikaríkt fólk Stoltir starfsmenn eru gulls ígildi og laða að fyrirtækinu besta fólkið. Fólk vill vinna fyrir sjálfbær fyrirtæki, rannsóknir sýna fram á að sjálfbærnimiðuð fyrirtæki bæta starfsandann og vellíðan á vinnustaðnum.

Vertu með í umbreytingunni Sem betur fer stefnir viðskiptaheimurinn í átt að meiri sjálfbærni og umhverfisbókhaldi. Ekki missa af lestinni. Vertu með, undirbúðu þig undir framtíðina.

Hvað getum við gert fyrir þig? Ráðgjafar okkar hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að gera umhverfisstjórnun starfræna. Við gefum leiðbeiningar um umhverfislöggjöf, getum aukið rekstrarhagkvæmni og gert vörumerki þitt grænna með raungögnum. Gagnadrifna stafræna vistkerfi okkar tengir fyrirtæki, stór og smá, um allan heim svo við getum öll lagt lóð á vogarskálarnar til að vernda, viðhalda og endurnýja sameiginlegar náttúruauðlindir okkar til framtíðar.

Bókaðu fund með okkur og við getum talað saman um áskoranir og lausnir. Við höfum brennandi áhuga á því sem við gerum og viljum gjarnan aðstoða þig.

Anton Birkir Sigfússon16. maí 2020

Deila grein