Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

12. júlí 2022 Árangurssaga

Sjóvá stuðlar að sjálfbærni og vernd umhverfisins

Sjálfbærni er mikilvægur málaflokkur sem varðar tryggingafélög að miklu leyti. Loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir af þeirra völdum hafa til að mynda bein áhrif á starfsemina. Þess vegna framkvæmir Sjóvá mat á loftslagsáhættu og skoðar afleiðingar sem breytingar vegna veðurfars geta haft í för með sér s.s. áhætta vegna gróðurelda, skriðufalla og flóða.

Klappir

Sjóvá er alhliða tryggingarfélag með starfsemi á Íslandi á sviði skaða- og líftrygginga. Sjóvá er þjónustufyrirtæki í fremstu röð með fjölbreytta starfsemi og yfirgripsmikla þjónustu.

Stefna um sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjóvá hefur lengi lagt sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins, auk þess sem Sjóvá hefur lengi unnið að margvíslegum samfélagslegum verkefnum. Með því að haga starfseminni á samfélagslega ábyrgan hátt stuðlar Sjóvá að framtíðararðsemi og vexti til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Sjóvá stuðlar að sjálfbærni með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með markvissum aðgerðum og ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda.

Hlutverk Sjóvá er að tryggja verðmæti í lífi fólks

Sjóvá leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og að þjónustan sé aðgengileg og í takt við þarfir og óskir viðskiptavina. Kjarnastarfsemi Sjóvá snýst um að mæta áskorunum og stuðla um leið að langtímaávinningi og arðsemi af rekstri félagsins til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa.

Sjálfbærni er mikilvægur málaflokkur sem varðar tryggingafélög að miklu leyti. Loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir af þeirra völdum hafa til að mynda bein áhrif á starfsemina. Þess vegna framkvæmir Sjóvá mat á loftslagsáhættu og skoðar afleiðingar sem breytingar vegna veðurfars geta haft í för með sér s.s. áhætta vegna gróðurelda, skriðufalla og flóða. Hlutverk Sjóvá er að tryggja verðmætin í lífi fólks og ramminn utan um þau er ávallt samfélagið í heild sinni. Þess vegna er það mikilvægt að starfa í fullri sátt við samfélag og umhverfi og leggja sitt af mörkum til að auka sjálfbærni á öllum sviðum.

Sjóvá hefur lagt aukna áherslu á að finna leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Það er til dæmis gert með því að nýta betur tjónamuni og auka þannig líftíma þeirra hluta sem þegar eru í notkun í stað þess að keypt sé nýtt með tilheyrandi vistspori. Sjóvá stendur jafnframt fyrir fjölda verkefna sem stuðla að ábyrgri nýtingu verðmæta, t.d. með því að hvetja til að frekar sé gert við framrúður en að skipta þeim út ef mögulegt er. Þannig sparast mikill kostnaður og komið er í veg fyrir sóun. Rafbílavæðing flota Sjóvá hefur enn fremur gert þeim kleift að draga verulega úr eldsneytisnotkun. Þannig stuðlar Sjóvá að bjartari framtíð fyrir samfélagið, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa.

Hvers vegna Klappir

Sjóvá gerði samning við Klappir árið 2020 um að nýta Sjálfbærnilausn Klappa, sérfræðiþekkingu og þjónustu til að auðvelda yfirsýn á árangri sjálfbærniaðgerða í rekstri og útreikninga fyrir sjálfbærniuppgjör. Upphaflegur tilgangur var safna saman gögnum frá heilu ári og finna umhverfisgrunn (e. baseline) félagsins. Umhverfisgrunnur er mæling á núverandi áhrifum fyrirtækisins á umhverfið.

Viðbótin Sjálfbærar fjárfestingar

Sjóvá fjárfestir í fjölbreyttum fyrirtækjum á öllum sviðum samfélagsins. Fjárfestingar Sjóvá skiluðu góðri afkomu á árinu 2021. Við mat á fjárfestingartækifærum vega ábyrgur rekstur, jákvæð áhrif á samfélagið og aukin verðmætasköpun vali fjárfestinga. Með viðbótinni Sjálfbærar fjárfestingar getur Sjóvá metið fjárfestingar sínar og tekið virkan þátt í umræðum um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar.

Niðurstaða og framtíðarsýn í sjálfbærni

Sjóvá hefur gefið út sitt fyrsta sjálfbærniuppgjör sem markar svokallaða umhverfis-grunnlínu til framtíðar. Niðurstöður sjálfbærniuppgjörs 2021 skerpti sýn Sjóvá til að taka á vissum þáttum:

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Sjóvá ætlar að draga úr losun frá rekstri og vega upp á móti þeirri losun sem óhjákvæmilega verður frá rekstri um hver áramót.

Kolefnishlutlaust Sjóvá árið 2025

Sjóvá stefnir að því að verða kolefnishlutlaus innan fárra ára. Aukning rafbíla eða hreinorkubíla í bílaflota og samgöngustyrkir til vistvænna ferða starfsmanna.

Auka stafræna þjónustuframboð

Sjóvá hyggst ná 75% tjónaskráningu á vefnum fyrir árslok 2022 og að 75% af allri atvinnustarfsemi verði á stafrænu formi.

Ummæli

„Sjálfbærnilausn Klappa hefur aukið gagnaöflun okkar um sjálfbærni, veitt okkur vissu í kolefnisútreikningum og auðveldað UFS-skýrslugerð okkar sem og miðlun gagna til hagsmunaaðila okkar. Beinn aðgangur að upplýsingum um virðiskeðju í Sjálfbærnilausninni er kostur og möguleikinn á að deila sjálfbærniuppgjöri og skýrslum til hluthafa og matsfyrirtækja hefur einnig reynst okkur dýrmætur. Lausnin er auðveld í notkun og aðstoð og þjónusta starfsfólks Klappa er skjót og fagleg.“

Pálín Dögg Helgadóttir, sjálfbærnisérfræðingur, Sjóvá

Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör 2021

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
Arion Banki, áhersla á umhverfis- og félagsþætti
Eimskip: Flutningafyrirtæki á sjálfbærnissiglingu
Hagar, leiðandi afl á íslenskum dagvörumarkaði

Klappir12. júlí 2022

Deila grein