Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

25. mars 2022 Frétt

Stafrænar lausnir sem stuðla að sjálfbærni

Síðan 2013 hafa Klappir unnið með fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í að ná árangri í sjálfbærni og árið 2017 var Klappir skráð á “Nasdaq First North”. Í dag eru hluthafar í félaginu fleiri en 300 talsins. Hluthafarnir eru frumkvöðlar, fjölskyldur, fagfjárfestar og einstaklingar, aðilar sem vilja stuðla að sjálfbærri framtíð.

Klappir

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2013 og hefur allar götur síðan þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni.

Í upphafi var Klappir stofnað til þess að hanna stafrænar lausnir á sviði umhverfismála fyrir haftengdan iðnað. Sýn fyrirtækisins var að nýta umfangsmikil gögn, sem verið var að safna í pappírsformi, og rafvæða lögbundna skráningarferla. Fljótlega jókst umfang gagnasöfnunarinnar og nær hún nú utan um flest allt sem snertir umhverfismælingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Klappir hafa því markvisst unnið að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til þess að mynda stafrænt sjálfbærni vistkerfi.

Markmið Klappa er að auka skilning á öllum hliðum sjálfbærni með stöðugri þróun á snjöllum sjálfbærnilausnum.

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri og einn stofnenda Klappa, segir fyrirtækið og starfsfólk þess brenna af áhuga á að aðstoða viðskiptavini þess við að gera fyrirtæki sín sjálfbær með því að veita þeim aðgang að nákvæmum rauntímagögnum sem auðvelt sé að vinna með, greina og bregðast við.

Rúmlega 300 hluthafar í félaginu

Síðan 2013 hafa Klappir unnið með fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í að ná árangri í sjálfbærni og árið 2017 var Klappir skráð á “Nasdaq First North”. Í dag eru hluthafar í félaginu fleiri en 300 talsins. Hluthafarnir eru frumkvöðlar, fjölskyldur, fagfjárfestar og einstaklingar, aðilar sem vilja stuðla að sjálfbærri framtíð.

Jón Ágúst segir Klappir hafa fjárfest í þróun á bestu fáanlegu tækni til stuðnings við loftslagsmál og búið sé að setja upp vistkerfi með meira en 6.000 notendum.

„Á árinu 2022 erum við með meira en 26 græn störf. Við höfum líka fengið mjög góðar viðtökur í Danmörku síðustu mánuði og því var ákveðið að stofna Klappir Nordic. Þar eru nú starfandi tveir starfsmenn félagsins, sem munu þjónusta Norðurlöndin. Við bindum miklar vonir við að styrkja stöðu okkar enn frekar á Norðurlöndunum með stofnun Klappa Nordic,“ segir Jón Ágúst.

Klappir leggja mikla áherslu á að vinna með samfélaginu að mikilvægum verkefnum m.a. Þá reyna Klappir að leggja sitt af mörkum með Reykjavíkurborg, Landvernd, Faxaflóahöfnum, Sorpu, Gagarín og Origo að vinna gegn loftslagskvíða ungmenna. Þetta er gert með því að fræða nemendur og veita þeim aðgang að tækni og gögnum sem styðja við kennslu í sjálfbærni.

Grænskjáir auka umhverfislæsi hjá börnum og ungmennum

„Við erum ásamt samstarfsaðilum okkar í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla Reykjavíkur í að þjálfa nemendur í að skilja sjálfbærni skóla og heimila. Verkefnið heitir „Green Penguin“ eða Grænskjáir á íslensku, og er átak til að auka umhverfislæsi og innsæi hjá börnum og ungmennum. Við erum búin að hanna mjög aðgengilegan og auðskiljanlegan upplýsingaskjá sem verður aðgengilegur í öllum skólum í Reykjavík með haustinu. Námsefnið er svo unnið af Landvernd í tengslum við Grænfánaskóla. Þetta verður alger bylting í sjálfbærnikennslu í skólum landsins“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa grænna lausna.

Starfsemi Klappa styður við sautjánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en Heimsmarkmiðin innihalda 17 meginmarkmið, 169 undirmarkmið og 231 vísa. „Við hvetjum til samvinnu um markmiðin, þannig náum við þeim árangri sem samfélagið stefnir að í sjálfbærni,“ segir Jón Ágúst. „Klappir gerir fyrirtækjum og stofnunum mögulegt að deila þekkingu og traustum gögnum, birta sjálfbærniuppgjör sem eru nákvæm, gagnsæ og samræmd og byggja upp samræmda þekkingu og skilning á loftslagsmálum og UFS í heild.“

Sjálfbærnilausn Klappa er með flest öll tól og tæki til að halda utan um sjálfbærni. Helstu einingar í lausnarpallinum eru:

Ávinningur af Sjálfbærnilausn Klappa er:

  • Stöðluð sjálfbærnilausn fyrir allar atvinnugreinar
  • Sjálfbærnilausn Klappa er staðlaður og er nýttur af flestum atvinnugreinum. Sumar atvinnugreinar þurfa viðbótareiningar (plug-in-extensions) sem eru ætlaðar til að leysa skilgreind verkefni.
  • Allir vinna að sjálfbærni með sama hætti óháð atvinnugreinum
  • Allir umreiknistuðlar, greiningar og framsetning uppgjöra eru eins hjá öllum
  • Öll sjálfbærniuppgjör eru samanburðarhæf

Stafrænt vistkerfi Klappa

Vistkerfið tengir saman alla aðila sem nota lausnarpallinn. Stafræna vistkerfið gerir aðilum mögulegt að vinna saman og fá stuðning frá öðrum og veita stuðning inn í vistkerfið.

Ávinningur af vistkerfinu er:

  • Samvinna um árangur á grundvelli Heimsmarkmiðs númer 17 (samvinna um markmiðin)
  • Sameiginleg sýn á árangur. Árangur hvers og eins er mældur, árangur vistkerfisins og samanburður við samfélagið í heild.

Jón Ágúst segir Klappir hvetja til samstarfs opinberra aðila, einkaaðila og almennra borgara um sjálfbæra þróun.

„Í gegnum stafrænt vistkerfi Klappa eru notendur tengdir á mismunandi hátt með það að markmiði að þeir geti stutt hvern annan í átt að sjálfbærni. Hvort sem um er að ræða opinberan aðila, sveitarfélag eða fyrirtæki þá eru aðilar tengdir og geta skilað sjálfbærnigögnum til hver annars.“

Að sögn Jóns geta aðilar sótt rauntímagögn í lausn Klappa um notkun þeirra á til dæmis rafmagni og eldsneyti ásamt losun á úrgangi beint frá sínum birgjum. Sjálfbærnilausn Klappa vinnur í kjölfarið úr gögnunum og gerir aðilum kleift að reikna út kolefnisspor, koma auga á tækifæri til þess að draga úr sóun, útbúa sjálfbærni uppgjör og deila upplýsingum með fjárfestum eða öðrum hagaðilum.

Eins og fram hefur komið má rekja upphaf Klappa til haftengdrar starfsemi, það má því segja að Klappir leggja mikla áherslu á að vernda hafið. Í Sjálfbærnilausn Klappa eru sérsniðnar hugbúnaðareiningar fyrir rekstur skipa og hafna. Klappir hafa þróað rafrænar skipadagbækur til að skrá umhverfisgögn skipa samkvæmt IMO MARPOL viðauka I-VI. Þá hafa Klappir þróað hugbúnaðarlausn fyrir hafnir sem tekur á móti umhverfisupplýsingum frá skipum. Meira en 90 prósent þeirra skipa sem koma inn í íslenska umhverfislögsögu nota Klappir til að skila inn umhverfisgögnum í gegnum hugbúnað Klappa.

Klappir eru leiðandi í heiminum á sínu sviði

Jón Ágúst segir Klappir leggja sig fram um að styðja líka við endurheimt og uppbyggingu vistkerfa á landi og vinna að því að koma af stað þjóðarátaki í því að endurheimta vistkerfi á Íslandi með landbótum með því að fá alla aðila sem eru inn í vistkerfi Klappa til að kaupa kolefnisbindingu sem framleiddar eru með skógrækt, endurheimt votlendis og landgræðslu.

Klappir vinna að því að sögn Jóns Ágústs að setja upp, með samstarfsaðilum sínum að stilla upp aðferðafræði sem heldur utan um framleiðslu á kolefniseiningum í gegnum vottað ferli. Aðferðafræðin heldur utan um ferlið frá gróðursetningu skógar til afhendingar vottaðra kolefniseininga‚ í takt við alþjóðlegar venjur sem eru viðurkenndar af íslenskum og alþjóðlegum aðilum. Til að byrja er horft til skógræktar en ætlunin er að bæta við endurheimt votlendis og landgræðslu ásamt öðrum viðurkenndum kolefnisverkefnum.

Jón Ágúst segir stafræna tækni Klappa, þjónustu og aðferðafræði hjálpa samfélögum að ná sameiginlegum, mælanlegum árangri.

„Klappir eru leiðandi í heiminum á sínu sviði með B2S (business to society) lausn. Klappir tengja saman samfélög, samfélagsinnviði og eftirlitsstofnanir með Sjálfbærnilausninni, við erum ákaflega stolt af því” segir Jón Ágúst.

Grein birt í Fréttablaðinu 25.03.2022Related articles:
Hvers vegna er tímabært að huga að CSRD?
Klappir styðja fyrirtæki í átt að sjálfbærni
Sjálfbærni þróun og umræða 2022

Klappir25. mars 2022

Deila grein