Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

23. mars 2022 Árangurssaga

ÞG Verk byggingarfyrirtæki með áherslu á sjálfbærni

ÞG Verk er alhliða byggingafyrirtæki sem hefur í 20 ár safnað upp víðtækri verkþekkingu með byggingu hvers kyns mannvirkja, s.s. virkjana, skóla, brúa, íbúðar- og skrifstofuhúsnæðis og verksmiðjuhúsnæðis.

Klappir

ÞG Verk er alhliða byggingarfyrirtæki sem hefur safnað sér mikilli starfsþekkingu í 20 ár með byggingu hvers kyns mannvirkja, s.s. virkjanir, skólar, brýr, íbúðir og verksmiðjuhús.

Fyrirtækið hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja með skipulögðum vinnubrögðum, tímanlegum skilum, vönduðu starfi og öruggum viðskiptum. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð okkar og fyrirtækið kappkostar að eiga gott samstarf við viðskiptavini sína.

Meðal fyrri verkefna ÞG Verks eru Hátæknisetur Alvogen, Costco, prentsmiðja Morgunblaðsins, verslunarhúsnæði Húsamiðjunnar (Bygma) og Hafnartorg. ÞG Verk hefur sinnt ýmsum verkefnum vegna jarðvarmavirkjana, meðal annars sem aðalverktaki við 1. og 2. áfanga Hellisheiðarvirkjunar og við stækkun Nesjavallavirkjunar. Þá hefur fyrirtækið unnið að brúargerð, jarðgöngum og umferðarmannvirkjum.

Af hverju Klappir?

Það eru margar áskoranir sem byggingarfyrirtæki standa frammi fyrir, svo sem að halda í við reglugerðir, mörg vinnusvæði til að hafa umsjón með, stjórnun vinnuafls og hægagangur í upplýsingatækni framþróun.

Árið 2017 var ÞG Verk farið að einbeita sér að umhverfisþáttum í sinni starfsemi en skorti eins og mörg önnur fyrirtæki yfirsýn yfir alla losunarþætti innan starfseminnar. Vandamálið var að upplýsingar um hvar ÞG Verk var var statt lágu ekki á lausu sem gerði erfitt um vik að átta sig á umhverfisáhrifum fyrirtækisins.

Staðan fyrir fjórum árum var sú að vitneskjan um sorpmagn og sorpflokkun var í rauninni engin, hún var bara í formi reikninga frá þjónustuaðilum, með einhverju vörunúmeraflokksnúmeri ###. Upplýsingar um hvað var hvað var ekki mjög aðgengilegur og fyrirtækið hafði enga yfirsýn yfir umhverfisáhrif fyrirtækisins. Þekking og árangur í endurvinnslu og flokkun byggðist á einstaklingsframtaki, verkstjórum sem höfðu áhuga en ekki fyrirtækinu í heild.

Í lok árs 2018 hóf ÞG Verk heildarendurskoðun á starfseminni með tilliti til úrgangs og útblásturs. ÞG Verk hóf samstarf við Klappir og innleiddu Sjálfbærnilausnina til að halda utan um orkunotkun og úrgang, rafmagn, vatn, eldsneyti og fleira. Sjálfvirkt gagnaflæði frá þjónustuaðilum yfir í hugbúnaðinn og upplýsingar um hvað var að gerast innan starfseminnar urðu aðgengilegar á einum stað. Þegar tölurnar lágu fyrir, þá var hafin sú vegferð að byrja að bregðast við og breyta ferlum.

ÞG Verk hafði nú yfirsýn yfir umhverfismál sín og áhrif, með möguleika á að bora niður og skoða mismunandi byggingarsvæði, þetta var algjör bylting fyrir fyrirtækið.

Á þessu ári er fyrirtækið komið á þann stað að það hefur sett umhverfismál í forgang, sérstaklega flokkun úrgangs, og er virkilega stolt af afrekum sínum og sýnir nú árangurinn á vefsíðu sinni.

Þekking er drifkraftur, en leiðin í átt að umhverfisábyrgð snýst líka um skipulag, einbeitingu og aðgengi að réttum tólum til að auðvelda breytingu.

Árangur

Í september 2018 ákvað ÞG Verk að taka í notkun Sjálfbærnilausn Klappa til að halda utan um sorpflokkun og orkunotkun í byggingarframkvæmdum á vegum fyrirtækisins. Hugbúnaðurinn gaf fyrirtækinu yfirsýn yfir eigin umhverfisáhrif. Þetta auðveldaði ÞG Verk að sjá hvar þeir gætu bætt sig og farið að setja sér metnaðarfull umhverfismarkmið.

Árangur hingað til

ÞG Verk hefur náð frábærum árangri við að uppfylla sjálfbærnimarkmið sín:

  • Á milli áranna 2018-2021 batnaði flokkaður úrgangur úr 50% í 81%
  • Með því að bæta hlutfall flokkaðs úrgangs hefur ÞG Verk lækkað kostnað á hvert sóað kg. af efni um 35% árið 2020 miðað við árið 2019

Ummæli

„Vandamálið var að við vissum ekki hversu mikið sorp við vorum að losa eða hversu mikið var flokkað, heildarupplýsingarnar sem við höfðum voru mjög takmarkaðar og það var engin yfirsýn. Innleiðing á Sjálfbærnilausn Klappa var algjör bylting fyrir okkur. Á þessum tíma hefur sorpflokkunarhlutfall hjá ÞG Verk farið úr 57% árið 2018 í 83% á fyrri hluta árs 2021 og endurvinnsluhlutfall úrgangs farið úr 33% í 77% á sama tímabili. Við erum stolt af árangri okkar, við birtum úrgangshlutfallið efst á heimasíðunni okkar. Við höfum séð að við erum með 20% lægri kílókostnað í ár en í fyrra“.

Bergur Helgason, gæðastjóri hjá ÞG Verk

Umhverfisuppgjör

Umhverfisuppgjör 2021
Umhverfisuppgjör 2020

klappi-certification_xsm.pngFleiri árangurssögur fyrirtækja:
Origo er leiðandi norrænt upplýsingatæknifyrirtæki
Hagar, leiðandi afl á íslenskum dagvörumarkaði
Húsasmiðjan, stöðugar umbætur í umhverfismálum

Klappir23. mars 2022

Deila grein