Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

22. nóvember 2018 Frétt

Klappir og ChartCo hefja samstarf

Klappir Grænar Lausnir og ChartCo skrifuðu undir samstarfssamning í gær. Fyrirtækin tvö munu vinna í nánu samstarfi að því að bjóða alþjóðlegum kaupskipafyrirtækjum stafrænar dagbækur og ýmsar hugbúnaðarlausnir til að safna umhverfisgögnum og tryggja að farið sé að lögum.

Klappir

ChartCo er leiðandi á heimsvísu í sölu og dreifingu stafrænna lausna fyrir farskip og skipaflota. Markmið ChartCo er að auðvelda allar aðgerðir sjóskipa og einfalda skipastjórnun með því að bjóða upp á breitt úrval af stafrænum lausnum fyrir flotastjórnun, siglingaleiðsögn, lagalega og í öryggismálum. Sem stendur þjónustar ChartCo um 10.000 skip um allan heim.

Klappir eru í fararbroddi í hönnun snjallra umhverfisstjórnunarlausna, sem fela í sér stafrænar dagbækur. Klappir skapa og þróa háþróaðar lausnir og þjónustu sem tryggja að farið sé að lögum, lækka rekstrarkostnað, auka hagnað og lágmarka losun mengandi efna út í andrúmsloftið.

Martin Taylor, forstjóri ChartCo Ltd.:

Við erum mjög ánægð með að hafa byrjað að vinna með Klöppum. Þeir hanna háþróaðar umhverfislausnir sem eru frábær viðbót við úrval okkar af vörum fyrir farskip og skipaflota. Við hlökkum til að kynna viðskiptavinum okkar stafrænar dagbækur (LogCentral)og aðrar tengdar vörur og á þann hátt varðveita stöðu okkar sem leiðandi á heimsvísu fyrir stafrænar lausnir fyrir skip.

Jón Ágúst Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Klappa, segir:

Samstarf okkar við ChartCo markar mikilvægt skref fyrir Klappir þegar við förum nú inn á alþjóðlega markaði. Chartco er leiðandi á heimsvísu í sölu og dreifingu stafrænna lausna fyrir farskip og skipaflota. Staðlar fyrir umhverfisgögn og lagalegt samræmi á alþjóðlegum sjóleiðum eru mjög háir, sem er tilvalið próf fyrir alþjóðlega dreifingu umhverfislausna okkar.

Klappir22. nóvember 2018

Deila grein