Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

4. október 2022 Vefkynning

Lokið: Hvernig á að skipuleggja kolefnisbókhald og kolefnisjöfnun

Tilgangur vefnámskeiðsins er að hvetja fyrirtæki til að huga að kolefnisbókhaldi og kolefnisjöfnun og gefa þeim nokkur verkfæri til að nálgast þetta málefni á skipulegan hátt. Námskeiðið er hugsað sem leiðarvísir fyrir ferðalagið frá útreikningum til kolefnisjöfnunar. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum eitthvað áþreifanlegt og gagnlegt til að taka með heim og halda áfram að vinna með í rekstrinum.

Isabelle Broddén

Vefnámskeiðið miðar að því að hjálpa fyrirtækjum að byrja á kolefnisbókhaldi sínu og kolefnisjafna. Farið verður í gegnum útreikninga og mælingar á kolefnisfótsporinu og fundinum lýkur með því hvernig eigi að bera sig að varðandi kolefnisjöfnun.

Dagsetning vefnámskeiðs: 4. nóvember 2022
Tími veffundar: 10.00-11.00 CET

Vefnámskeiðið fer fram á ensku.

Smelltu hér til að fá aðgang að vefnámskeiði Klappa og Klimate

Kolefnisbókhald og jöfnun getur verið mjög ógnvekjandi ferli vegna skorts á gögnum eða gnægðar villandi upplýsinga. Í leit okkar að því að gera kolefnisjöfnun aðgengilegri og skapa umræðugrundvöll var ákveðið að útbúa vefnámskeið (webinar). Klappir og Klimate taka höndum saman um vefnámskeiðið sem mun svara spurningum varðandi kolefnisbókhald og jöfnun. Simon Bager, meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá Klimate, mun leiða þig í gegnum grunnatriði kolefnisjöfnunar og auka skilning á því hvers vegna þú ættir að jafna losun þína og hvað þú átt að huga að varðandi val á kolefnislosunarverkefnum. Isabelle Broddén, vaxtarsérfræðingur hjá Klöppum mun leiðbeina um hvernig þú byrjar útreikninga þína þar til þú ert tilbúinn til að kolefnisjafna. Við munum fjalla um hvernig á að fá réttu gögnin, áskoranir sem þarf að takast á við og hvaða möguleikar eru til að fjarlægja kolefni.

Í þessu vefnámskeiði er einnig fjallað um mikilvægi þess að vera stefnumótandi þegar kemur að kolefnisjöfnun og hvernig á að ganga úr skugga um að fjárfestingar þínar endurspegli áætlanir þínar og stefnu. Vefnámskeiðið er frábært tækifæri fyrir þátttakendur til að fá aðgang að sérfræðiþekkingu og upplýsingum ásamt því að svara spurningum þínum sem geta gert kolefnisjöfnunar vegferð þína áreynslulausa.

Isabelle Broddén4. október 2022

Deila grein