Go to frontpage
Go to frontpage

Deila grein

5. nóvember 2020 Grein

Vegferðin frá töflureikni upp í skýin

Árið 2020 reyndist flugiðnaðinum erfitt. Allir vita hvers vegna. Það sem hins vegar færri vita er að mörg flugfélög og flugvellir hafa nýtt árið 2020 til að leita aðferða sem auka skilvirkni og lágmarka sóun til að komast í gegnum erfiðleikana. Að nýta betur snjalla tækni líkt og „internet hlutanna“ (e. Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og skýjainnviði er lykillinn að velgengni flugiðnaðarins í framtíðinni.

Anton Birkir Sigfússon

Töflu

Árið 2020 reyndist flugiðnaðinum erfitt. Allir vita hvers vegna. Það sem hins vegar færri vita er að mörg flugfélög og flugvellir hafa nýtt árið 2020 til að leita aðferða sem auka skilvirkni og lágmarka sóun til að komast í gegnum erfiðleikana. Að nýta betur snjalla tækni líkt og „internet hlutanna“ (e. Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og skýjainnviði er lykillinn að velgengni flugiðnaðarins í framtíðinni. Þrátt fyrir allt eru markmið um grænni flugvelli að verða enn háleitari á þessum erfiðu tímum, en snjallari tækni skiptir sköpum í þeim leiðangri. Kolefnishlutleysi er markmið sem allar helstu stjórnvaldstofnanir setja. The Airports Council International (ACI) Europe setti sér nýlega það markmið að evrópskir flugvellir verði kolefnishlutlausir fyrir árið 2050.

Sumar atvinnugreinar eru nauðbeygðar til að ná sjálfbærni eða kolefnishlutleysi, í öðrum atvinnugreinum telst sama markmið til framsækni. Sjálfbærni hefur tvenns konar merkingu, eftir samhengi. Að lifa af árið 2020 í flugrekstri með 50% minni ferðanýtingu en árið 2019 má segja að sé sjálfbærni. Hin merkingin, að takmarka notkun náttúruauðlinda til að auka sjálfbærni á heimsvísu með því að draga úr kolefnislosun, eykur virði vörumerkis í augum neytenda. Samkvæmt IATA Industry Statistics Fact Sheet í júní, er því spáð að flugiðnaðurinn minnki heildarlosun um 340 milljónir tonna eða um 37% milli áranna 2019 og 2020 – en rekstrartap upp á 84 milljarða dollara er ekki sjálfbært.

Skráning kolefnislosunar og skýrslugerð með hjálp töflureikna

Markmið stjórnenda innan flugiðnaðarins er að ná tökum á kolefnisbókhaldi til að draga úr losun. Airport Carbon Accreditation (ACA) vottar góðan árangur stofnanna við að draga úr losun og færast nær markmiðinu. ACA vottunin, sem kynnt var til sögunnar árið 2009, er byggð á GHG Protocol – alþjóðlegum staðli fyrir bókhald og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda.

GHG-bókunin (GHG Protocol) kveður á um að skilað sé sannreyndum útblástursskýrslum sem eru nákvæmar og gagnsæjar. Algengt er að nota töflureikna (e. Excel Spreadsheet, Google Sheets) fyrir útblástursskrár flugvalla, enda mælt með því tóli. Töflureiknar eru mikilvægur þáttur í margs konar bókhaldi og birgðarakningu og hafa verið í áratugi, enda fjölhæft tól. Margvíslegir kostir þeirra og útbreidd notkun gera það að verkum að þeir verða fyrir valinu án þess að aðrar lausnir séu skoðaðar.

Við búum yfir tækni til að lyfta birgðarakningu upp á næsta stig.

Takmarkanir töflureikna

Takmarkanir töflureikna geta orðið til þess að peningum, tíma og mannauði sem ætlað er að minnka kolefnilosun sé sóað. Stærstur hluti fjármagnsins ætti að fara í að auka skilvirkni og lágmarka sóun en ekki í birgðarakningu í töflureiknum.

Takmarkanir töflureikna við losunarbirgðahald:

  • Óvörðum skjölum er deilt
  • Formúluvillur, mannleg mistök og hlekkjaðir reitir
  • Losunarútreikningar í nákvæmt tCO2e
  • Endurtekningarhæfni og rekjanleiki

Að deila gögnum og óvörðum skjölum:

Til að gera nákvæmar og gagnsæjar útblástursskrár þarf að afla nauðsynlegra gagna og slíkt krefst samvinnu margra. Hagsmunaaðilar, birgjar, þjónustuaðilar og stjórnendur senda viðkvæm gögn fram og til baka til samhæfingar. Þegar töflureiknum með losunarbirgðum er deilt er hætta á að breytingar séu gerðar án samþykkis eiganda skjalsins. Slíkt getur orðið til þess að ósamþykktum, óopinberum heildartölum sé dreift og ákvarðanir byggðar á röngum gögnum teknar.

Formúluvillur, mannleg mistök og hlekkjaðir reitir:

Þegar töflureiknir er notaður er hættan á formúluvillum eða mannlegum mistökum alltaf til staðar. Einföld mistök eins og einn aukastafur eða rangur hlekkur geta orsakað villu í gögnunum. Að flytja gögn í rangan flokk eru líka hugsanleg mistök sem hafa miklar afleiðingar.

Losunarútreikningar í nákvæmt tCO2e:

Samkvæmt GHG Protocol þarf að umreikna öll gögn um losunarbirgðir í tCO2e (tonn af koltvísýringsígildi). Það er ákaflega krefjandi og tímafrekt en nauðsynlegt til að tryggja að losunarstuðlarnir séu byggðir á nýjustu tölum. Þegar nýjar aðferðir til að draga úr losun eru innleiddar, þarf að aðlaga nýja losunarstuðla fyrir tCO2e.

Endurtekningarnákvæmni og rekjanleiki:

Útblástursbirgðahaldi þarf að viðhalda og uppfæra allan ársins hring. Margt kemur til, þ.á.m. endurskoðun (endurnýjun vottunar), stöðugar mælingar og mánaðarlegar neyslugreiningar. Ekki er víst að formúlur í töflureikni geri ráð fyrir öllum breytingum og það getur skapar vanda ef forritari er ekki sífellt til taks. Rekjanleiki er heldur ekki sjálfgefinn þegar gögnin eru uppfærð reglulega og breytingar ekki rekjanlegar.

Sjálfbærnilausn fyrir skráningu og greiningu á kolefnislosun

Klappir hafa þróað sjálfbærnilausn fyrir kolefnisbókhald. Sjálfbærnilausnin er þróuð sérstaklega fyrir rakningu og skýrslugerð um losunarbirgðir. Lausnin er byggð á GHG Protocol Corporate Accounting and Reporting Standard.

Sjálfbærnilausnin virkar einkar vel fyrir ACA vottun um kolefnishlutleysi. Sjálfbærnilausn Klappa hefur verið í þróun um árabil. Sjávarútvegurinn hefur mikla og góða reynslu af henni og hún hefur gefið góða raun við losunarútreikninga, skýrslugerð og dregið úr losun.

Anton Birkir Sigfússon5. nóvember 2020

Deila grein