Go to frontpage
Go to frontpage

EiginleikarHámörkun gagnasöfnunar

Sjálfbærnistjórnun krefst þess að þú aflir, vistir og vinnir úr ógrynni gagna. Ekki sóa óþarfa tíma í að safna og vinna úr yfirlitum frá ýmsum aðilum þegar þú getur fengið öll gögn á einum stað.

SkipulagTengingar við birgja

Sjálfvirknivæddu gagnasöfnun með því að tengja birgja þína við Klappir API (ef þeir hafa ekki gert það nú þegar) og safnaðu hátíðnigögnum beint frá birgja. Við mælum með þessari aðferð þar sem hún veitir góðan rekjanleika og stöðugt eftirlit í rauntíma.

SkipulagSnjallar mælingar

Ef þú ert með snjallmæla fyrir rafmagn eða hitun þá getur þú streymt rauntímagögnum í gegnum tengingar okkar (Klappir API) sem er streymt beint inn í mælaborðið þitt í Sjálfbærnilausn Klappa.

SkipulagTenging við birgja

Bjóddu birgjum þínum að hlaða upp gögnum þínum í Sjálfbærnilausn Klappa. Sendu áminningar til birgja þinna þegar þú þarft nýja gagnalotu frá þeim.

SkipulagNotendur og gögn

Þegar ekki er mögulegt að útvista innsetningu gagna er hægt að nýta upphleðsluviðmótið. Einfalt er að hlaða upp CSV skjölum ef um mikið gagnamagn er að ræða eða einfaldlega slá gögnin inn. Ef fyrirtækið er stórt er hægt að gefa notendum í öðrum deildum aðgang svo þeir geti lagt sitt af mörkum.

GreiningKannanir

Kannaðu hvar birgjar, stofnanir eða viðskiptavinir innan virðiskeðjunnar þinnar standa í sjálfbærni. Þú getur einnig metið og safnað gögnum frá fjárfestinga- og lánasafni þínu eftir því sem við á.