Timian innkaupabeiðnilausn
Klappir vinnur með Origo að kolefnisútreikningum fyrir Timian innkaupabeiðnilausnina sem tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu.
Origo
Timian er hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki sem hjálpar þeim að framkvæma öll sín innkaup í einu viðmóti með rafrænum hætti. Aðal markmiðið með Timian er að hjálpa fyrirtækjum að ná betri stjórn á innkaupum og notkun aðfanga með rafrænum og umhverfisvænum hætti. Ef upplýsingar um kolefnisspor liggja fyrir, reiknast einnig kolefnispor innkaupa og máltíða. Timian hjálpar því fyrirtækjum að vinna að Heimsmarkmiði 12 (UNGC) er fjallar um minni sóun í innkaupum og endurvinnslu aðfanga.
Timian er hugbúnaðarlausn þróuð af Origo. Einkunnarorð Origo eru „Betri tækni bætir lífið“ en Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja (stórra sem smárra), opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi.
Helstu kostir Timian
- Stafrænt ferli fyrir beiðnir, innkaup og móttöku
- Rafræn samskipti milli kaupenda og seljanda
- Aukin kostnaðarvitund og hagkvæmari rekstur
- Minni sóun og meiri samfélagslegri ábyrgð
ÁvinningurViðbótar ávinningur af notkun Timian
Aukin skilvirkni
Timian tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu. Kerfið er áreiðanlegt og rekjanlegt, framúrskarandi þjónusta sem er sérsniðin að þínum þörfum.
Meiri yfirsýn
Birgjar geta skráð vörulista og tilboð á vörutorg innkaupaaðila, haft yfirsýn yfir pantanir, móttöku pantana, athugasemdir og samþykkt reikninga.
Betri nýting
Kaupandi í Timian stundar viðskipti á eigin vörutorgi sem veitir betri yfirsýn en þekkst hefur. Það veitir möguleika á að beina innkaupum í hagkvæmari farveg, greina vörunotkun og bæta nýtingu aðfanga.
Tilboð með hraði
Birgjar lesa vörulista og tilboð inn á vörutorg innkaupaaðila og veita yfirsýn yfir stöðu pantana hjá birgjum.