Go to frontpage
Go to frontpage

Kolefnisjöfnun með Klimate

Klappir eru í samstarfi við Klimate. Umfangsmikið safn þeirra af kolefnisjöfnunarverkefnum styðja við kolefnisbindingu á heimsvísu

Klimate illuststration

Klappir + Klimate

Klimate útvegar, greinir og fjármagnar kolefnisförgun frá öllum heimshornum til að styðja við bestu lausnirnar. Verkefni Klimate innihalda ýmsar kolefnisförgunar aðferðir, allt frá gróðursetningu trjáa í skógi til flóknari verkefna svo sem föngun koltvísýrings úr andrúmslofti, í samræmi við alþjóðlega staðla sem eru viðurkenndir af íslenskum og alþjóðlegum yfirvöldum.

Um Klimate

Klimate var stofnað á þeim skilningi að mikið af peningum er sóað í slæmar mótvægisaðgerðir. Þetta er í besta falli sóun og í versta falli grænþvottur.

Markmið Klimate er að hjálpa fyrirtækjum að gera betur þegar þau gera gott.

Klimate er fámennt teymi fagfólks sem leggur sig fram við að sjá og framkvæma lausnir á loftslagsáskoruninni. Hver og einn hefur sína sérstöðu en eru brenna fyrir sama málstaðnum: Að nota viðskipti og tækni til að hafa jákvæð áhrif til að draga úr loftslagsbreytingum.

Klimate útvegar, greinir og fjármagnar kolefnishreinsunarverkefni frá öllum heimshornum til að styðja við bestu lausnirnar. Mótvægissöfn Klimate innihalda ýmsar aðferðir til að fjarlægja kolefni, allt frá gróðursetningu trjáa í skógi til flóknari verkefna með beinni loftföngun.

Í stuttu máli með Klimate færðu:

 • Betri samningar um kolefnishreinsun: Klimate kaupir kolefnishreinsun fyrir hönd allra viðskiptavina sinna og semur við birgja til að fá bestri samninga.
 • Aðgangur að sérfræðingum: Klimate hefur sérfræðinga í sjálfbærni sem sannreyna og skoða loftslagsáhrif, ávinning og horfur hvers kolefnisjöfnunar/bindingar verkefnis sem þeir bjóða upp á.
 • Minni tíma varið: Verkefnin eru flókin og kostnaðarsöm, að greina, útvega og stjórna. Klimate sparar fyrirtækjum vinnudaga með því að gera þetta fyrir þau og sameina verkefni í „tilbúið til kaupa“ eignasafn.
 • Fullt gagnsæi: Opinber skrásetning Klimate um kolefnisbindingu gefur fyrirtækjum kost á að bjóða hagsmunaaðilum sínum fullkomið gagnsæi. Þetta byggir upp traust og tryggir trúverðugleika í viðleitni fyrirtækja til kolefnisbindingar og jöfnunar.

Þarf ég að nota Klimate við kolefnisjöfnun?

Að draga úr losun er mikilvægasta aðgerðin sem fyrirtæki og einstaklingar taka sér fyrir hendur, en vísindin benda á: að draga úr er ekki nóg. Ef þú vilt verða kolefnishlutlaus þarftu að fjarlægja óhjákvæmilega losun. Klimate leggur áherslu á kolefnisförgun, sem þýðir að þú tekur virkan CO₂ úr andrúmsloftinu.

Afhverju Klimate?

Klimate sameinar margar aðferðir í sínum kolefnisbindingarsöfnum, í gegnum magrvísleg verkefni, sem gerir viðskiptavinum kleift að:

 • Draga úr hættu á grænþvotti með því að fara út fyrir hina almennu bindingarleið
 • Stilla upp raunhæfum kostnaði og fjárhagsáætlun
 • Spá fyrir um stærð framtíðar fjárfestingar í kolefnisbindingu/förgun

Hvernig get ég verið viss um að kolefnisverkefnið sé gilt?

Klimate hefur byggt upp öflugan greiningarramma til að bera kennsl á kolefnisförgunar verkefni til að tryggja hágæða kolefnisförgun. Við greiningu verkefna skoðar Klimate:

 • Loftslagsáhrif: Klimate metur varanleika og hraða verkefna til að fjarlægja kolefni til að ákvarða hvaða áhrif þau hafa á loftslagsbreytingar
 • Samhliða ávinningur: fyrir utan kolefnisförgun, metur Klimate félagslegan og umhverfislegan ávinning sem kolefnisförgunarverkefnin skapa
 • Löggilding: Klimate greinir bókhalds- og sannprófunarferla kolefnisförgunarverkefna til að tryggja traust og trúverðugleika verkefna
 • Horfur: Klimate metur mögulegan ávinning og áhættu af kolefnisförgunarverkefnum til að tryggja fjárfestingu þína í framtíðinni