Go to frontpage
Go to frontpage

Persónuverndaryfirlýsing

Persónuverndaryfirlýsing Klappir Grænar Lausnir hf. („Klappir“, „fyrirtækið“, „við“, „okkur“).

Gagnaöryggi viðskiptavina okkar skiptir okkur miklu máli. Okkur er kunnugt um að upplýsingum sem safnað er, unnið úr og settar fram í hugbúnaðarlausn- og þjónustu Klappa gæti talist til persónuupplýsinga. Við erum staðráðin í að vernda þau eins og hægt er og við vinnum gögn samræmi við gagnaverndarreglugerð (GDPR).

Persónuverndaryfirlýsing Klappa upplýsir þig um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar þegar þú heimsækir vefsíðu okkar og notar lausn okkar og þjónustu og upplýsir einnig um persónuverndarrétt þinn og hvernig lögin vernda þig.

Tilgangur persónuverndaryfirlýsingar

Persónuverndaryfirlýsing miðar að því að veita þér upplýsingar um hvernig við söfnum, vinnum og notum persónuupplýsingar við notkun á hugbúnaði okkar, þ.m.t öll gögn sem þú veitir þegar þú gerist áskrifandi að eða skráir þig inn á þjónustusíðu okkar. Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa persónuverndaryfirlýsingu, þar á meðal allar beiðnir til að nýta lagaleg réttindi þín, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota upplýsingarnar sem settar eru fram hér að neðan:

Klappir Grænar Lausnir hf.
Tölvupóstur: support(at)klappir.com
Heimilisfang: Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur, Ísland
Sími: +354 5193800

Hvaða gögnum söfnum við

Persónugögn, eða persónuupplýsingar, eru allar upplýsingar um einstakling þar sem hægt er að bera kennsl á viðkomandi. Það felur ekki í sér gögn þar sem auðkenni hefur verið fjarlægt (nafnlaus gögn).

Við getum þurft að safna, nota, geyma og flytja mismunandi tegundir persónuupplýsinga um þig sem við höfum flokkað sem hér segir:

 • Auðkennisgögn innihalda fornafn, millinafn, eftirnafn, notandanafn eða svipað auðkenni, titill og notendamynd.
 • Samskiptagögn innihaldið netföng og símanúmer.
 • Færslugögn innihalda upplýsingar um greiðslur fyrir þjónustu.
 • Tæknigögn innihalda netsamskiptareglur (IP) tölu, innskráningargögn, gerð vafra og útgáfu, tímastillingar og staðsetningu, viðbætur og útgáfur vafra, stýrikerfi og vettvang og önnur tækni á tækjunum sem þú notar til að fá aðgang að þessari vefsíðu.
 • Prófílgögn innihalda upplýsingar um innskráningu þína, óskir og endurgjöf.
 • Notkunargögn innihalda upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðu okkar og þjónustu.

Þar sem við þurfum að safna persónuupplýsingum samkvæmt skilmálum samninga sem við höfum gert með þér og þú gefur ekki upp þessi gögn þegar þess er óskað, þá er sá möguleiki fyrir hendi að við getum ekki uppfyllt samningskyldur okkar gagnvart þér.

Hverning söfnum við persónu upplýsingum?

Við notum mismunandi aðferðir við að safna gögnum frá þér og um þig, þar á meðal í gegnum:

 • Bein samskipti. Þú getur gefið okkur auðkenni þitt og samskiptagögn með því að fylla út eyðublöð eða með því að hafa samskipti við okkur í pósti, síma, tölvupósti eða á annan hátt. Þetta felur í sér persónuupplýsingar sem þú lætur af hendi þegar þú sækir um vörur okkar eða þjónustu eða gefur okkur endurgjöf.
 • Sjálfvirk tækni eða samskipti. Þegar þú hefur samskipti við vefsíðu okkar gætum við safnað notkunargögnum og tæknigögnum sjálfkrafa um búnað þinn, hugbúnaðarnotkun og mynstur. Við söfnum þessum persónuupplýsingum með því að nota vafrakökur og aðra svipaða tækni.
 • Þriðju aðilar eða opinberar heimildir. Þegar þú tekur þátt í þjónustu okkar getur þú valið að veita okkur aðgang að gögnum þínum frá gagnaveitum þriðja aðila.

Þó að í flestum hrágögnum sem safnað er frá gagnaveitum þriðja aðila séu ekki persónugreinanleg gögn, gæti verið möguleiki fyrir hendi að tengja þær við auðkenndan eða auðþekkjanlegan einstakling, þá breytast upplýsingarnar í persónuupplýsingar.

Hvernig notum við persónuupplýsingar

Við notum aðeins persónuupplýsingar í samræmi við lög. Algengast er að við notum persónuupplýsingar þínar við eftirfarandi aðstæður:

 • Þar sem við þurfum að framkvæma þann samning sem við erum að fara að gera eða höfum gert við þig.
 • Þar sem við þurfum að uppfylla lögbundnar skyldur.

Vafrakökur (Cookies)

Þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann hafni öllum vafrakökum eða sumum vafrakökum eða vafrinn lætur þig vita hvenær vefsíður setja eða fá aðgang að vafrakökum. Ef þú slekkur á vafrakökum eða neitar, vinsamlegast hafðu það í huga sumir hlutar þeirrar vefsíðu gætu orðið óaðgengilegir eða ekki virkað sem skyldi. Fyrir frekari upplýsingar um hvernig við notum vafrakökur, vinsamlegast kynntu þér vafrakökustefnu okkar.

Breyting á tilgangi

Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem við söfnuðum þeim fyrir, nema að við teljum að við þurfum að nota þær af annarri ástæðu og sú ástæða er í samræmi við upphaflegan tilgang. Ef þú vilt fá skýringar á því hvernig vinnsla fyrir nýja tilganginn er í samræmi við upphaflega tilganginn, vinsamlegast hafðu samband við okkur.

Miðlun gagna

Við gætum þurft að flytja persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila, svo sem skýjaþjónustu, til að gera okkur mögulegt að veita þér þjónustu okkar. Sumir þessara aðila getur verið staðsett utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Við krefjumst þess að allir þriðju aðilar virði öryggi persónuupplýsinga þinna og meðhöndli þær í samræmi við lög. Við leyfum ekki þriðja aðila þjónustuveitendum okkar það nota persónuupplýsingar þínar í eigin tilgangi og leyfum þeim aðeins að vinna úr þínum persónuupplýsingum í tilgreindum tilgangi og í samræmi við leiðbeiningar okkar.

Þar sem við notum þjónustuveitendur með aðsetur í Bandaríkjunum gætum við þurft að flytja gögn til þeirra, ef svo er þá aðeins undir Privacy Shield, sem krefst þess að þeir veiti svipaða vernd á persónuupplýsingum sem deilt er á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Gagnaöryggi

Við höfum sett viðeigandi öryggisráðstafanir á til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar týnist fyrir slysni, eða séu notaðar eða aðgangur að þeim breytt á óviðkomandi hátt. Að auki takmörkum við aðgang að persónuupplýsingum þínum við þá starfsmenn, umboðsmenn, verktakar og aðrir þriðju aðila. Þeir mun aðeins vinna persónuupplýsingar þínar samkvæmt fyrirmælum okkar og eru allir aðilar háðir þagnarskyldu.

Við höfum sett upp verklagsreglur til að takast á við grun um brot á persónuupplýsingum og mun láta þig og viðeigandi eftirlitsaðila vita ef um brot er að ræða, þar sem við erum löglega skyldug til að gera það.

Gagna varðveisla

Við munum aðeins varðveita persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilganginn við söfnun þeirra, þar á meðal í þeim tilgangi að fullnægja öllum lagalegum kröfum.

Til að ákvarða viðeigandi varðveislutíma fyrir persónuupplýsingar, lítum við á magn, eðli og viðkvæmni persónuupplýsinganna, hugsanlega hættu á skaða af völdum óheimilli notkun eða birtingu persónuupplýsinga þinna, tilgangurinn sem við vinnum persónuupplýsingar þínar og hvort við getum náð þeim tilgangi í gegnum aðrar leiðir og viðeigandi lagaskilyrði.

Lögvarinn réttur þinn

Samkvæmt lögum um persónuvernd þá átt þú, eða sá sem þú deildir persónuupplýsingum um viss réttindi. Þessi réttindi fela í sér:

 • Að biðja um aðgang að persónuupplýsingum.
 • Óskað eftir leiðréttingu á persónuupplýsingum.
 • Að biðja um eyðingu persónuupplýsinga.
 • Andmæla vinnslu persónuupplýsinga.
 • Óskað eftir takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga.
 • Beiðni um flutning persónuupplýsinga
 • Réttur til að afturkalla samþykki.

Ef þú vilt nýta eitthvað af ofangreindum réttindum, vinsamlegast hafðu samband við okkur contact@klappir.com

Við reynum að svara öllum lögmætum beiðnum innan eins mánaðar. Einstaka sinnum getur það tekið okkur lengri tíma en mánuð ef beiðnin flókin eða þú hefur lagt fram fjölda beiðna. Ef svo er munum við láta þig vita og halda þér upplýstum.