Go to frontpage
Go to frontpage

Grænir samstarfsaðilar

Klappir trúir á samvinnu þegar kemur að loftslagsmálum. Við tökum þátt í verkefnum bæði hér heima á Íslandi og erlendis.

Origo _Timian

Origo

Timian er hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki sem hjálpar þeim að framkvæma öll sín innkaup í einu viðmóti með rafrænum hætti. Aðal markmiðið með Timian er að hjálpa fyrirtækjum að ná betri stjórn á innkaupum og notkun aðfanga með rafrænum og umhverfisvænum hætti. Ef upplýsingar um kolefnisspor liggja fyrir, reiknast einnig kolefnispor innkaupa og máltíða. ​Timian hjálpar því fyrirtækjum að vinna að Heimsmarkmiði 12 (UNGC) er fjallar um minni sóun í innkaupum og endurvinnslu aðfanga.

Timian er hugbúnaðarlausn þróuð af Origo. Einkunnarorð Origo eru „Betri tækni bætir lífið“ en Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja (stórra sem smárra), opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi.

Kolviður

Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni. Markmið verkefnisins eru því margþætt, á sama tíma og kolefnisbinding á sér stað, á sér stað binding jarðvegs og auðgun gróðurvistkerfa.

Klimate illuststration

Klimate

Klimate útvegar, greinir og fjármagnar kolefnisförgun frá öllum heimshornum. Verkefni Klimate innihalda ýmsar kolefnisförgunar aðferðir, allt frá gróðursetningu trjáa í skógi til flóknari verkefna svo sem föngun koltvísýrings úr andrúmslofti, í samræmi við alþjóðlega staðla sem eru viðurkenndir af íslenskum og alþjóðlegum yfirvöldum.

Myliu mišką er opinber stofnun, óhagnaðardrifin, sem hefur það að meginmarkmiði að stækka litháíska skógarsvæðið og minnka magn CO₂ í andrúmsloftinu. Myliu mišką hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum að kolefnisjafna sinn rekstur með því að planta nýjum trjám. Stofnendur Myliu mišką hafa mikla reynslu og sérfræðiþekkingu í skógrækt. Fyrir CO₂ útreikninga treystir Myliu mišką á sértæka útreikninga, endurskoðaða af alþjóðlegum fyrirtækjum og sérfræðingum á þessu sviði.