Go to frontpage
Go to frontpage

Sjálfbærar fjárfestingarÁreiðanleg og gagnsæ gögn um fjárfestingar og útlán

Byggðu upp áreiðanlegan og gagnsæjan sjálfbærnigrunn um vörur þínar og þjónustu hvort sem það er fjárfesting, vara, hugbúnaður eða þjónusta.

Losunarbókhald frá virðiskeðjunni þinni

Með Sjálfbærum fjárfestingum getur þú haldið utan um virðiskeðju þína með áreiðanlegum og gagnsæjum gögnum. Sjálfbærar fjárfestingar bjóða upp á möguleikan að senda gagnabeiðnir í gegnum Sjálfbærnilausn Klappa, safna, vinna úr og geyma frammistöðugögnin í einni lausn. Sjálfbærar fjárfestingar fela í sér þrjár einingar; Sjálfbær fjárfesting, Sjálfbærir birgjar og Sjálfbærir samstarfsaðilar.

Umfang 3, Flokkur 15Sjálfbær fjárfesting

Tilgangur Sjálfbærrar fjárfestingar er að gera fjármálastofnunum kleift að safna og hlaða upp losunargögnum um skráð hlutabréf, skuldabréf, óskráð hlutabréf, viðskiptalán og verkefnafjármögnun. Á grundvelli safnaðra gagna og viðbótargagna frá fjármálastofnun reiknar lausnin losun bundna í fjárfestingum sem og gæðastig gagna.

Lausnin gerir fjármálastofnunum einnig kleift að hlaða upp fyrirframútreiknaðri fjármagnaðri losun á húsnæðislán og bílalán.

Með þessari gagnsæju og samþættu aðferðafræði í einni lausn getur þú birt áreiðanleg fjármögnuð losunargögn ásamt gæðastigi gagna.

Útreikningarnir eru byggðir á Partnership for Carbon Accounting Financials Standard (PCAF, 2022). PCAF gagnagæðastigið er byggt á gæðum undirliggjandi gagna sem eru metin frá 1-5 (einkunn 1 er besta einkunn og 5 er versta einkunn).

Með Sjálbærri fjárfestingu getur þú safnað gæða gögnum á meðan þú lágmarkar vinnuálag þitt. Gögnunum er hlaðið inn í umfangi 3, í flokk 15 í sjálfbærniyfirlýsingunni.

Umfang 3, Flokkur 1Sjálfbærni birgja

Tilgangur Sjálfbærra birgja er að gera fyrirtækjum kleift að safna gögnum um sjálfbærni frammistöðu birgja sinna.

Sjálfbærnimat birgja
Sjálfbærnimat er mikilvægt til að fá fulla yfirsýn yfir ábyrgð birgja þinna varðandi sjálfbærni og áhættuna sem birginn getur yfirfært á fyrirtæki þitt. Hver birgi fær hlutlæga og huglæga einkunn byggða á frammistöðu þeirra í sjálfbærni. Lausnin auðveldar yfirlit og mat á sjálfbærniþáttum núverandi virðiskeðju.

Vörumat birgja
Með vörumati birgja gefa birgjar heildaryfirsýn yfir þá losun sem tengist hverjum vöruflokki. Hægt er að hlaða inn mánaðarlega keyptum vörum og þjónustu úr staðlaðri gagnabók (pre-calculated) inn í umfangi 3, flokki 1 í Sjálfbærnilausn Klappa.

Sjálfbærnimat (UFS)Sjálfbær samstarfsaðili

Tilgangur Sjálfbærra samstarfsaðila er að skilja frammistöðu sjálfbærni virðiskeðju þinnar þegar kemur að umhverfis-, félagslegum og stjórnunarþáttum (UFS).

Sjálfbær samstarfsaðili inniheldur gagnaskráningareiningu og virkni til að gefa einkun byggða á sjálfbærni frammistöðu samstarfsaðilanna. Sjálfbærnieinkunin er sjálfkrafa reiknuð út frá fyrirfram skilgreindum breytum.

Hver samstarfsaðili fær hlutlæga og huglæga einkunn. Hlutlæg einkun er stöðluð sem reiknuð er í Sjálfbærnilausn Klappa. Hlutlæg einkun allra samstarfsaðila er reiknuð út á sama staðlaða mátan. Huglæga einkunnin gefur þér tækifæri til að aðlaga einkunn í átt að þeim þáttum sem þér þykja miklvægir og þú leggur áherslu á í virðiskeðjunni þinni.

Viltu vita meira?

Ef þú hefur áhuga á að vita meira um vörur Klappa sem snúa að sjálfbærum fjármálum, hikaðu þá ekki við að hafa samband við einn sérfræðinga okkar með því að senda okkur línu á service@klappir.com