Go to frontpage
Go to frontpage

Sjálfbærar fjárfestingar

Lausn sem gerir fjármálageiranum kleift að safna áreiðanlegum og gagnsæjum gögnum um fjárfestingar sínar og útlán. Notandinn fær sjálfbærnistig fyrir hvert verkefni og heildaryfirsýn yfir fjárfestingarsafnið.

Safnaðu sjálfbærni upplýsingum um heildar fjárfestingarsafnið

Að safna saman gögnum sem snúa að sjálfbærni (UFS) getur reynst áskorun þar sem erfitt getur verið að nálgast gögn um þessi mál. Sjálfbærnilausn Klappa tekur mið af þessum vanda og hefur fundið lausn á honum. Með því að nýta sér lausn Klappa "Sjálfbærar fjárfestingar" verður auðveldara fyrir fyrirtæki og stofnanir að halda utan um núverandi gögn og fylgjast með framgangi virðiskeðju sinnar. Þessi lausn veitir notendum að hugbúnaði Klappa tækifæri til þess að senda gagnabeiðni á sína virðiskeðju þar sem upplýsingum er safnað saman á einn stað, byggt á raungögnum, gagnsæi og samanburðarhæfni.

UFS mat

UFS mat (e. ESG rating) felur í sér gagnaskráningu og einkunnargjöf á birgjum, samstarfsaðilum og fyrirtækjum sem starfa með þínu fyrirtæki og sem hafa því áhrif á sjálfbærnieinkunn þíns fyrirtækis. Sjálfbærnieinkunnin reiknast sjálfkrafa í kerfinu.

Tilgangur þess að meta þessa aðila á þennan hátt er að átta sig á því hversu góð staðan er í virðiskeðju fyrirtækis þíns hvað varðar sjálfbærni, þ.e. hvað varðar umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti. Hver og einn birgir/fyrirtæki fær hlutlæga og huglæga einkunn og hægt er að meta virðiskeðju þína með tilliti til hennar. UFS mat gerir fyrirtækjum þannig kleift að bera saman sjálfbærniframmistöðu fyrirtækja í virðiskeðju sinni og taka ákvarðanir sem byggjast á aukinni áherslu í sjálfbærni. UFS mat getur jafnframt virkað sem hvati fyrir svarendur til að setja sér markmið og gera betur fyrir næsta mat.
Fjárfestar horfa í auknum mæli til UFS þátta þegar kemur að fjárfestingaákvörðunum en það tengist vaxandi áhuga á ábyrgum fjárfestingum innan fjármálageirans.

Sjálfbærnilausn Klappa býður fyrirtækjum og fagfjárfestum upp á að senda gagnabeiðni í gegnum kerfið þar sem upplýsingar eru á einum stað, byggðar á raungögnum, gagnsæi og samanburðarhæfni. UFS mat af þessu tagi er sent út af fyrirtæki sem hefur þá í hyggju að meta eignasafn sitt út frá UFS þáttum. Þegar svarandi svarar gagnabeiðni veitir hann téðu fyrirtæki leyfi til að nálgast þessar upplýsingar.

PCAF mat

PCAF matspakkinn er viðbót á lausnapalli Klappa. Pakkinn inniheldur gagnasöfnun og skráningu og einkunnakerfi fyrir fjárfestingar og lán. PCAF matið metur losun fjármálastofnana út frá lána- og eignasöfnum þeirra og fellur undir [umfang 3, flokk 15 (fjárfestingar) í GHG protocol]https://ghgprotocol.org/sites/default/files/standards_supporting/Chapter15.pdf).

Tilgangur PCAF staðalsins er að bjóða fjármálastofnunum upp á gagnsæja og samræmda aðferðafræði til að mæla og upplýsa um það kolefnisspor sem tiltekin fjármálastofnun fjármagnar í formi lána og fjárfestinga. Einkunn PCAF byggir á gæðum undirliggjandi gagna og er gefin frá 1 - 5 (þar sem 1 er hæsta einkunn og 5 er lægsta einkunn).

PCAF mælir losun út frá 6 eignategundum

  1. Skráð hlutabréf og skuldabréf
  2. Fyrirtækjalán og óskráð hlutabréf
  3. Framkvæmdalán
  4. Fasteignalán
  5. Fasteignalán fyrirtækja
  6. Bílalán

Sjálfbærnilausn Klappa mælir fyrstu tvær eignategundir PCAF og mun bæta við sig mælingum á hinum fjórum tegundunum síðar. Gagnsæ og samræmd aðferðafræði við mælingu á kolefnisspori fjárfestinga og lána hjálpar fjármálastofnunum að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að markmiðasetningu, stefnumótun og aðgerðum sem snúa að því að draga úr kolefnisspori alþjóðahagkerfisins.

Birgjamat

Birgjamatseiningin, sem byggir á alþjóðlegum UFS stöðlum, er viðbót við sjálfbærnihugbúnað Klappa og hjálpar fyrirtækjum að styrkja sig hvað varðar Umfang 3, flokk 1 (aðkeyptar vörur og þjónusta) í virðiskeðju sinni.
Birgjamatseiningin hjálpar fyrirtækjum að safna sjálfbærnigögnum frá birgjum í virðiskeðjunni. Hver birgir fær hlutlæga og huglæga einkunn sem byggð er á sjálfbærnigögnum hans. Birgjamatið gefur gott yfirlit yfir og mat á stöðu sjálfbærni í virðiskeðjunni hverju sinni og jafnframt er hægt að nota birgjamatið til að meta hugsanlega nýja birgja. Þannig er hægt að skoða hvar birgjarnir standa miðað við sambærilega birgja (e. benchmarking). Gögnin eru sannreynd til að ná fullu gegnsæi á stöðuna og fá góða þekkingu á birgjanum. á sveigjanlegan og lipurlegan hátt.

Viltu vita meira?

Ef þú hefur áhuga á að vita meira um vörur Klappa sem snúa að sjálfbærum fjármálum, ekki hika við að hafa samband við einn af okkar sérfræðingum með því að senda okkur línu á service@klappir.com