Go to frontpage
Go to frontpage

Sjálfbærar hafnir

PortMaster hjálpar höfnum við að safna saman og vinna úr mikilvægum lögfylgnigögnum um skip.

Gagnasöfnun og gagnaúrvinnsla frá höfnum

PortMaster er lausn fyrir hafnir og býður upp á fulla yfirsýn yfir MARPOL Annex I-VI gögn frá skipum sem koma í höfn. Jafnframt býður lausnin upp á að deila gögnunum til viðeigandi stofnana og að nota gögnin sem drifkraft til jákvæðra breytinga.

PortMaster er safn hugbúnaðarlausna sem hannaðar eru til að einfalda yfirsýn og stjórnun á skyldubundinni umhverfisstarfsemi í höfnum og til að auka réttmæta og skilvirka gagnasöfnun. Í PortMaster er: gagnasöfnun, meðhöndlun og úrvinnsla gagna og útgáfa á rafrænum kvittunum.

Einingar í PortMaster

PortMaster styður hafnir í að safna og vinna úr mikilvægum gögnum frá skipum. Margir aðilar starfa við hafnir og í tengslum við þær og PortMaster er hannaður með það í huga og hefur sérstakt sniðmát fyrir mismunandi aðila.

Umboðsmaður skipa
PortMaster aðstoðar umboðsmenn skipa við að einfalda ferla þegar kemur að því að panta þjónustu sem skip þarfnast þegar það kemur í höfn.

Þjónustuaðili
PortMaster einfaldar samskipti milli umboðsmanns, þjónustuaðila og skipsins. Þjónustuaðilinn getur útbúið kvittanir, t.d. úrgangs kvittanir, með PortMaster lausninni og afhent skipinu rafrænt.

Umhverfisstarfsemi
PortMaster einfaldar gagnasöfnun fyrir skýrslur sem ætlaðar eru yfirvöldum umhverfismála.