Go to frontpage
Go to frontpage

Sjálfbærar skipaferðir

LogCentral er heildstæð stafræn lausn fyrir skipageirann og felur í sér skráningu og eftirlit á sjó og landi með sjálfbærni skipa.

EiginleikarFordæmalaus yfirsýn yfir daglegan rekstur skipa þinna

Með rafrænum skipadagbókum um borð, með beintenginu við mikilvæg rekstrargögn eins og eldsneytisflæði, færðu fordæmalausa yfirsýn yfir daglegan rekstur skipa þinna.

Fylgstu með gögnum um borð
Fylgstu úr fjarlægð með öllum færslum sem gerðar eru í skipunum þínum og tryggðu að rangar/gallaðar færslur endi ekki með sektum á félagið þitt.

Áreiðanleg gögn
Gögn sem safnað er með lögbundnum rafrænum skýrslum eru hágæða gögn sem hægt er að nota í svo miklu meira en að forðast sektir. Virkjaðu öll þessi gögn.

Rekstrarhagkvæmni
Fáðu nýja innsýn í starfsemi þína gegnum myndræna framsetningu gagnanna.

Streymi til hagsmunaaðila
Streymdu skipadagbókunum beint til hafna og yfirvalda og losaðu þig við heimsóknir skoðunarmanna um borð og óþarfa upplýsingaskipti.

Vertu með skráningargögnin á hreinu

Skipum er skylt að halda skrár yfir margt um borð á meðan á ferð stendur. Undanfarin ár hefur kröfulistinn stækkað og sýnir engin merki um að hægja á sér. Það getur orðið tímafrekt að halda utan um fjölda skráabóka sem eitt skip þarf á að halda.

Eftir að MARPOL samþykkti formlega notkun rafrænna færslubóka Klappa í október 2020, er LogCentral tilvalin lausn til að halda utan um gagnamagnið sem þarf að stjórna.

LogCentral hefur flokkunarsamþykki frá Lloyds Register, sem staðfestir að það sé í samræmi við gildandi löggjöf, þar á meðal þá sem sett eru af Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) og MARPOL.

Rafrænar skipadagbækur og fjarvöktun skipa úr landi

LogCentral lausnin samanstendur af tveimur tengdum lausnum, önnur er fyrir skipið og geymir hún fjölda rafrænna dagbóka, yfirlit yfir starfsemi og stjórnunartæki og hin er fyrir starfsfólk á landi til að fylgjast með fjarvöktun um borð í skráningarbókum. Gögnin úr dagbókunum eru einnig notuð til að fylgjast með frammistöðu þar sem þau teljast til gæðagagna. Þessum gögnum er síðan hægt að bæta við önnur utanaðkomandi gögn í gegnum gagnatengingar (API) okkar, svo sem farmgögn og eldsneytisflæðisgögn, sem gefur notandanum möguleika á meiri og betri frammistöðugreiningum en hann hefur haft áður.

Er LogCentral rétta lausnin fyrir mig?

LogCentral lausnin byggir á lögum og mætir hún kröfum alþjóðlegra staðla ss. MARPOL, MRV, DCS og BWMC. Ef þú vilt nútímavæða starfsemi þína og gera skipadagbækur þínar rafrænar þá er LogCentral hin fullkomna lausn. Við bjóðum upp á mismunandi pakka fyrir mismunandi gerðir og stærðir skipa.