Go to frontpage
Go to frontpage

EiginleikarSjálfbærni bókhald

Sjálfvirk gagnasöfnun og útreikningar gera þér kleift að einbeita þér að því sem mestu máli skiptir: Að draga úr kolefnislosun.

SkipulagGagnaöflun þarf ekki að vera flókin

Við kolefnisstjórnun og kolefnisbókhald þarf að safna gríðarlega miklum gögnum, geyma þau og ferla. Það þarf hvorki að vera flókið né tímafrekt. Sjálfbærnilausn Klappa gerir gagnaöflun sjálfvirka og einfaldari en skilar um leið miklu magni af góðum og áreiðanlegum rauntímagögnum.

Meiri gæði með losunarstuðlum

Skráðu bæði beina og óbeina losun samkvæmt gróðurhúsalofttegundabókuninni (GHG Protocol). Í gagnagrunni okkar eru losunarstuðlar stöðugt uppfærðir til að tryggja að útreikningar séu eins nákvæmir og mögulegt er.

GreiningFylgstu með kolefnisfótspori þínu

Sökktu þér í umhverfisgögnin. Hægt er að greina kolefnislosun allra eininga, notenda eða birgja með mikilli nákvæmni. Öflug greiningartæki gera þér kleift að koma auga á tækifæri til að draga úr losun og sóun. Auðvelt er að lesa í gögn og niðurstöður sem hægt er að skoða á myndrænu formi eða sem ítarlegar skýrslur, allt eftir því hvað best hentar hverju sinni.

Framkvæma Gerðu sjálfbærniskýrslur

Gerðu skýrslur og deildu með hagsmunaaðilum á augabragði, með sniðmátum sem hönnuð eru samkvæmt viðurkenndum stöðlum eins og GRI, UNGC, Nasdaq ESG o.fl.