Go to frontpage
Go to frontpage

Um okkur

Sagan okkar

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2013. Fyrirtækið hefur þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni.

Klappir var í upphafi stofnað til þess að hanna stafrænar lausnir á sviði umhverfismála fyrir haftengdan iðnað. Sýn fyrirtækisins var að nýta umfangsmikil gögn, sem verið var að safna í pappírsformi, og rafvæða lögbundna skráningarferla. Fljótlega byrjaði gagnasöfnunin að teygja sig víðar og nær nú utan um flest allt sem snertir umhverfismælingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Klappir hafa því markvisst unnið að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til þess að mynda sjálfbært vistkerfi.

Leiðin okkar

Frá árinu 2014 höfum við stöðugt verið að bæta Sjálfbærnilausn okkar og viðbætur við lausnina. Við leggjum áherslu á öfluga gagnaskráningu, gagnastjórnun, eignastýringu og stafræna tvíbura, greiningu, innsýn, kolefnis bókhald og birting sjálfbærniuppgjöra. Við leggjum einnig áherslu á að viðskiptavinir okkar geti unnið saman í einu stafrænu vistkerfi með því að deila sjálfbærnigögnum og upplýsingum sín á milli.

Frá því að vera með 50 viðskiptavini árið 2015 hefur þeim fjölgað og nú nýta meira en 700 viðskiptavinir ýmist einstaka lausnarviðbætur okkar eða Sjálfbærnilausnina í heild. Þessir viðskiptavinir eru úr ýmsum atvinnugreinum eins og flugi, skipageiranum, bankastarfsemi, smásölu og fasteignafélög sem dæmi. Klappir hefur því víðtæka þekkingu á þeim áskorunum sem þessar atvinnugreinar standa frammi fyrir og hefur verkfæri og aðferðafræði til að styðja viðskiptavini sína til sjálfbærari framtíðar.

Við leggjum áherslu á samfélagið og reynum eftir fremsta megni að gera fólki kleift að vinna saman og styðja hvert annað á grundvelli SDG 17. Enginn getur leyst áskoranirnar einn, aðeins með samvinnu getum við stutt samfélag okkar til að verða sjálfbærara. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að auka notendaupplifun þeirra. Við stefnum að því að veita viðskiptavinum okkar traustan stuðning og aðstoð á meðan unnið er með hugbúnaðinn okkar.

Klappir er íslenskt að uppruna og hefur í gegnum árin byggt upp náin tengsl bæði við atvinnugreinar og sveitarfélög á Íslandi. Samstarf okkar felur í sér bæði þróun tækninnar og aðferðafræðinnar þar sem hugmyndum er deilt og góðar tillögur enda í vegvísinum okkar.

Við vildum opna leið fyrir almenning til að hafa áhrif á samfélagið í gegnum Klappir og þess vegna skráðum við Klappir árið 2017 á Nasdaq First North. Nú erum við með meira en 300 hluthafa og við bjóðum fólki að íhuga möguleikann á að hafa sjálfbærniáhrif á samfélagið með því að ganga til liðs við okkur og gerast hluthafar.

Okkar markmið

Markmið Klappa er að auka skilning á öllum hliðum sjálfbærni með stöðugri þróun á snjöllum Sjálfbærnilausnum.

Við höfum brennandi áhuga á að aðstoða viðskiptavini okkar við að gera fyrirtæki sín sjálfbær með því að veita þeim aðgang að nákvæmum rauntímagögnum sem auðvelt er að vinna með, greina og bregðast við.

Merkingin á bak við nafnið Klappir

Íslenskar klappir geta verið margs konar; hrjúfar, sléttar, miklar, brattar en alltaf sterkar og traustar. Það viljum við vera. Traustur grunnur sem fyrirtæki geta byggt sjálfbærni sína á og reitt sig á við hvert skref.

Mannauður og menningFólkið okkar

Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á sjálfbærni!

Við erum skapandi

Þau sem nota sjálfbærnilausn Klappa eru þáttakendur í stafrænu sjálfbærni vistkerfi þar sem yfirsýn og utanumhald um sjálfbærni er raunhæfur möguleiki.

Háþróaðar lausnir Klappa auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum um sjálfbærni með nýjum og skapandi hætti.

Við erum fagleg

Við nálgumst viðskiptavini og viðfangsefni af fagmennsku og virðingu.

Okkur er ekki sama

Okkur er mjög umhugað um viðskiptavini okkar og hjálpum þeim að setja sér háleit markmið um sjálfbærni.