Go to frontpage
Go to frontpage

United Nations Global Comapct

Klappir og UN Global Compact

Klappir er þátttakandi í UN Global Compact sem er hvati Sameinuðu þjóðanna til samfélagsábyrgðar fyrirtækja og stofnana að því er varðar mannréttindi, vinnumarkað, umhverfi og aðgerðir gegn hvers kyns spillingu. Klappir hefur verið aðili að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna UN Global Compact síðan 2017.

Með þátttöku skuldbindur félagið sig til þess að stefna og starfshættir séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Klappir skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birta opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins í samræmi við viðmið UN Global Compact.

Í gagnagrunni UN Global Compact er hægt að kynna sér framvinduskýrslur fyrirtækja

UN Global Compact

Global Compact var stofnað árið 2000 og er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttöku skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, er varða samfélagslega ábyrgð og styðja helstu markmið Sameinuðu þjóðanna.

Þátttakendur í Global Compact skila inn skýrslu árlega (Communication on Progress) og gera grein fyrir hvernig innleiðing á grundvallarviðmiðum Global Compact er háttað. Þá tengja þau fyrirtæki sem taka þátt í Global Compact starfsemi sína við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og lista upp þau markmið sem þau leggja áherslu á í sinni starfsemi inn í opin gagngrunn Global Compact.

Hin tíu grundvallarviðmið UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.

Mannréttindi

  • Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda
  • Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

Vinnumarkaður

  • Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
  • Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
  • Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
  • Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

Umhverfi

  • Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
  • Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
  • Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

Gegn spillingu

  • Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er viðleitni fyrirtækja til að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila auk umhverfis í gegnum daglegan rekstur sinn og umfram lagalegar skyldur sínar.

Samfélagsleg ábyrgð er mikilvægur málaflokkur sem íslensk fyrirtæki þurfa að huga að. Sífellt er gerð aukin krafa um að fyrirtæki sýni fram á ábyrga starfshætti og stuðli að bættri velferð samfélags og umhverfis í daglegum rekstri.

Fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög víða um heim hafa innleitt stefnu í samfélagslegri ábyrgð í gegnum alþjóðleg viðmið á borð við Global Compact.

Heimilidir: UNA Iceland, United Nations Global Compact