Go to frontpage
Go to frontpage

Viðbætur við Sjálfbærnilausn Klappa

Stuðningseiningar við Sjálfbærnilausn Klappa, viðbætur fyrir skipa-, hafna- og fjármálageirann

Viðbætur við Sjálfbærnilausn Klappa

Viðbætur við hugbúnað Klappa eru sértækar lausnir fyrir fjármálaiðnaðinn, sjávarútveginn og hafnir.

Sjálfbærar fjárfestingar
Viðbótin er þróuð til þess að mæta kröfum reglugerðar (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálamarkaða (SFDR) sem skyldar aðila á fjármálamarkaði til upplýsingagjafar.

Sjálfbærar siglingar
Viðbótin er þróuð til þess að mæta kröfum reglugerðar (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, viðauka I-VI við MARPOL-samninginn og DCS reglugerðir.

Sjálfbærar hafnir
Viðbótin er þróuð út frá þörfum hafna og hafnaryfirvalda, fyrir móttöku og úrvinnslu hágæða umhverfisgagna frá skipum.

Sustainable Finance

Sjálfbær fjárfesting

Með sjálfbærri fjárfestingu er átt við ferli sem tekur tillit til umhverfis-, félags- og stjórnunarhátta sjónarmiða þegar fjárfestingarákvarðanir eru teknar í fjármálageiranum, sem leiðir til langtímafjárfestinga í sjálfbærri atvinnustarfsemi og verkefnum. Við höfum byggt við Sjálfbærnilausn okkar viðbót sem hönnuð er fyrir fjármálageiran og tekur á sjálfbærum fjármálum, þ.e. gerir fjármálageiranum kleift að safna áreiðanlegum og gagnsæjum gögnum um fjárfestingar sínar og lán. Það veitir notandanum sjálfbærnistig fyrir hvert verkefni og yfirsýn yfir heildarsafnið. Ramminn sem er notaður er PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) og Nasdaq leiðbeiningar um UFS.

Sustainable Shipping

Sjálfbærar skipaferðir

LogCentral er einstök lausn fyirr sjávarútveginn sem er gerð fyrir stafræna skráningu og eftirlit með sjálfbærni skipa á sjó og landi.

LogCentral samanstendur af tveimur samtengdum lausnum, annarri fyrir skipið sem geymir fjölda rafrænna skráningabóka, yfirlit yfir starfsemi og stjórnunartæki og hin fyrir starfsfólk á landi til að fylgjast með notkun skráningarbóka.

Sustainable Port

Sjálfbærar hafnir

Viðbótin Sjálfbærar hafnir er byggð á og við Sjálfbærnilausn Klappa og virkar sem vettvangur fyrir hafnir til að fá fulla yfirsýn yfir MARPOL viðauka I-VI gögn (EN) frá skipum sem koma til hafnar, dreifa upplýsingum til viðkomandi stofnana/yfirvalda og nota þær sem drifkraft til úrbóta.

Hafnir standa frammi fyrir sífellt flóknara verkefni við að fylgjast með og tilkynna um losun skipa sem koma í hafnir. Hafnaryfirvöld hafa mjög takmarkaðar heimildir til að fylgja eftir reglunum og eru að átta sig á því að án öflugra tækni- og hugbúnaðarlausna til að safna gögnum um raunverulega losun frá skipum og veita græna heimild er erfitt fyrir hafnir og yfirvöld að meta lækkun á losun og til að mæla lækkun á settum tímabilum.