Go to frontpage
Go to frontpage

ViðbæturVeldu þína viðbót

Viðbætur við Sjálfbærnilausn Klappa, fyrir skipafélög, hafnir og fjármálastofnanir.

Viðbætur við Sjálfbærnilausn Klappa

Viðbætur við hugbúnað Klappa eru sértækar lausnir fyrir fjármálaiðnaðinn, sjávarútveginn og hafnir.

Sjálfbærar fjárfestingar
Viðbótin er þróuð til þess að mæta kröfum reglugerðar (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálamarkaða (SFDR) sem skyldar aðila á fjármálamarkaði til upplýsingagjafar.

Sjálfbærar siglingar
Viðbótin er þróuð til þess að mæta kröfum reglugerðar (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, viðauka I-VI við MARPOL-samninginn og DCS reglugerðir.

Sjálfbærar hafnir
Viðbótin er þróuð út frá þörfum hafna og hafnaryfirvalda, fyrir móttöku og úrvinnslu hágæða umhverfisgagna frá skipum.

ViðbótSjálfbærar fjárfestingar

Með sjálfbærri fjárfestingu er átt við ferli sem tekur tillit til umhverfis-, félags- og stjórnunarhátta sjónarmiða þegar fjárfestingarákvarðanir eru teknar í fjármálageiranum, sem leiðir til langtímafjárfestinga í sjálfbærri atvinnustarfsemi og verkefnum. Við höfum byggt við Sjálfbærnilausn okkar viðbót sem hönnuð er fyrir fjármálageirann og tekur á sjálfbærum fjármálum, þ.e. gerir fjármálageiranum kleift að safna áreiðanlegum og gagnsæjum gögnum um fjárfestingar sínar og lán.

ViðbótSjálfbærar skipaferðir

Lausnin Sjálfbærar skipaferðir samanstendur af tveimur tengdum lausnum, annarri fyrir skipið sem geymir mikið magn rafrænna dagbóka, yfirlit yfir starfsemi og stjórnunartæki og hin fyrir starfsfólk á landi til að fylgjast í fjarvöktun með notkun skráningarbóka um borð. Gögnin úr dagbókunum eru einnig notuð til að fylgjast með frammistöðu þar sem gögnum sem safnað er eru vönduð og auðskiljanleg. Þessum gögnum er síðan hægt að bæta við önnur utanaðkomandi gögn í gegnum gagnatengingar okkar (API), svo sem farmgögn og eldsneytisflæðisgögn, sem gefur notandanum áður óþekkt magn og gæði gagna til frammistöðugreininga.

ViðbótSjálfbærar hafnir

Sustainable Port er lausn fyrir hafnir og býður upp á fulla yfirsýn yfir MARPOL Annex I-VI gögn frá skipum sem koma í höfn. Jafnframt býður lausnin upp á að deila gögnunum til viðeigandi stofnunar og nota gögnin sem drifkraft til jákvæðra breytinga.

Lausnin er hönnuð til að einfalda yfirsýn og stjórnun á skyldubundinni umhverfisstarfsemi við hafnir ásamt því að bæta gagnasöfnun á grundvelli réttmæti og skilvirkni. Lausnin samanstendur af gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og upplýsinga og útgáfu á rafrænum kvittunum.

Finnum rétta sjálfbærni leið fyrir þig

Markmið Klappa er að auka skilning á öllum þáttum sjálfbærni með stöðugri þróun snjallra sjálfbærnilausna. Klappir hefur unnið markvisst að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til að fylgjast með sjálfbærni og búa til tækni til að einfalda gagnaöflun og greiningu á sjálfbærnimálum.

Við höfum brennandi áhuga á að hjálpa viðskiptavinum að gera stofnanir sínar sjálfbærar með því að veita þeim aðgang að nákvæmum rauntímagögnum sem auðvelt er að vinna með, greina og bregðast við. Ef þér finnst þú þurfa frekari upplýsingar áður en þú tekur ákvörðun um hvaða áætlun þú velur hafðu samband við okkur og við finnum tíma til að ræða saman.

Hafðu samband