Go to frontpage
Go to frontpage

Aðferðafræði okkar

Markmið okkar er að vera leiðandi á heimsvísu í gagnadrifinni sjálfbærni þar sem lausnir okkar gegna lykilhlutverki.

Stafrænt sjálfbærni vistkerfi

Með því að vinna með öðrum fyrirtækjum og stofnunum innan hins stafræna vistkerfis, öðlast viðskiptavinir Klappa aukna getu til að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að sjálfbærni. Sjálfbærnilausnin veitir viðskiptavinum jafnframt tækifæri til þess að læra af öðrum í vistkerfinu og að meta sjálfbærniframmistöðu annarra, byggt á traustum upplýsingum sem lausnin reiknar út með hlutlægum hætti.

Vinnum saman að sjálfbærni

Enginn getur leyst áskoranirnar einn. Aðeins með samvinnu getum við stutt samfélag okkar í því að verða sífellt sjálfbærara. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að bæta notendaupplifun þeirra. Við veitum viðskiptavinum okkar góðan stuðning og aðstoð á öllum stigum, s.s. í innleiðingu, við notkun á hugbúnaðinum og við gerð sjálfbærniuppgjöra.

Höfuðstöðvar Klappa eru á Íslandi og í gegnum árin höfum við byggt upp náin tengsl og samstarf við íslenskt atvinnulíf og sveitarfélög. Samstarfið felur í sér þróun bæði tækninnar og aðferðafræðinnar þar sem skipst er á góðum hugmyndum og góðar tillögur enda gjarnan í verkáætlun okkar.

Stafrænt vistkerfi: aðferðafræði Klappa

Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir hafi aðgang að réttmætum gögnum sem snúa að sjálfbærni og reiknuð hafa verið út með gagnsæjum hætti. Það veitir þeim tækifæri til þess að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að eigin frammistöðu í sjálfbærni. Dæmi um það getur verið að nálgast upplýsingar sem snúa að kolefnisspori félagsins í tengslum við keyptar vörur og þjónustu eða að átta sig á mismunandi losunarþáttum í gegnum þau félög sem skipt er við. Stafræna vistkerfi Klappa veitir fyrirtækjum og stofnunum færi á að átta sig á óbeinni losun sinni með því að meta félög sem þau stunda viðskipti við. Upplýsingarnar sem fást með slíku mati geta leitt til ákvarðana og aðgerða sem bæta frammistöðu á sviði sjálfbærni.

Á grundvelli markmiðs Sameinuðu þjóðanna númer 17, samvinnu um markmiðin, skapar stafræna Sjálfbærnilausn Klappa samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki þar sem þau geta deilt upplýsingum, fengið stuðning frá öðrum og þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins í samvinnu við aðra.

Allir notendur sjálfbærnilausnar Klappa tengjast stafræna vistkerfinu og geta boðið öðrum að deila gögnum. Notendur hafa ennfremur stjórn á dreifingu sinna gagna til að tryggja áreiðanlegt og réttmætt flæði þeirra á milli aðila. Sjálfbærni snýst ekki einungis um þitt fyrirtæki, heldur snýr hún ótvírætt einnig að virðiskeðju félagsins og viðskiptavinum þess. Þess vegna er samstarf fyrirtækja lífsnauðsynlegt.