Go to frontpage
Go to frontpage

Sjálfbærnilausn KlappaEinstök lausn fyrir sjálfbærni verkefnin

Náðu markmiðum þínum í sjálfbærnimálum með skýjalausn sem gerir þér kleift að safna og stýra gögnum um eignir þínar og virðiskeðjuna. Sjálfbærnilausn Klappa einfaldar þér greiningarvinnu, skýrslugerð og sjálfbærnibókhald.

Við skiljum verkefnið

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera sérfræðingur í sjálfbærni. Ýmist er unnið með gögn sem berast með löngu millibili frá mörgum stöðum eða unnið upp úr Excel skjölum. Gögn eru dreifð víða, upplýsingar eru ógagnsæjar, mikil orka fer í óþarfa umstang og tímafrekt er að safna gögnum. Hljómar þetta kunnuglega?

Þetta þarf ekki að vera svona.

Sjálfbærnilausn Klappa vistar fyrir notandann á einum stað allar hugbúnaðarlausnir Klappa sem hann notar og gögnin sem safnast, sparar honum þannig tíma og færir honum hratt og örugglega alla þá yfirsýn og samhengi sem þarf til að búa til gagnsæjar, áreiðanlegar skýrslur sem hannaðar eru í samræmi við alþjóðlega staðla og leiðbeiningar.

Breyttu virknigögnum (e. activity data) í hagnýtt efni til aðgerða og fáðu gott yfirlit yfir umhverfisspor þitt í rauntíma.

Virkni

Sjálfbærnilausn Klappa veitir fyrirtækjum stuðning og aðgang að verkfærum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og kostnaði, allt á einum stað. Þú færð samstundis heildaryfirsýn yfir kolefnissporið og þær áskoranir sem fram undan eru.

Eignastýring

Í Eignastjóranum geturðu skráð allar eignir þínar og sent beiðnir til birgja þinna um að afhenda gögn um orkunotkun eigna, förgun úrgangs og önnur gögn. Smám saman safnast gögn sem tilheyra hverri eign og skýr mynd af eignunum og tilheyrandi kolefnissporum þeirra birtast. Með þessu færðu frábært yfirlit í Eignastjóranum yfir mismunandi kolefnisspor hverrar eignar og hægt að greina hvaða áhrif hver og ein eign hefur á sjálfbærniframmistöðuna í heild sinni. Til að fá skýrt yfirlit yfir frammistöðu hverrar rekstrareiningar fyrir sig býður Eignastjórinn upp á flokkun eigna fyrir ýmsar rekstrareiningar. Lausnir Eignastjórans eru þessar:

  • Mínar eignir: gefur yfirlit yfir allar eignir sem skilgreindar eru á lausnapallinum. Þessi lausn gerir viðskiptavinum kleift að flokka eignir eftir skipulagseiningum eða eftir staðsetningu.
  • Kortaskjár: gefur notandanum yfirsýn yfir staðsetningu eigna á korti.
  • Eignagögn: heldur utan um umhverfisálagið sem skráð er á hverja eign. Ef skráning er ekki rétt er það tilkynnt í mælaborðinu og notandi fær þá tækifæri til að leiðrétta skráninguna.

Stjórnun virðiskeðju

Með Stjórnun virðiskeðju (e. Value Chain Management) njóta fyrirtæki góðs af því að tengjast stafrænu vistkerfi Klappa. Eitt af fyrstu skrefum nýs notanda í innleiðingu á hugbúnaðinum er að velja úr stafræna vistkerfinu þau fyrirtæki sem hann vill tengjast. Lausnir Stjórnunar virðiskeðju eru þessar:

  • Mín virðiskeðja: Hér getur notandinn tengst stafrænu vistkerfi Klappa og valið þar fyrirtækin sem þeir vilja bæta við í virðiskeðju sína. Eftir að hafa valið fyrirtæki opnar notandinn fyrir gagnaskráningu.
  • Mín boð: Þessi lausn gerir notandanum kleift að bjóða nýjum fyrirtækjum inn í stafræna vistkerfið ef þeir finna þau ekki þar. Fyrirtæki sem boðið er getur valið að taka þátt í vistkerfinu og deila gögnum.

Gagnastjórnun

Gagnastjórnun felur í sér skráningu gagna og inniheldur nokkrar einingar s.s. tengingu fyrir gagnasöfnun í gegnum sjálfvirkar innsendingar (frá birgjum), API tengingar milli birgja og hugbúnaðar Klappa, handvirkan gagnainnflutning (t.d. af Excel skjölum) og kannanir. Viðskiptavinir geta valið á milli tegunda gagnaskráningar eftir því hvað hentar best fyrir fyrirtækið. Hægt er að nota mismunandi gagnaskráningu fyrir mismunandi umfang og flokka. Skráning gagna varðandi félagslega þætti og stjórnunarhætti fer alltaf fram með gagnainnflutningi. Helstu eiginleikar Gagnastjórnunar eru sem hér segir:

  • Gagnayfirlit: Gefur yfirlit yfir hvar gögn hafa verið skráð og í hvaða flokki.
  • Innflutningur: Möguleiki á að flytja inn virknigögn (e. activity data) fyrir ákveðna flokka. Hægt er að flytja virknigögnin,sem eru á pappírsformi/Excel inn í kerfið með skilgreindu sniðmáti.

Frammistöðuvísir (KPI's)

Frammistöðurvísirinn (KPI's) snýst um að búa til mikilvægustu frammistöðuvísana og að gera sem mest úr því sem þeir sýna. KPI greining er mjög öflugt stjórnunartæki ef notað yfir lengri tíma og sýnir strax hvað hefur virkað vel og hvað ekki. Samanburður á mismunandi tímabilum getur gefið innsýn inn í stefnu- eða stöðubreytingu varðandi ýmsa þætti eins og í tengslum við orkunotkun og aðrar mælingar á frammistöðu í sjálfbærni. Frammistöðuvísirinn er mjög sveigjanlegt tól þar sem notendur geta tengst mismunandi gagnasöfnum til samanburðar og frammistöðugreiningar.

Mælaborð

Mælaborðið birtir gögnin á myndrænan hátt. Megintilgangur þess er að veita upplýsingar um umhverfisgögn. Mælaborðið gerir sérfræðingum á sviði sjálfbærni kleift að fylgjast með frammistöðu í sjálfbærni.

Skýrslugerð

Skýrslugerðar einingin safnar sjálfbærnigögnum og byggir upp sjálfbærniuppgjör í samræmi við skilgreinda staðla. Skýrslugerðin hefur tvær eftirfarandi megineiningar:

  • Bókhald: Bókhaldseiningin birtir stöðugt móttekin gögn og upplýsingarnar sem myndast í Sjálfbærnilausninni hverju sinni.

  • Uppgjör: Uppgjörseiningin er vinnusvæði til að búa til sjálfbærniuppgjör. Það lokar fyrir bókhald og gerir notendum kleift að vinna með gagnasettið og setja inn gögn sem vantar. Þegar verkinu er lokið er uppgjörinu lokað og það fært á ákveðinn stað og er það þá tilbúið til útgáfu eða birtingar.

Viðbætur við Sjálfbærnilausnina

Viðbætur við hugbúnað Klappa eru sértækar lausnir fyrir fjármálaiðnaðinn, sjávarútveginn og hafnir.

Birgjamat Klappa
Birgjamat Klappa er hannað til að gefa þér yfirsýn yfir sjálfbærni frammistöðu birgja þinna og meta mögulega áhættu í virðiskeðjunni þinni

Sjálfbærar fjárfestingar
Viðbótin er þróuð til þess að mæta kröfum reglugerðar (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálamarkaða (SFDR) sem skyldar aðila á fjármálamarkaði til upplýsingagjafar.

Tengdu þig við virðiskeðjuna

Tengdu þig við virðiskeðjuna
Stafrænt vistkerfi Klappa er samtengd samfélagstæknilausn sem aðlagast að þörfum notenda. Vistkerfið gerir félögum kleift að vinna saman, styðja hvert við annað og láta gott af sér leiða fyrir samfélagið í heild.