Go to frontpage
Go to frontpage

YfirlitSjálfbærnilausn Klappa

Sjálfbærnilausn Klappa gerir fyrirtækjum kleift að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, auka sjálfbærni og draga úr kostnaði.

Við skiljum verkefnið

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera sérfræðingur í sjálfbærni. Ýmist er unnið með gögn sem berast með löngu millibili eða unnið upp úr Excel skjölum. Gögn eru dreifð víða, upplýsingar eru ógagnsæjar, mikil orka fer í óþarfa umstang og tímafrekt er að safna gögnum. Hljómar þetta kunnuglega?

Þetta þarf ekki að vera svona.

Sjálfbærnilausn Klappa veitir fyrirtækjum stuðning og aðgang að verkfærum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og kostnaði. Öll gögn og starfræn verkfæri eru vistuð á einum stað þar sem einfalt er að vinna með gögn og öðlast yfirsýn. Með því sparast mikill tími og allar upplýsingar er hægt að nálgast á augabragði, vinna úr þeim, útbúa og gefa út áreiðanlegar sjálfbærniskýrslur.

Breyttu gögnum í hagnýtt efni til aðgerða og fáðu gott yfirlit yfir umhverfisspor þitt í rauntíma.

Öll gögn á einum stað

Sjálfbærnilausn Klappa veitir fyrirtækjum stuðning og aðgang að verkfærum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og kostnaði – allt á einum stað. Þú færð samstundis heildaryfirsýn yfir kolefnisfótsporið og þær áskoranir sem fram undan eru.

Sjálfbærnilausn Klappa inniheldur eftirfarandi einingar:

Eignastýring

Eignastjórinn gefur þér möguleika á að búa til stafrænan tvíbura eigna þinna og tengja hann við gögn sem þú átt.

Með þessu er hægt að greina hvaða áhrif hver og ein eign hefur á sjálfbærniframmistöðuna í heild sinni. Til að fá skýrt yfirlit yfir frammistöðu hverrar rekstrareiningar fyrir sig býður Eignastjórinn upp á að flokka saman eignir undir ýmsum rekstrareiningum. Lausnir Eignastjórans (e. Asset Manager) eru þessar:

 • Mínar eignir: gefur yfirlit yfir allar eignir sem skilgreindar eru á lausnapallinum. Þessi lausn gerir viðskiptavinum kleift að flokka eignir eftir skipulagseiningum eða eftir staðsetningu.
 • Kortaskjár: gefur notandanum yfirsýn yfir staðsetningu eigna á korti.
 • Eignagögn: heldur utan um umhverfisálagið sem skráð er á hverja eign. Ef skráning er ekki rétt er það tilkynnt í mælaborðinu og notandi fær þá tækifæri til að leiðrétta skráninguna.

Stjórnun virðiskeðju

Með stjórnun virðiskeðju njóta fyrirtæki góðs af því að tengjast stafrænu vistkerfi Klappa. Eitt af fyrstu skrefum nýs viðskiptavinar í innleiðingu á hugbúnaði Klappa er að velja úr stafrænu vistkerfi Klappa þau fyrirtæki sem viðskiptavinurinn vill tengjast. Stjórnun virðiskeðju hefur eftirfarandi lausnir:

 • Mín virðiskeðja: Þessi lausn gerir notendum kleift að tengjast stafrænu vistkerfi Klappa og velja fyrirtækin í vistkerfinu sem þeir vilja bæta við í virðiskeðju sína. Eftir að hafa valið fyrirtæki opnar notandinn fyrir gagnaskráningu.
 • Mín boð: þessi lausn gerir notendum kleift að bjóða nýjum fyrirtækjum inn í stafræna vistkerfið ef þeir finna þau ekki þar. Fyrirtæki sem boðið er getur valið að taka þátt í vistkerfinu og deila gögnum.

Kannanir og einkunnargjöf

Kannanir (e. Surveys) eru hannaðar til að skrá gögn og veita verðmætar upplýsingar um stöðu sjálfbærni einstakra fyrirtækja í virðiskeðjunni. Upplýsingarnar birtast sem einkunnagjöf (e. Ratings) Kannanir innihalda eftirfarandi einingar:

Birgjamat: Þessi eining er hönnuð til að fá yfirsýn yfir UFS frammistöðu birgja í virðiskeðju. Einingin reiknar sjálfkrafa út árangur birgis. Einingin reiknar sjálfkrafa út gæðastig gagna. Birgjamatið inniheldur eftirfarandi tvo pakka:

 • Grunnbirgir: gagnaskráning á takmörkuðu magni gagna sem þarf frá birgja varðandi UFS þætti. Þetta er grunnútgáfa til notkunar hjá smærri birgjum.
 • Stærri birgjar: gagnaskráning sem felur í sér aukið gagnamagn sem gerir skráningu á losunargögnum frá stærri birgjum mögulega. Hægt er að flytja þessi uppsöfnuðu gögn inn í Umfang 3., flokk 1.

Fjárfestingamat: Þessi eining er hönnuð til að gera fjármálastofnunum kleift að skrá sjálfbærnigögn og fylgjast með áhrifum þeirra. Einingin reiknar sjálfkrafa út gæðastig gagna. Sem staðalbúnaður inniheldur þessi eining eftirfarandi tvo pakka:

 • PCAF gagnaskráning sem nær yfir safn eignaflokka sem eru dæmigerðir fyrir banka, eignaeigendur og eignastýringa um allan heim. Eignaflokkar í brennidepli eru; skráð hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréf, viðskiptalán og óskráð hlutafé, verkefnafjármál, atvinnuhúsnæði, húsnæðislán og bílalán. Þessi pakki safnar losun í Umfangi 3, flokki 15.
 • CIC gagnaskráning sem nær yfir fjárfestingar hóps fjárfesta í sjálfbærnilausnum. Eignaflokkarnir í brennidepli eru; Skráð hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréf, óskráð hlutabréf og verkefnafjármögnun. Þessi pakki tryggir samræmda skráningu gagna um frammistöðu og þann valkost að bera saman mismunandi fjárfesta.

UFS mat: Þessi eining er hönnuð fyrir fjárfesta og fyrirtæki almennt til að gera sitt eigið sjálfbærnimat og fá einkunn. Þessi eining felur í sér gagnaskráningu og einkunn á UFS-frammistöðu fyrirtækja. Matið er byggt á u.þ.b. 120 umhverfis-, félags- og stjórnunarstöðlum og 30 viðbótarbreytum sem valdar eru sérstaklega með fyrirfram skilgreindum stöðlum sem búa til kjarnaeinkunn. Viðmiðunum er skipt niður í 22 undirflokka sem eru vegnir hver fyrir sig og safna allt að 100% af flokkahlutanum. Einkunnin er huglæg. Einkunn getur líka verið huglæg ef notendur vilja leggja áherslu á ákveðnar breytur.

Gagnastjórnun

Gagnastjórnun felur í sér skráningu gagna og inniheldur nokkrar einingar s.s. tengingu fyrir gagnasöfnun í gegnum sjálfvirkar og ósjálfvirkar innsendingar, kannanir, og API (gagnastrauma). Þú getur valið á milli tegunda gagnaskráningar eftir ávinningi þess fyrir fyrirtæki þitt. Hægt er að nota mismunandi gagnaskráningu fyrir mismunandi umfang og flokka. Skráning gagna varðandi félagslega þætti og stjórnunarhætti fer alltaf fram með gagnainnflutningi. Helstu eiginleikar Gagnastjórnunar eru sem hér segir:

 • Gagnayfirlit: Gefur yfirlit yfir hvar gögn hafa verið skráð og í hvaða flokki.
 • Innflutningur: Mögueiki á að flytja inn virknigögn um ákveðna flokka. Hægt er að flytja virknigögnin inn með skilgreindu sniðmáti.

Frammistöðuvísir (KPI's)

Frammistöðurvísirinn (KPI's) snýst um að búa til mikilvægustu frammistöðuvísana og að gera sem mest úr því sem þeir sýna. KPI greining er mjög öflugt stjórnunartæki ef notað yfir lengri tíma og sýnir strax hvað hefur virkað vel og hvað ekki. Samanburður á mismunandi tímabilum getur gefið innsýn inn í stefnu- eða stöðubreytingu varðandi ýmsa þætti eins og í tengslum við orkunotkun og aðrar mælingar á frammistöðu í sjálfbærni. Frammistöðuvísirinn er mjög sveigjanlegt tól þar sem notendur geta tengst mismunandi gagnasöfnum til samanburðar og frammistöðugreiningar.

Mælaborð

Mælaborðið er sjónræn birting gagna. Megintilgangur þess er að veita upplýsingar um umhverfisgögn. Mælaborðið gerir sérfræðingum á sviði sjálfbærni kleift að fylgjast með frammistöðu í sjálfbærni.

Skýrslugerð

Skýrslugerðar einingin safnar sjálfbærnigögnum og byggir upp sjálfbærniuppgjör í samræmi við skilgreinda staðla. Skýrslugerðin hefur tvær eftirfarandi megineiningar:

 • Bókhald: Bókhaldseiningin birtir stöðugt móttekin gögn og upplýsingarnar sem myndast í lausninni hverju sinni.

 • Uppgjör: Uppgjörseiningin er vinnusvæði til að búa til sjálfbærniuppgjör. Það lokar fyrir bókhald og gerir notendum kleift að vinna með gagnasettið og setja inn gögn sem vantar. Þegar verkinu er lokið er uppgjörið fært í lokaða útgáfu tilbúna til útgáfu.

Lausnir fyrir fjármálageirann, skipageirann og hafnir

Sjálfbærnilausn okkar er samansafn aðskildra en samþættanlegra lausna fyrir flest það sem tengist umhverfis- og sjálfbærnimálum reksturs. Markmiðið er að hjálpa fyrirtækum að bæta starfsemi sína á sama tíma og þau minnka kolefnisspor sitt.

Sustainable Finance

Sjálfbær fjárfesting

Með sjálfbærri fjárfestingu er átt við ferli sem tekur tillit til umhverfis-, félags- og stjórnunarhátta sjónarmiða þegar fjárfestingarákvarðanir eru teknar í fjármálageiranum, sem leiðir til langtímafjárfestinga í sjálfbærri atvinnustarfsemi og verkefnum. Við höfum byggt við Sjálfbærnilausn okkar viðbót sem hönnuð er fyrir fjármálageiran og tekur á sjálfbærum fjármálum, þ.e. gerir fjármálageiranum kleift að safna áreiðanlegum og gagnsæjum gögnum um fjárfestingar sínar og lán. Það veitir notandanum sjálfbærnistig fyrir hvert verkefni og yfirsýn yfir heildarsafnið. Ramminn sem er notaður er PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) og Nasdaq leiðbeiningar um UFS.

Sustainable Shipping

Sjáfbær skip

LogCentral er einstök lausn fyirr sjávarútveginn sem er gerð fyrir stafræna skráningu og eftirlit með sjálfbærni skipa á sjó og landi.

LogCentral samanstendur af tveimur samtengdum lausnum, annarri fyrir skipið sem geymir fjölda rafrænna skráningabóka, yfirlit yfir starfsemi og stjórnunartæki og hin fyrir starfsfólk á landi til að fylgjast með skráningarbókum.

Sustainable Port

Sjálbærar hafnir

Viðbótin Sjálfbærar hafnir er byggð á og við Sjálfbærnilausn Klappa og virkar sem vettvangur fyrir hafnir til að fá fulla yfirsýn yfir MARPOL viðauka I-VI gögn (EN) frá skipum sem koma til hafnar, dreifa upplýsingum til viðkomandi stofnana/yfirvalda og nota þær sem drifkraft til úrbóta.

Hafnir standa frammi fyrir sífellt flóknara verkefni við að fylgjast með og tilkynna um losun skipa sem koma að höfnum. Hafnaryfirvöld hafa mjög takmarkaðar heimildir til að fylgja eftir reglunum og eru að átta sig á því að án öflugra tækni- og hugbúnaðarlausna til að safna gögnum um raunverulega losun frá skipum og veita græna heimild er erfitt fyrir hafnir og yfirvöld að meta lækkun á losun og til að mæla lækkun á settum tímabilum.

Stafræna vistkerfið okkar

Vistkerfisnálgun okkar er kjarninn í öllu sem við gerum. Með rauntíma virknigögnum og losunarrakningu er hægt að stjórna auðlindum á skilvirkari hátt sem gerir viðskiptavinum kleift að draga úr kostnaði, áhættu og CO2 losun. Stafræna vistkerfið auðveldar þér að fylgjast með kolefnisfótspori þínu og frammistöðu fyrirtækisins í sjálfbærni.